Bændablaðið - 05.03.2020, Blaðsíða 42

Bændablaðið - 05.03.2020, Blaðsíða 42
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. mars 202042 Reglulega kemur upp sú undar­ lega umræða um að kúamjólk sé ekki holl og góð næring fyrir fólk á öllum aldri. Það er auðvitað ekki rétt og sem betur fer njóta fleiri og fleiri íbúar heimsins þeirra mik­ ilvægu forréttinda að geta neytt mjólkurafurða, með öllum þeim kostum sem slíkri neyslu fylgir og þeim mikilvægu næringarefnum sem neyslan ber með sér. Þrátt fyrir að mjólk og mjólkur­ vörur hafi verið mikilvægur næring­ arefnagrunnur mannkyns í þúsund­ ir ára, og er í raun samofin þróun mannkyns, þá er það því miður svo að ákveðinn hópur fólks í heiminum getur af einhverjum ástæðum ekki notið mjólkurafurða t.d. vegna óþols eða ofnæmis. Tækninni og þekk­ ingunni fleygir hins vegar fram og eftir því sem bætist í þekkingarbrunn þeirra sérfræðinga sem vinna við úrvinnslu matvæla aukast möguleik­ ar þeirra sem eru með ofnæmi eða óþol á því að geta líka notið þessara mikilvægu matvæla. Einn af hverjum átta Þó svo að hlutfall kúabænda og þeirra góðu starfsmanna sem vinna við afurðastöðvar hér á landi skipti ekki tugum þúsunda, þá er mjólkurframleiðsla og ­vinnsla ein stærsta ef ekki stærsta atvinnugrein heimsins. Samkvæmt áætlun frá IDF, sem eru alþjóðasamtök um mjólkurframleiðslu og ­vinnslu, þá hafa um 1 milljarður íbúa heimsins lífsviðurværi sitt af annaðhvort mjólkurframleiðslu, ­vinnslu eða ­sölu. Talið er að íbúar heimsins séu nú um 7,7 milljarðar og þannig er þessi eina atvinnugrein með um 13% vægi á heimsvísu. Fáar ef nokkrar aðrar atvinnugreinar í heiminum eru jafn umsvifamiklar og mikilvægar fyrir afkomu og næringu fólks. Greinin hefur þó átt undir högg að sækja á heimsvísu að undanförnu og skýrist það af bæði veðurfarslegum áhrifum í einstökum heimshlutum en einnig vegna neikvæðrar umræðu um sótspor greinarinnar. Því hefur nú þegar verið brugðist við og er staðan í dag gjörbreytt frá því sem áður var og í framtíðinni verður þessi mikilvæga atvinnugrein að fullu án sótspors. Þá hefur umræða um dýraafurðalaust fæði, sem reyndar er mest bundin við íbúa í hinum ríkari löndum heimsins, haft einhver áhrif en þó óveruleg. Fjölbreytt og staðgóð næring nauðsyn Í síðustu viku kom út skýrsla á vegum FAO, Matvæla­ og land­ búnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, en hún fjallar um með hvaða hætti neysla mjólkurafurða hefur gjörbreytt næringarástandi íbúa heimsins og hvernig neysla mjólkurafurða getur hjálpað við að draga úr vannæringu og hungri á heimsvísu (Dairy’s impact on red­ ucing global hunger, FAO 2020). Í skýrslunni kemur m.a. fram að hungur eða vannæring meðal íbúa heimsins er eitt af allra stærstu og umfangsmestu vandamálum heims­ byggðarinnar í dag. Vannæring orsakast ekki aðeins af ónógri fæðu heldur skapast ástandið fyrir tilstilli margra samverkandi þátta og má m.a. rekja til neyslu á röngu fæði. Vannæring er oft nefnd „hið ósýnilega neyðarástand“ þar sem skaðleg áhrif hennar eru oft aðeins toppurinn af ísjakanum og á mörg­ um svæðum er vannæring viðvar­ andi ástand og verða börn fyrir skaðlegum áhrifum hennar strax í móðurkviði. Skortur á fjölbreyttri og stað­ góðri næringu heldur svo áfram að gera þessum börnum erfitt um vik, gerir þau móttækilegri fyrir sjúkdómum og heftir líkamlegan og andlegan þroska þeirra. Meira en 800 milljónir svelta Talið er að árið 2017 hafi því miður 821 milljón manns búið við hungur. Þetta svarar til þess að einn af hverjum níu íbúum heimsins hafi búið við hungur! Það sem verra er, er að þessi hópur hefur farið stækkandi og er talið að fjöldi hungraðra í heiminum hafi aukist um 40 milljónir frá árinu 2014. Þegar talað er um hungur í þessu samhengi er rétt að taka fram að skilgreiningin á því er að fólk búi við fæðuskort og vannæringu auk þess að vanta upp á nauðsynlegan daglegan skammt af vítamínum og steinefnum. Meirihluti þessa fólks, sem býr við hungur, býr í löndum þar sem tekjur eru lágar eða í meðallagi. Þá er það sameiginlegt að oftast býr þetta fólk í dreifbýli og hefur lífsviðurværi sitt af landbúnaði. Samhengi hlutanna Fyrri skýrslur frá FAO hafa bent á skýrt samhengi á milli neyslu dýraafurða og bættrar nær­ ingarefnastöðu barna í dreifbýli hinna fátækari landa en í þessari nýju skýrslu er einungis horft til áhrifa mjólkurvöruneyslu. Skýrslan byggir á yfirlitssamantekt höfunda á fjölda rannsókna á áhrifum neyslu mjólkur og mjólkurafurða á vöxt og þroska fólks og kemur svo sem ekki á óvart að skýrt samhengi er þarna á milli og þá sérstaklega meðal barna. Börn sem eru vannærð vaxa minna og þroskast hægar en vel nærð börn og er munurinn óafturkræfur. Þá hefur vannæring barna einnig áhrif á þroska heilabúsins og eykur líkur á langvinnum sjúkdómum síðar á ævinni. Ótal aðrar rannsóknir hafa svo sýnt fram á jákvætt samhengi á milli mjólkurvöruneyslu og ýmissa jákvæðra áhrifa á líkamann eins og á heilavirkni svo dæmi sé tekið. Jákvæð áhrif mjólkurneyslu Í skýrslunni kemur fram að í 16 af 17 rannsóknum, þar sem skoðað Á FAGLEGUM NÓTUM Snorri Sigurðsson snorri.sigurdsson@outlook.com Framleiðsla líf rænt ræktaðra mat væla hefur farið mjög vaxandi á undan förnum árum í nágranna löndum okkar. He i ldar f ram le iðs la lífrænt vott aðra matvæla í Dan mörku telur nú rúm 11% af heildar­ framleiðslu þeirra sem er heimsmet. Svipaða sögu er að segja af aukinni framleiðslu líf­ rænna landbúnaðarafurða í flest­ um Evrópulöndum. Hér eigum við langt í land með að komast nærri þeirri tölu, allt of fáir fram­ leiðendur sinna þessari hlið mat­ vælaframleiðslu og er garðyrkjan þar engin undan tekning. Mikið er flutt inn af lífrænu grænmeti og ávöxtum sem hægt væri að fram­ leiða hér á landi því markaður­ inn fer ört vaxandi með aukinni umhverfisvitund neytenda. Heilnæmar afurðir og virðing fyrir umhverfinu Lífrænt ræktaðar matjurtir eru ekki aðeins framleiddar til að gefa neytendum kost á heilnæmu grænmeti án notkunar á tilbúnum áburði, kemískum varnarefnum og erfðatækni. Vakin hefur verið athygli á því að lífrænar ræktunaraðferðir stuðla að bættu umhverfi á svo margvíslegan hátt, til dæmis með nýtingu á lífrænu hráefni sem næringargjafa og aukinni kolefnisbindingu með heilbrigðri jarvegsrækt. Virðing fyrir náttúrulegum ferlum og verndun líffræðilegrar fjölbreytni eru atriði sem lífrænar ræktunaraðferðir taka mið af og skiptir meðvitaða neytendur sífellt meira máli. Garðyrkjuskólinn býður upp á nám í lífrænni matjurtaframleiðslu Á starfsstöð Landbúnaðar­ háskóla Íslands á Reykjum í Ölfusi er starfrækt sérstök námsbraut um lífræna matjurtaræktun svo fjölga megi menntuðum garð­ yrkjufræðingum í þeirri grein. Fjöl breytni einkenn­ ir skólastarfið. Kenndir eru grunnáfangar eins og grasafræði og plöntu líf­ eðlis fræði en einnig lífræn­ ar ræktunar aðferðir í gróð­ urhúsum og garðlöndum. Lögð er sérstök áhersla á umhverfis­ og samfélags­ lega ábyrgð fram leiðenda, jafnt gagnvart neyt endum og náttúru. Nemendur fá fræðslu um umhverfismál, grundvallaratriði vistfræði og sjálfbærni. Kennd er býflugna­ rækt til hunangsframleiðslu, gæðamál, dreifing og úrvinnsla afurða. Kennslan er að hluta til verkleg og er í boði bæði í staðar­ námi og fjarámi. Hægt er að fá frekari upplýs­ ingar og sækja um nám á lífrænu brautinni á Garðyrkjuskólanum næsta vetur á heimasíðu Land­ búnaðar háskóla Íslands: lbhi.is. Ingólfur Guðnason, námsbrautarstjóri garðyrkjuframleiðslu á Reykjum. GARÐYRKJUSKÓLI LBHÍ REYKJUM Landbúnaðarháskóli Íslands á Reykjum í Ölfusi: Námsbraut um lífræna ræktun matjurta á Reykjum Grænkál og grænir tómatar. Mjólk er góð bæði fyrir kálfa og fólk!Kirsiber. Lífrænt ræktaðar gulrætur. Í rannsóknum þar sem kafað var nánar ofan í næringarefnin kom í ljós að sterkt samhengi var á milli neyslu mjólkurpróteins og líkamshæðar og -þyngdar. Þá kemur einnig fram í skýrslunni að vanþroski barna er mun algengari, ef þau fá fyrst og fremst næringu sem eingöngu byggir á afurðum úr plönturíkinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.