Bændablaðið - 05.03.2020, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 05.03.2020, Blaðsíða 7
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. mars 2020 7 LÍF&STARF V ið upphaf síðasta vísnaþáttar birti ég vísu sem mátti skilja sem hún væri eftir sjálfan Svein Ásgeirsson. Líkt og fram kom, þá stýrði Sveinn vísnaþætti í Ríkisútvarpinu sem bar heitið „Vel mælt“. Til þáttarins fékk Sveinn gjarnan þekkta hagyrðinga, sem fóru með kveðskap sinn ellegar ortu á staðnum snjallar vísur sem varðveist hafa með þjóðinni. Einn þessara hagyrðinga var Guðmundur Sigurðsson eða Guðmundur frá Borgarnesi eins og hann titlaði sig á tímabili. Næsta víst má telja að Guðmundur frá Borgarnesi hafi verið gestur Sveins í tilvitnuðum vísna þætti, enda er vísan umrædda: „Magn ast himins myrkravöld o.s.frv.“ eftir Guðmund Sigurðs son. Framan af ævi var Guðmundur mjög róttækur í skoðunum, en sinnaðist við sálufélaga sína, meðal annars Rósberg og Kristján frá Djúpalæk, vegna misskiln ings og rangtúlkunar þeirra á einhverjum pólitískum kveðskap hans. Guðmundi þótti þetta miður og greri aldrei um þau sár fullkomlega. Allan ofanskráðan fróðleik hef ég frá syni Guðmundar, Guðmundi B. Guðmundssyni lækni, sem búsettur er í Reykjavík á 85. aldursári. Fágætur að allri gerð er Guðmundur B. Guðmundsson og afar fróður um kveðskap föður síns sem lést árið 1972. Þeir bræður Guðmundur og Óttar geðlæknir rituðu m.a. í ársrit Sögufélags Borgfirðinga grein um föður sinn í tilefni hundruðustu ártíðar hans. Í fágætum tölvupósti sem mér barst frá Guðmundi B. Guðmundssyni nýverið eru meðal annars ágætis þrjár vísur eftir föður hans. Í stórafmæli Andrésar í Síðumúla orti hann: Þótt lífið bæti tug og tug við tímann sem það gaf okkur, hefjum glös og hugarflug á hinum rennur af okkur. Nokkurrar róttækni gætir í þessari vísu Guðmundar frá Borgarnesi: Orðsins gandur ekki snar er að vanda staður. Heilagur andi aldrei var okkar bandamaður. Guðmundur frá Borgarnesi stýrði sjálfur vísnaþætti í útvarpinu sem hét „Komdu nú að kveðast á“. Margir þekktir hagyrðingar sendu þættinum vísur. Egill Jónasson á Húsavík sendi eitt sinn vísu sem var afar illskeytt og jaðraði við níð um vísnaþátt Guðmundar. Svarvísa Guðmundar var þessi: Egils kveðja er ekki mild, aldrei laus við kala. En þetta er kölluð þingeysk snilld og þýðir ekki um að tala. Guðmundur átti einhverju sinni erfiða sjúkrahúsvist. Undir miklum lasleika orti hann sína eigin dánartilkynningu með þessum snilldar hætti: Guðmundur Sigurðsson gaf upp önd í gærdag við iðran sanna. Fyrir okkar eigin hönd og annarra vandamanna. Við næstu vísu Guðmundar er svo felldur formáli. Eitt sinn sátu þeir Guðmundur og Steinn Steinarr inni á Hótel Skjaldbreið og kvað Guðmundur í gamni vísu til framreiðslustúlkunnar. Steinn fór síðar með vísuna fyrir Eirík Jónsson mennta- skólakennara sem síðan fór með hana fyrir Halldór Kiljan Laxness í Unuhúsi. Kiljan var þá með Íslandsklukkuna í smíðum og nýtti skáldið orðin „álfakroppurinn mjói“ úr vísu Guðmundar í lýsingu sinni á Snæfríði Íslandssól. Vísa Guðmundar varð landsfræg fyrir vikið: Margt er það sem milli ber mikinn þótt ég rói. Aldrei má ég unna þér álfakroppurinn mjói. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggð1@gmail.com 245MÆLT AF MUNNI FRAM Dómnefndin: Guðlín Ósk Bragadóttir, Lilja Dögg Alfreðsdóttir og Gréta Björg Jakobsdóttir með verðlaunamyndirnar. Tíu grunnskólanemar unnu til verðlauna í árlegri teiknisamkeppni – Metþátttaka í árlegri teiknisamkeppni 4. bekkinga í tengslum við Alþjóðlega mjólkurdaginn Nú liggja fyrir úrslit í teiknisamkeppni 4. bekkinga en um er ræða keppni sem haldin er í tengslum við Alþjóðlega skólamjólkurdaginn ár hvert. Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menn- ingarmálaráðherra tók þátt í valinu á verð- launamyndunum og var einstaklega stolt af sköpunarkrafti og hugmyndaflugi nemendanna og sagði keppni sem þessa vera mikilvæga og hvetjandi fyrir bæði nemendur og kennara. Rúmlega 1.500 myndir bárust frá 62 skólum Metþátttaka var í keppninni þetta skólaárið en rúmlega 1.500 myndir bárust frá 62 skólum alls staðar að af landinu. Tíu myndir voru valdar úr þessum mikla fjölda og hafa skóla- stjórnendum í viðkomandi skólum verið færð gleðitíðindin. Peningagjöf frá Mjólkursamsölunni Verðlaunahöfum eru veitt viðurkenningar skjöl fyrir teikningar sínar og til viðbótar er hver mynd verðlaunuð með 40.000 kr. peninga- gjöf frá Mjólkursamsölunni. Verðlaunaféð rennur óskipt í bekkjarsjóð viðkomandi og getur bekkurinn nýtt þá upphæð í að gera sér glaðan dag saman og efla liðsheild í samráði við umsjónarkennara og skólastjórnendur. „Myndefnið í keppninni er sem fyrr frjálst en má gjarnan tengjast mjólk og íslensku sveitinni eða hollustu og heilbrigði og er óhætt að segja að kýr og mjólkurfernur séu vinsælustu viðfangsefnin,“ segir Gréta Björg Jakobsdóttir, markaðsfulltrúi MS og einn af fulltrúum í dómnefnd keppninnar. „Hugmyndirnar eru óþrjótandi og hæfileikarnir með ólíkindum hjá 9 og 10 ára nemendum sem leggja margir hverjir gríðarlegan metnað í myndirnar sínar og eru núna að uppskera.“ Vinningshafar í teiknisamkeppninni skóla- árið 2019–2020 eru: Akvelina Darta Bruvere, Hrafnagilsskóla Álfrún Lóa Jónsdóttir, Hamraskóla Hanna Katrín Magnúsdóttir, Melaskóla Jón Emil Christophsson, Öxarfjarðarskóla Katrín Kristinsdóttir, Fellaskóla Reykjavík Katrín Líf Sigurðardóttir, Setbergsskóla Natalía Björk Kowalska, Árbæjarskóla Steinunn Ingvadóttir, Melaskóla Telma Lind Hákonardóttir, Holtaskóla Ugne Skyriute, Fellaskóla Reykjavík Dómnefndin þakkar 4. bekkingum kærlega fyrir þátttökuna og óskar vinningshöfum og skólunum þeirra innilega til hamingju. Verðlaunamyndirnar tíu, en allar myndir er jafnframt að finna á vef verkefnisins skolamjolk.is. Dómnefndarfulltrúarnir Gréta Björk Jakobsdóttir og Lilja dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra að störfum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.