Bændablaðið - 05.03.2020, Blaðsíða 48

Bændablaðið - 05.03.2020, Blaðsíða 48
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. mars 202048 MATARKRÓKURINN LÍF&LYST – BÆRINN OKKAR Á Gamla Hrauni 2 hefur verið búið nánast óslitið síðan við landnám. Hjónin Jón Ingi Jónsson og Jóhanna Sveinsdóttir keyptu jörðina árið 2009 sem hafði þá verið í eyði í nokkur ár og húsakostur var nánast að hruni kominn. „Við byrjuðum á að endurbyggja íbúðarhúsið og breyta gamalli hlöðu í fjárhús og fyrstu kindurnar komu þar inn haustið 2010. Við fluttum svo inn í íbúðarhúsið í júní 2011, en áður höfðum við stundað svínabúskap í 15 ár í Hrunamannahreppi og Ölfusi. Síðan 2011 höfum við svo verið að gera upp gamalt fjós, bátaskýli og eins hefur einn hrútakofi bæst við,“ segir Jóhanna. Býli: Gamla Hraun 2. Staðsett í sveit: Í Eyrarbakkahreppi hinum forna, sem heitir í dag Sveitarfélagið Árborg. Ábúendur: Við hjónin Jón Ingi Jónsson og Jóhanna Sveinsdóttir, ásamt dætrum okkar, Maríu Eir 22 ára og Önnu Sigríði 20 ára og fóstur- börnum. Fjölskyldustærð (og gæludýra): 6 manna fjölskylda, kettirnir Mollý og Torres og hundurinn Lubbi. Stærð jarðar? 50 hektarar, þar af 15 hektara tún. Gerð bús? Sauðfjárbú af minni gerðinni. Fjöldi búfjár og tegundir? Í dag erum við með 40 kindur, 5 hross og 5 hænur. Við gerðum heiðarlega tilraun til að vera með geitur og ali grísi en það var ekki alveg að ganga upp þar sem þau voru með einbeittan brotavilja sem reyndi verulega á þolrifin hjá ábúendum. Hvernig gengur hefðbundinn vinnu dagur fyrir sig á bænum? Hér er farið á fætur kl. 7 alla virka daga, en þá fer húsbóndinn til sinnar vinnu utan heimilisins og sinnir svo bústörfunum þess á milli. Frúin sinnir börnum og búi yfir daginn, en við erum líka fósturforeldrar, ásamt því er hún handverkskona og stendur vaktir í Gallerý Gimli á Stokkseyri. Svo fer það auðvitað eftir árstíð hvað verið er að gera á bænum en dagurinn er sjaldan nógu langur að okkar mati. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Það er einfaldlega bara allt skemmtilegt sem viðkemur bústörfunum, en þó alltaf leiðin- legt að þurfa að fella dýr. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Ætli hann verði ekki bara svipaður og hann er, þó það eigi alltaf að fækka fénu á hverju hausti, en frúin fyllist alltaf valkvíða þegar velja á lífgimbrar og endar alltaf með of margar að mati bóndans. En svo stefnum við að því að fara út í skógrækt líka. Hvaða skoðun hafið þið á félags­ málum bænda? Við teljum að félagsmál bænda séu mjög mikilvæg og eigi þeir bestu þakkir fyrir sem þeim sinna. Hvernig mun íslenskum land­ búnaði vegna í framtíðinni? Okkur finnst slæm þróun að stöðugt sé verið að auka innflutning á erlendu kjöti og grænmeti. Einnig höfum við áhyggjur af framtíð hefðbundinna fjölskyldubúa sem gæti orðið undir í samkeppni við verksmiðjubúin. Hvar teljið þið að helstu tæki­ færin séu í útflutningi íslenskra búvara? Við teljum að helstu tækifærin í útflutningi íslenskra landbúnaðarafurða liggi í því að viðhalda hreinleika, heilbrigði og gæðum þeirrar vöru sem við framleiðum. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, ostur, smjör og svo slatti af sultum og sósum. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambakjöt og fiskur. Eftirminnilegasta atvikið við bú störfin?Ætli það sé ekki bara þegar við sóttum fyrstu kindurnar okkar haustið 2010, en þær koma frá Hofi í Öræfum. Við lögðum af stað að morgni með fullan bíl af börnum og hestakerru en þegar komið var á Vík bilaði bíllinn en bóndinn á Hofi var svo almennilegur að koma á móti okkur með kindurnar og góður vinur okkar kom svo með annan bíl og kerru til Víkur til að flytja menn og dýr heim á Gamla Hraun. Bleikir fiskar úr eldi eða ám Margir elska bændableikju eða bara lax úr næstu matvörubúð. Það er hægur leikur að elda fljótlega og góða rétti úr slíku hráefni. Bleikja með lauk, steinselju og piparrót › 8 litlir vorlaukar eða litlir blaðlaukar › 3 bleikjuflök › salt og sykur og sítrónubörkur › 200 ml rjómi Skerið laukinn niður og leggið til hliðar. Sjóðið blaðlaukinn í 6-10 mínútur í saltvatni. Kælið og geymið. Notið ögn af rjóma til að hita blaðlaukinn upp í, áður en maturinn er borinn fram. › 2 knippi steinselja › 200 ml góð ólífuolía Setjið nokkur lauf af steinselju í ísbað og notið sem skraut. Gott er að strá salti, sykri og sítrónuberki yfir fiskinn og láta liggja á fisknum í 20 mínútur. Síðan skolað af saltið og þerrað. Svo má létt steikja eða sjóða eftir smekk. Bleikja elduð að 50 gráðum í kjarna á pönnu því hún er ekki eins góð ofelduð. Sett á disk ásamt rjóma, soðnum blaðlauk og ögn af olíu sem er búið að vinna steinselju saman við í blandara eða mortéli. Gott er að rífa ferska piparrót yfir með fínu rifjárni. Lax, fennel, agúrka og spínat › Hrökkbrauð/laufabrauð › 180 g próteinríkt hveiti › 80 g af vatni › 1 knippi salt › 2 msk. ólífuolía › 30 g þari af eigin vali, til dæmis söl eða beltisþari › 10 g fennelfræ › Olía til steikingar Dagur 1: Hrærið saman mjöli, vatni, salti og ólífuolíu í deig. Setjið deigið í plastpokann og látið kólna yfir nótt. Dagur 2: Fletjið út með pastavél eða fínt með höndum (erfitt). Toppið með þara og söxuðum fennelfræjum. Bakað undir fargi – með smjörpappír í ofni á 170 gráðum í um fimm mínútur. Takið fargið og haldið áfram að baka í um fjórar mínútur til viðbótar. Takið þá úr ofninum. › Ein og hálf matskeið fennelfræ › 1 dl majónes › hálf sítróna safi › salt Ristið fennelfræ og bætið í majónesið. Látið liggja þar að lágmarki í tíu mínútur. Smakkið til með sítrónu og salti. Hrátt fennel › 4 stk. fennel Skerið fennel þunnt með rifjárni og geymið í köldu vatni. Fennelsafi og gúrka › Hálft fennel › 0,5 dl olía › 1 tsk. salt › 0,5 gúrka Kryddið gúrku sem búið er að skera í bita. Skraut › 10 g dilllauf › 10 g lauf af fennel Penslið hrökkbrauðið með fennel- majó, steikið laxinn þar til hann er eldaður og setjið ofan á hrökkbrauðið. Skreytið með fennel, spínati og dilli. Bjarni Gunnar Kristinsson Matreiðslumeistari Gamla Hraun 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.