Bændablaðið - 05.03.2020, Blaðsíða 39

Bændablaðið - 05.03.2020, Blaðsíða 39
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. mars 2020 39 Ráðgjafarnefnd Orkusjóðs hefur ákveðið að styrkveitingar Orkusjóðs á árinu 2020 verði til verkefna samkvæmt b) lið 7. gr. reglugerðar nr. 185/2016 um Orkusjóð en þar segir: „Styrkir til verkefna sem leiði til lægri kostnaðar við óniðurgreidda rafkyndingu húsnæðis og mannvirkja í eigu sveitarfélaga“. Til greina kemur meðal annars: Uppsetning varmadæla, uppsetning eða endurbætur hitastýringar- kerfa og önnur verkefni sem leiða til minni raforkunotkunar við hitun. Um er að ræða fjárfestingarstyrki, sem hæst geta numið 50% af áætluðum kostnaði við einstök verkefni, þó að hámarki 5 m.kr. Við mat á umsóknum verður sérstaklega litið til: • Að verk- og kostnaðaráætlun sé vönduð og ítarleg. • Að raunsætt mat sé lagt á áætlaðan raforkusparnað. • Hlutfalls orkusparnaðar miðað við kostnað. Umsóknarfrestur er til 6. apríl 2020 Skrifleg staðfesting á afgreiðslu umsókna mun berast umsækjendum eigi síðar en 6. júní 2020 Umsóknum skal skila rafrænt af vef Orkustofnunar www.os.is undir Orkusjóður Nánari upplýsingar á www.os.is og hjá Orkusjóði, Rangárvöllum við Hlíðarfjallsveg, 603 Akureyri. Símar 569 6083 – 894 4280 – Netfang jbj@os.is ORKUSJÓÐURORKUSTOFNUN ORKUSJÓÐUR Orkusjóður auglýsir sérstaka styrki 2020 Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 SÍUR Í DRÁTTARVÉLAR GRÆNT ALLA LEIÐ LÍF&STARF UTAN ÚR HEIMI Talsverðar umbætur hafa verið gerðar á inngangi frægeymslunnar eftir að upp kom vatnsleki í inngangi hennar eftir óvenju miklar leysingar á Svalbarða árið 2017. Mynd / www.croptrust.org Frægeymslan á Svalbarða: Milljón afbrigði geymd í frosti Fyrir stuttu náðist sá merki áfangi að milljónasta afbrigðið af nytjaplöntu var komið fyrir í frægeymslu NorGen á Svalbarða. Háar upphæðir hafa farið til viðhalds frægeymslunnar undan­ farna mánuði. Hlýnun lofthita á jörðinni, ú t­ þensla ræktarlands og borga, aukin einsleitni í ræktun og fleiri þættir gera það að verkum að sífellt fleiri ræktunarafbrigði nytjaplantna eru í ræktun. Með einsleitari ræktun eru erfðaefni nytjaplantna sem gætu átt eftir að koma að góðu að tapast. Tilgangur frægeymslunnar á Sval­ barða er að geyma slík afbrigði í frosti til seinni tíma rannsókna og ræktunar. Komið í veg fyrir leka Talsverðar umbætur hafa verið gerðar á frægeymslunni eftir að upp kom vatnsleki í inngangi hennar eftir óvenju miklar leysingar á Svalbarða árið 2017. Viðgerðirnar, sem Norðmenn greiddu fyrir, kost uðu hátt í 20 milljón evrur, eða tæpan 3,8 milljarða íslenskra króna. Upphaflegur kostnaður við frægeymsluna árið 2008 var 9 millj­ arðar evra, eða um 1,3 milljarðar íslenskra króna. Nytjaplöntur og ættingjar þeirra Sýni í frægeymslunni koma alls staðar að úr heiminum og hefur geymsla vaxið úr því að vera geymsla fyrir norrænar nytjajurtir í að vera alþjóðleg frægeymsla. Í dag er þar meðal annars að finna sýnishorn af nytjaplöntum frá stríðshrjáðum svæðum í Sýrlandi, frá indíánum í Norður­Ameríku, Perú og Nýja­Sjálandi Auk þess að geyma fræ af þekkt­ um nytjaplöntum er í geymsl unni að finna fjölda fræja af nánum ættingj­ um nytjaplantna sem gætu reynst þolnir gegn ýmsum plöntusjúkdóm­ um og öðrum óværum sem leggjast á plöntur. /VH Bænda 19. mars OG VAGNARNIR FRÁ 8 Tonna tjakkur KERRURNAR FRÁ ERU SENNILEGA ÞAÐ ÖFLUGASTA VALLARBRAUT EHF WWW.VALLARBRAUT.IS Trönuhrauni 5 Hafnarfirði S-8411200 & 8417300 3500kg 3500kg 2-30 TONN Pallstærð allt að 2,3 X 5,5m Allt að 6 0 ær á tv eimur hæ ðum GRIPAKERRUR STURTUKERRUR FLUTNINGAKERRUR VÉLA KER RUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.