Bændablaðið - 05.03.2020, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 05.03.2020, Blaðsíða 1
5. tölublað 2020 ▯ Fimmtudagur 5. mars ▯ Blað nr. 558 ▯ 26. árg. ▯ Upplag 32.000 ▯ Vefur: bbl.is Ný stjórn og formaður Bændasamtaka Íslands voru kosin á Búnaðarþingi 3. mars, talið frá vinstri: Halla Eiríksdóttir, sauðfjárbóndi á Hákonarstöðum á Jökuldal, Gunnar Þorgeirsson, garðyrkju- bóndi á Ártanga, sem var kosinn formaður nýrrar stjórnar, Hermann Ingi Gunnarsson, nautgripabóndi í Klauf í Eyjafjarðarsveit, Oddný Steina Valsdóttir, sauðfjár- og nautgripabóndi í Butru í Fljótshlíð, og Halldóra Kristín Hauksdóttir, eggjabóndi hjá Græneggjum í Eyjafirði. Mynd / Hörður Kristjánsson Búnaðarþing setur það í hendur nýrrar stjórnar Bændasamtaka Íslands að ljúka við endurmótun á félagskerfinu: Nýr formaður vill fá alla bændur á Íslandi í Bændasamtökin – Telur að bændur verði að sameinast um að vera í einu sterku hagsmunafélagi sem standi vörð um hagsmuni þeirra Gunnar Þorgeirsson, nýkjörinn formaður Bændasamtaka Íslands, segist telja nauðsynlegt að bændur á Íslandi sameinist um að vera í einu sterku hagsmunafélagi bænda, sem eru Bændasamtök Íslands, þannig að þeir fái sem flesta að borðinu og þannig breið­ ustu sýnina á hverjir hagsmunir bænda eru. Hann segir að ekki hafi staðið til hjá sér að sækjast eftir formennsku í samtökunum en að hann hafi samþykkt það eftir að hafa fengið fjölda áskorana. „Ég tel nauðsynlegt að bændur á Íslandi sameinist um að vera í einu sterku hagsmunafélagi bænda, sem eru Bændasamtök Íslands, þannig að við fáum sem flesta að borðinu og þannig breiðustu sýnina á hverjir hagsmunir bænda eru. Gunnar segist telja að land­ búnaður almennt eigi mörg sóknar­ færi á Íslandi, hvort sem það er í kjöti, grænmetisframleiðslu eða skógrækt. „Ég tel einnig nauðsynlegt að við stokkum upp félagskerfi bænda. Í dag minnir mig að það séu 150 félög aðilar að Bændasamtökunum og því nauðsynlegt að straumlínulaga félagskerfið og gera bændur beint aðila að samtökunum en ekki í gegnum hliðarfélög. Bændur verða að standa vörð um hagsmuni sína og eru Bændasamtökin besti kosturinn til þess. Eins og fram hefur komið er fjárhagslegur rekstur samtakanna erfiður um þessar mundir og til að laga það þurfum við að breyta félagsgjaldakerfinu þannig að það verði veltutengt. Það er dýrt að standa vörð um hagsmunagæslu bænda og til að slíkt sé gerlegt verður að standa straum af því og næsta verkefni að sannfæra menn um að það sé betra að vera í Bændasamtökunum en standa utan þeirra. Ég tel einnig að við þurfum að hafa breiða skírskotun til bænda innan stjórnar Bændasamtakanna og að þar sitji fulltrúar úr öllum geirum landbúnaðarins. Við þurfum einnig að horfa til nútímans og þeirra breytinga sem eiga sér stað í landbúnaði og neyslu á landbúnaðarvörum. Helst eigum við að framleiða allar landbúnaðarvörur sem við getum á Íslandi og vera þannig sjálfbær.“ /VH Gunnar Þorgeirsson. Mynd / HKr. Espiflöt og Garði veitt landbúnaðarverðlaunin 2020 2 22 Þörungabyltingin er farin af stað Búnaðarþing 2020 27–31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.