Bændablaðið - 05.03.2020, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 05.03.2020, Blaðsíða 14
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. mars 202014 HLUNNINDI&VEIÐI FRÉTTIR Frá Vetrarhátíð 2017. Vetrarhátíð við Mývatn Vetrarhátíð við Mývatn er nú haldin í fyrsta sinn en hátíð­ in hefst á morgun, 6. mars, og stendur fram á sunnudag 8. mars. Sannkölluð vetrarstemning verð­ ur við völd í Mývatnssveit þessa daga. Þetta er nokkurs konar bæjarhátíð að vetri til þar sem verður fjölbreytt og spennandi fjölskyldudagskrá alla helgina, en Mývatnssveit er sannkölluð vetrarparadís á þessum árstíma. Sérstaða Vetrarhátíðar við Mývatn eru þær vetraríþróttir sem verða í öndvegi en þar má nefna hestamótið Mývatn Open - Hestar á ís, Íslandsmeistaramót Sleðahunda klúbbs Íslands og svo Mývatnssleðinn þar sem fólk keppir á heimalöguðum sleðum á vatninu. Allir þessir viðburðir eiga það sameiginlegt að vera haldnir á ísi lögðu Mývatni. Í ár verður einnig haldið Íslands- meistara mót í snjókrossi í Kröflu. Allir þessir viðburðir verða opnir gestum og gangandi sem vilja koma og fylgjast með þessum viðburðum. Veiðifélag Mývatns mun jafnframt bjóða upp á dorgveiði í Mývatni og íþróttafélagið Mývetningur ætlar að halda opnu gönguskíðaspori alla helgina. Hægt verður að heimsækja sleðahundana og það verður barnabraut fyrir fjölskylduna á Álftabáru, lifandi tónlist og tilboð í gistingu og mat alla helgina. /MÞÞ Eyjafjarðarsveit: Guðjón og Guðni sletta úr klaufunum á Kaffi Kú Guðjón Ragnar Jónasson, annar höfunda bókarinnar Kinda sögur, og Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, koma norður í Eyja­ fjarðar sveit laugardaginn 7. mars og verða með skemmtun á Kaffi Kú. Þeir ætla að skemmta fólkinu með kveðskap, gríni og skemmtisögum, bæði úr bókinni en líka af hinu og þessu sem bændur geta lent í eða hafa lent í. Lofað er skemmtilegri kvöldstund á Kaffi kú og öðruvísi þannig að íbúar og nærsveitungar þeirra eru hvattir til að missa ekki af því. Kaffi Kú er staðsett á Garði í Eyjafjarðarsveit. Árið 2007 var þar byggt hátækni lausagöngufjós, eitt hið fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Fjósloftið var nýtt og því breytt í kaffihús 2011 þar sem boðið er upp á afþreyingu og gestir geta þar fylgst með því sem er að gerast í fjósinu. Eigendur eru þau Sesselja Ingibjörg Barðdal, sem er lærður þjónn og með lögfræðimenntun, en Einar Örn er frumkvöðullinn og með viðskiptamenntun og er bóndasonurinn á bænum. Skemmtun Guðjóns og Guðna hefst kl. 20.30 þann 7. mars, en hamingju stund stendur yfir á veitinga staðnum frá kl. 18 til 20 og tilboð er á Kaffi Kú hamborgara og bjór. /MÞÞ Einar Aðalsteinsson og Sesselja Barðdal reka Kaffi Kú í Eyjafjarðarsveit. Varðveislugildi gróðurhúsa í Hveragerði Landform á Selfossi hefur skilað af sér skýrslu til Hveragerðisbæjar, sem inniheldur samantekt á varðveislugildi gróðurhúsa í Hveragerði. Markmið verkefnisins er að skrásetja og gera úttekt á öllum gróðurhúsum innan bæjarfélagsins. Eins og kunnugt er byggðist Hveragerði að stórum hluta upp í kringum ylræktar- og garðyrkju- stöðvar og eru þær stór hluti af sögu bæjarins og áberandi í svipmóti hans. Þróun undanfarinna ára hefur verið með þeim hætti að rekstur margra stöðvanna hefur verið erfiður og í stað garðyrkjustöðva hefur íbúðarhúsnæði verið byggt á lóðum þeirra. Fagrihvammur er fyrsta ylræktarstöðin í Hveragerði, stofnuð 1929 af Sigurði Sigurðssyni búnaðarmálastjóra og Ingimari syni hans. Búið er að rífa upp- runalegu gróðurhúsin sem voru frá 1929, en elstu uppistandandi hús í Fagrahvammi eru frá 1961. Í dag eru 18 starfandi garðyrkjustöðvar í Hveragerði en álíka margar hafa lagt upp laupana á undanförnum árum. /MHH Sjötíu milljóna króna samningur við Lýðskólann á Flateyri Nýlega undirrituðu þær Ingibjörg Guðmundsdóttir, skólastjóri Lýð ­ s kól ans á Flateyri og Lilja Alfreðs­ dóttir mennta­ og menningar­ málaráðherra samning um 70 milljóna króna stuðning ríkisins við skólann. Lýðskólinn mun þá bjóða upp á nám sem uppfyllir kröfur nýrra laga um lýðskóla og sækja um viðurkenningu sem slíkur skóli á samningstímanum. Með tilkomu nýrra laga um lýðskóla var fest í sessi fagleg umgjörð um starfsemi slíkra skóla hér á landi en fram að því hafði engin löggjöf gilt um þá. /MHH Ingibjörg Guðmundsdóttir, skólastjóri Lýðs kól ans á Flateyri, og Lilja Alfreðs dóttir mennta- og menningar málaráðherra við undir- ritun samningsins. Byggðarráð Skagafjarðar fagnar vinnu við hugsanleg Tröllaskagagöng: Telur göngin vera hagkvæmustu samgöngubótina á landsbyggðinni – mögulega verið að tala um tvenn 20 km löng göng hlið við hlið Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar fagnar fram­ kominni þingsályktunar tillögu um að samgöngu­ og sveitar­ stjórnar ráðherra láti hefja vinnu við rannsóknir, frum hönnun og mat á hagkvæmni á gerð jarðganga á Trölla skaga. Þetta kemur fram í umsögn byggðar­ ráðs vegna þings ályktunartillögu um Trölla skagagöng milli Skaga­ fjarðar og Akureyrar. Tröllaskagagöng eru samt langt frá því að vera eini valkosturinn sem rætt hefur verið um. Ljóst er að brýn þörf er talin á að gera ný göng úr Fljótum til Siglufjarðar þar sem vegurinn að Strákagöngum er orðinn mjög varasamur vegna jarðsigs. Þá eru göngin sjálf barn síns tíma sem næstelstu veggöng á landinu. Þar yrði líklegast um 6 km að ræða, sem tryggði öruggan hringveg um Tröllaskaga. Helst rætt um 20 km göng frá Hólum í Barkárdal Hreinn Haraldsson hefur skoð að jarðganga gerð í gegnum Trölla- skaga að beiðni sveitar stjórna í Skagafirði og á Akureyri. Þar var skásti kosturinn talinn vera 19–20 km göng á milli Hóla og Barkárdals. Talað er um að þau geti kostað um 50 til 70 milljarða króna. Komið hefur fram að svo löng göng hafa þann annmarka að samkvæmt erlendum öryggis- stöðlum þyrfti líklega að gera þar tvenn göng hlið við hlið. Þá er verið að tala um allt að 40 km gangagröft, eða jafn langt og úr Garðabæ til Keflavíkur. Til saman- burðar eru Hvalfjarðargöng 5.770 metrar. Lengstu bílagöng í heimi eru Lærdalstunnel í Noregi. Þau eru 24,5 km og voru opnuð árið 2000. Vegna öryggissjónarmiða er nú talað um að aldrei verði heimilað aftur að gera slík göng, enda eru engar flóttaleiðir úr þeim göngum. Gísli Eiríksson, forstöðumaður jarðganga hjá Vegagerðinni, sagði í samtali við RÚV 2. febrúar sl. að hann efaðist um að Tröllaskagagöng væru skynsamleg. Í öllu falli ætti að byrja á því að skoða öryggiskröfur sem gerðar eru til slíkra ganga. Þung áhersla lögð á Tröllaskagagöng Sveitarfélagið Skagafjörður og Akureyrar bær hafa á undanförnum misserum lagt þunga áherslu á að hagkvæmni og samfélagsleg áhrif með tilkomu Tröllaskagaganga verði könnuð til hins ýtrasta. Sveitarfélögin sendu m.a. áskorun til stjórnvalda í febrúar árið 2019, þess efnis að þau fjármagni grunnrannsóknir og samanburð á kostum á legu mögulegra jarðganga undir Tröllaskaga, auk rannsókna á samfélagslegum og efnahagslegum áhrifum slíkra ganga. Stækkar vinnusóknarsvæði Fyrirfram er ljóst að með til- komu Tröllaskagaganga myndi vinnusóknar svæði á Mið-Norður - landi stækka verulega og þjóðhags- leg og samfélagsleg áhrif yrðu mikil. Samgöngubót sem þessi myndi styrkja Mið-Norðurland verulega sem raunverulegan valkost við höfuðborgarsvæðið og styrkja svæðið á margháttaða vegu. Þá eru ótalin öryggissjónarmiðin en þau hafa endurspeglast vel í vetur í þeirri tíðu lokun vega sem verið hefur á Mið-Norðurlandi. Vegir um Öxnadalsheiði, Vatns- skarð, Þverárfjall og Siglu fjarðar- vegur hafa verið lokaðir óvenju oft, á milli 20 og 30 sinnum sumir hverjir. Vegirnir eru í mismunandi þjónustuflokkum hjá Vegagerðinni og skýrir það mun á fjölda lokunar- daga. Styrkir samfélögin á svæðinu „Með tilkomu Tröllaskagaganga yrði því unnt að tryggja mun betur samgöngur á milli stærstu þéttbýl- isstaða á Mið-Norðurlandi, auka öryggi vegfarenda, bæta öryggi þeirra sem þurfa á heilbrigðisþjón- ustu að halda, styrkja samfélögin á svæðinu, stækka vinnusóknarsvæði, efla ferðaþjónustu og svona mætti lengi halda áfram,“ segir í um- sögn Byggða rráðs Sveitarfélagsins Skaga fjarðar um hugsanleg Trölla- skaga göng. Öll teikn séu á lofti um að þjóð hagslega hagkvæmustu samgöngu bót sé að ræða sem hægt sé að ráðast í á landsbyggðinni og því afar brýnt að nú þegar verði hafin vinna við rannsóknir, frumhönnun og útreikninga á hagkvæmni á gerð jarðganga á Tröllaskaga. /MÞÞ/HKr Lengstu veggöng í heimi eru Lærdalsgöngin í Noregi. Þau eru 24,5 km að lengd, einföld tvíbreið göng án nokkurra öryggisganga eða flóttaleiða. Talað er um að svo löng einföld göng yrði aldrei heimiluð aftur af öryggisástæðum. Tröllaskagagöng sem nú er rætt um yrðu allt að 20 km löng og líklega yrði þar gerð krafa um tvenn göng hlið við hlið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.