Bændablaðið - 05.03.2020, Blaðsíða 23

Bændablaðið - 05.03.2020, Blaðsíða 23
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. mars 2020 23 Víkurvagnar ehf. – Hyrjarhöfði 8. – 110 Reykjavík Sími 577-1090 – www.vikurvagnar.is – sala@vikurvagnar.is STYRKUR, ÞJÓNUSTA OG ÁREIÐANLEIKI MIKIÐ ÚRVAL KERRUVARAHLUTA VÍKURVAGNAR EHF. RAFMAGNSBÚNAÐUR BREMSUR BEISLI DEKK LJÓS LED LJÓS Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík | Óseyrarbraut 12 | 220 Hafnarfirði Hafðu samband 568 0100 www.stolpigamar.is Gámurinn er þarfaþing  Þurrgámar  Hitastýrðir gámar  Geymslugámar  Einangraðir gámar  Fleti og tankgámar  Gámar með hliðaropnun Til leigu eða sölu:  Gámahús og salernishús  Færanleg starfsmannaðstaða  Bos gámar og skemmur Bændur græða landið Landgræðslan auglýsir eftir umsóknum um þátttöku í verkefninu „Bændur græða landið”. Þátttakendur í verkefninu fá fjárhagslegan stuðning við uppgræðslu sinna heimalanda og ráðgjöf um hvernig best verði staðið að viðkomandi uppgræðsluverkefni. Þátttökuskilyrði eru að: -fyrirhugað uppgræðslusvæði sé lítt gróið eða ógróið -beitarálag sé hóflegt að mati Landgræðslunnar. Nánari upplýsingar veita héraðsfulltrúar Landgræðslunnar á hverjum stað í síma 488 3000. Einnig er nánari upplýsingar að fá á heimasíðu Landgræðslunnar www.land.is og þar er einnig hægt að nálgast umsóknareyðublöð. Umsóknarfrestur er til 9. apríl n.k. Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 ALTERNATORAR í flestar gerðir dráttarvéla Greta Clough, nýráðinn markaðs- og viðburðarstjórnandi Prjónagleðinnar, og Jóhanna Erla Pálmadóttir, framkvæmdastjóri Textílmiðstöðvar Íslands. Prjónagleðin á Blönduósi: Greta Clough ráðin markaðs- og viðburðastjóri Textílmiðstöð Íslands hlaut tvo styrki frá Uppbyggingarsjóði Norður lands vestra, sem afhentir voru við hátíðlega athöfn í félags­ heimilinu á Hvammstanga á dög­ unum. Annars vegar er um að ræða rekstrarstyrk að upphæð 1,1 milljón króna og hins vegar ríflega 5,1 milljón króna til að ráða viðburða- og markaðsstjóra fyrir Prjónagleðina sem haldin verður á Blönduósi 12.–14. júní á þessu ári. Greta Clough hefur verið ráðin markaðs- og viðburðastjóri en hún hefur getið sér gott orð fyrir Handbendi Brúðuleikhús á Hvammstanga og hefur víðtæka reynslu af viðburðastjórnun og markaðssetningu. Hún hefur þegar tekið til starfa. Prjónagleðin er árleg prjóna- hátíð sem haldin er af Textilmiðstöð Íslands og samstarfsaðilum. Hátíðin er haldin á Blönduósi og er fyrirmynd hennar hin árlega Prjónahátíð á Fanø í Danmörku. Hátíðin í sumar er sú fimmta í röðinni. Verkefni markaðsstjóra er m.a. að skipuleggja viðburði í tengslum við hátíðina í samstarfi við stofnanir og fyrirtæki á Norðurlandi vestra og að markaðssetja hátíðina, jafnt hér á landi sem erlendis. /MÞÞ LÍF&STARF Upphitaður körfuboltavöllur á Laugarvatni Bláskógabyggð, með rausnarlegu fjárframlagi frá Ungmennafélagi Laugdæla, hefur tekið í notkun nýjan og glæsilegan körfubolta­ völl á Laugarvatni. Völlurinn er upphitaður og því verður hægt að nota hann allt árið. Þá má geta þess að fjögur sveitarfélög í uppsveitum Árnessýslu hafa undirritað samn- ing um sameiginlegan starfsmann til að sjá um Heilsueflandi samfé- lag hjá öllum sveitarfélögunum. Gunnar Kristinn Gunnarsson, sem hefur séð um verkefnið fyrir Bláskógabyggð, mun því vinna fyrir öll sveitarfélög í eitt ár. /MHH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.