Bændablaðið - 05.03.2020, Blaðsíða 33

Bændablaðið - 05.03.2020, Blaðsíða 33
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. mars 2020 33 Smiðjuvellir 9 300 Akranes 430 6600 akur@akur.is AKURShús - timbureiningahús íslensk hönnun & framleiðsla Afhent samsett á byggingarstað eða ósamsett í einingum – Við allra hæfi – „ Kannaðu málið á akur.is og pantaðu frían húsabækling Margar stærðir og gerðir frá 93 - 227m2 „Grænir sprotar og nýsköpun“ FAGRÁÐSTEFNA SKÓGRÆKTAR 2020 HÓTEL GEYSI HAUKADAL 18.-19. MARS skogur.is/fagradstefna2020 C M Y CM MY CY CMY K Grænir sprotar og nýsköpun_bbl.pdf 1 26.2.2020 09:57:04 Rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson. Mynd / Sigurborg Jóhannsdóttir Tveggja vikna leiðangur Hafrannsóknastofnunar: Ástand sjávar vaktað Bjarni Sæmundsson, rannsókna­ skip Hafrannsókna stofnunar, lauk nýverið tveggja vikna rannsóknaleiðangri kringum landið. Leiðangurinn er hluti af vöktunarverkefninu Ástand sjávar. Í leiðangrinum var mældur hiti og selta á föstum sniðum út frá landinu, en auk þess voru tekin sýni á völdum stöðvum til greiningar á næringarefnum, súrefni og koldíoxíði. Ekki tókst að mæla á öllum stöðvum vegna veðurs, sem var óvenju leiðinlegt þetta árið. Þá var einnig sinnt nokkrum smærri verkefnum, meðal annars var lagt straummælabaujum í Patreksfirði og í Reyðarfirði og ásamt fleiri athugunum, sem er hluti af gagnaöflun vegna sjókvíaeldis. Slíkar athuganir voru einnig gerðar í Eyjafirði. Safnað var sýnum fyrir Geislavarnir ríkisins vegna vöktunar á magni geislavirkra efna í sjó. Þá voru sett út hlustunardufl fyrir Háskóla Íslands, til að fylgjast með hvalaferðum djúpt út af Austurlandi og rekdufl, sem mæla umhverfisþætti og voru þau sett í sjóinn á fjórum stöðvum umhverfis landið fyrir erlenda samstarfsaðila. Greiningu gagna úr leiðangrinum er ekki lokið, en niðurstöðurnar munu birtast á „Vefur um sjórannsóknir“, á heimasíðu stofnunarinnar og í skýrslu, „Ástand sjávar“, sem gefin er út reglulega. /VH Tölvugerð eftirmynd af því hvernig talið er að Proterocladus antiquus hafi litið út í grunnum sjó fyrir hundruð milljónum ára. Mynd / Dinghua Yang/Virginia Tech/PA. Undur náttúrunnar: Gamall grænþörungur Talið er að steingervingur sem fannst í norðanverðu Kína geti verið af elstu grænu plöntu sem vitað er um. Steingervingurinn er af grænþörungi sem kallast Proterocladus antiquus og er talinn vera eins milljarða ára gamall. Tegundin, sem í eina tíð er sögð hafa þakið grunnan hafsbotn á stórum svæðum, er sögð hafa verið svipuð og meðal hrísgrjón að lengd en steingervingasýnið er ekki nema um tveir millimetrar. Þrátt fyrir að þessi tegund hafi verið smá er sagt að magn hennar hafi verið svo mikið að hún hafi breytt þróun lífsins á jörðinni. Raunar er Proterocladus antiquus fremur stór af grænþörungi að vera og líklega var þörungurinn með stærri lífverum á sínum tíma. Plantan sem ljóstillífaði í hafinu og þróaðist síðar í plöntur á landi er forveri allra plantna í heiminum í dag. /VH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.