Bændablaðið - 20.02.2020, Síða 41

Bændablaðið - 20.02.2020, Síða 41
Bændablaðið | Fimmtudagur 20. febrúar 2020 41 Hvernig væri að hekla sér körfur undir hekl- og prjónaverkefnin? Eða skella hekluðum körfum inn á bað, í eldhúsið eða bústaðinn. Þessar skemmtilegu körfur eru heklaðar Drops Eskimo sem er gróft garn, notuð er stór nál og því fljótheklaðar. Drops Eskimo er á 30% afslætti hjá okkur í Handverkskúnst allan febrúar, er fáanlegt í yfir 50 litbrigðum og hentar vel til þæfingar. Uppskriftina er einnig að finna á vef Garnstudio og er hún þar í tveimur stærðum. Stærð: Þvermál ca 30 cm, hæð ca 17 cm. Garn: Drops Eskimo, fæst á www.garn.is - Beige nr. 48: 250 g - Lime nr. 35: 100 g Heklunál: 6 mm Heklfesta: 12 stuðlar og 6 umferðir = 10 x 10 cm. Mynstur nr. ee-550. Hekl leiðbeiningar: Í byrjun hverrar umf með fl, skiptið út fyrstu fl með 1 ll, umf endar á 1 kl í 1. ll frá byrjun umf. Í byrjun hverrar umf með st, skiptið út fyrsta st með 3 ll, umf endar á kl í 3. ll frá byrjun umf. Skammstafanir á hekli: ll – loftlykkja, kl – keðjulykkja, fl – fastalykkja, st - stuðull Uppskriftin: Stykkið er heklað í hring. Byrjað er á að hekla botninn. Með beige lit, heklið 2 ll. 1. umf: Heklið 6 fl í 2. ll frá heklunálinni – MUNIÐ heklleiðbeiningar. 2. umf: Heklið 2 fl í hverja fl = 12 fl. 3. umf: Heklið *1 fl í næstu fl, heklið 2 fl í næstu fl*, endurtakið frá *-* út umf = 18 fl. Munið að passa upp á heklfestuna. 4. umf: Heklið *1 fl í næstu 2 fl, heklið 2 fl í næstu fl*, endurtakið frá *-* út umf = 24 fl. 5. umf: Heklið *1 fl í næstu 3 fl, heklið 2 fl í næstu fl*, endurtakið frá *-* út umf = 30 fl. 6-16. umf: Haldið áfram að auka út um 6 fl í hverri umf með því að hekla 1 fl fleiri fyrir hverja útaukningu = 96 fl í umf. Heklið nú körfuna þannig: 1. umf: Heklið 1 st í hverja fl – MUNIÐ heklleiðbeiningar = 96 st. 2. umf: Heklið 1 ll, *1 frambrugðinn st í kringum næstu 4 st, 1 afturbrugðinn st í kringum næstu 4 st*, endurtakið frá *-* út umf. 3. umf: Heklið eins og í umf 2. 4. umf: Heklið 1 ll, *1 afturbrugðinn st í kringum næstu 4 st, 1 frambrugðinn st í kringum næstu 4 st *, endurtakið frá *-* út umf. 5. umf: Heklið eins og í umf 4. Endurtakið umf 2-5 einu sinni til viðbótar. Skiptið um lit. Heklið með lime lit eina endurtekningu til viðbótar (= 4 umferðir), þá ætti karfan að mælast ca 16 cm á hæð. Síðasta umferðin á körfunni er kantur, þá er heklað 1 fl í hvern st og er aðeins heklað í aftari hluta lykkjunnar Heklkveðja, mæðgurnar í Handverkskúnst www.garn.is Hekluð karfa HANNYRÐAHORNIÐ Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Létt Þung Miðlungs 4 5 7 8 3 7 4 6 1 2 5 4 4 8 2 1 9 1 6 2 3 9 5 6 3 1 7 6 5 2 8 1 6 8 9 5 Þyngst 6 5 9 2 1 1 7 5 3 7 5 9 8 6 8 3 4 3 9 2 1 8 6 3 5 3 7 2 9 4 5 2 6 8 9 2 8 1 8 3 8 6 2 4 3 7 5 4 1 6 9 9 4 7 7 4 1 6 9 2 5 1 8 3 5 4 2 8 8 1 9 6 3 Langar að verða kúabóndi FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Herdís Lilja er hress og kát sveitastelpa sem elskar dýr og íþróttir. Nafn: Herdís Lilja Valdimarsdóttir. Aldur: 15 ára. Stjörnumerki: Steingeit. Búseta: Sólheimar, Sæmundarhlíð, Skagafirði. Skóli: Varmahlíðarskóli. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Stærðfræði og íþróttir. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Hundurinn minn. Uppáhaldsmatur: Grillað folalda­ kjöt. Uppáhaldshljómsveit: Albatross. Uppáhaldskvikmynd: Að temja drekann sinn. Fyrsta minning þín? Þegar ég heimsótti langalangömmu mína á sjúkrahúsinu. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Ég æfi frjálsar og fimleika. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Mig langar að verða kúabóndi. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Stökk niður af svölunum í íþróttahúsinu. Hvað ætlarðu að gera skemmtilegt á nýju ári? Fara á Skólahreysti, áfram Varmahlíðarskóli! Næst » Herdís Lilja skorar á Ísleif Eld Þrastarson, Skagafirði, að svara næst. Sími: 563 0300 / Netfang: bbl@bondi.is / bbl.is 41,9% fólks á landsbyggðinni les Bændablaðið 21,9% 41,9% á landsbyggðinni á höfuðborgarsvæðinu 29,2% landsmanna lesa Bændablaðið Lestur Bændablaðsins: BÆNDABLAÐIÐ ER GEFIÐ ÚT Í 32 ÞÚSUND EINTÖKUM Á TVEGGJA VIKNA FRESTI Heimild: Prentmiðlakönnun Gallup, okt.-des. 2019. Aldur 12-80 ára. Hvar auglýsir þú?

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.