Bændablaðið - 23.04.2020, Side 2

Bændablaðið - 23.04.2020, Side 2
Bændablaðið | Fimmtudagur 23. apríl 20202 Sláturleyfishafar hafa töluverðar áhygjur af að erfiðlega geti gengið að manna sláturhúsin í landinu í haust af vönu starfsfólki. Stór hluti starfsmanna á hverri slátur­ tíð kemur frá útlöndum, í stórum stíl frá Póllandi og víðar. Sama fólkið kemur gjarnan ár eftir ár í sömu sláturhúsin, vant fólk sem þekkir vel til verka og heldur afköstum uppi. Mál þurfa að skýrast fljótlega Björn Víkingur Björnsson, fram­ kvæmdastjóri Fjallalambs á Kópaskeri, segir að nú viti menn ekki hvernig staðan verði að hausti, „en við erum farin að hafa verulegar áhyggjur,“ segir hann. Fjallalamb er háð því að fá til starfa erlent vinnuafl. Rúmlega 30 erlendir starfsmenn hafi að jafnaði starfað hjá Fjallalambi yfir sláturtíðina. Björn Víkingur kveðst búast við að fleiri Íslendingar verði á lausu en vanalega, „en það er alveg ljóst að það mun ekki duga okkur“. Hann segir að reynsla frá því í hruninu fyrir rúmum áratug hafi verið sú að þá hafi fleiri Íslendingar boðið fram krafta sína í sláturtíð, en alls ekki nægilega margir. „Við vilj­ um ekki taka neina áhættu varðandi Covid þannig að það verður að vanda mjög til verka í ráðningarferlum. Ráðningar á erlendu vinnuafli hefj­ ast venjulega í maí þannig að þetta þarf að skýrast sem fyrst.“ Ógerlegt að manna sláturtíð með innlendu afli eingöngu Ágúst Torfi Hauksson, fram­ kvæmda stjóri hjá Norðlenska, segir að þar á bæ sé farið að spá í sláturtíð. „Við hófum þann undirbúning að nokkru leyti strax við lok þeirr­ ar síðustu,“ segir hann. Gerir hann ráð fyrir að hömlur verði á ferðum manna langt fram eftir sumri og mögulega inn í haustið, sem setji þá öll plön um starfsmenn í sláturtíð í uppnám. „Mjög stór hluti sláturtíðarfólks hjá okkur kemur erlendis frá, ætli það séu ekki 80% eða svo af þeim sem við fáum inn í sláturtíðina sjálfa. Við erum að huga að þessum málum en höfum ekki farið svo langt enn að huga að undanþágum. Það er þó ljóst að ákveðinn hluti starfsfólks í slátur­ tíð þarf að vera vanur slíkum störfum og sú reynsla er því miður ekki mikil innanlands núorðið. Það er því ólík­ legt að gerlegt sé að manna sláturtíð eingöngu með innlendu vinnuafli þetta haustið. Þau störf sem ekki krefjast starfsreynslu gætum við vel hugsað okkur að manna að meira leyti með innlendum starfsmönnum verði það mögulegt,“ segir Ágúst Torfi. Leitum nýrra leiða ef þörf verður á „Við setjum dæmið upp þannig núna að litlar eða engar hömlur verði á því að erlent starfsfólki komi til starfa í sláturtíð á Íslandi í haust,“ segir Gunnhildur Þórmundsdóttir, sláturhússtjóri hjá SAH afurðum á Blönduósi. „Ef sú staða kemur upp þá munum við bregðast við þegar þar að kemur.“ Gunnhildur segir að allt að 140 manns starfi hjá SAH afurðum í slát­ urtíð, um 95 manns bætist við þann 40 til 45 manna hóp sem þar starfar árið um kring. Bróðurpartur þess fólks er erlent vinnuafl, einkum frá Póllandi og eins í nokkrum mæli frá Bretlandi. Hún segir að flestir komi ár eftir ár og um sé að ræða vant fólk sem vel kunni til verka. Það geri að verkum að sláturtíð gangi snurðu­ laust fyrir sig alla jafna. „Við höfum verið heppin með starfsfólk, hingað kemur sama fólkið ár eftir ár, þræl­ vant og duglegt,“ segir Gunnhildur. Hún segir að umsóknir um störf í sláturtíð í haust séu þegar farnar að berast og eins og staðan er nú sé gengið út frá því að engar hömlur verði settar á ferðir fólksins hingað til lands þegar kemur fram á haustið. „Við höldum okkar striki með undir­ búning sláturtíðar á þann veg að hún verði óbreytt, en munum bregðast við ef þörf verður á því. Það finnst alltaf leið,“ segir Gunnhildur. Ekkert erlent vinnuafl hjá Sláturhúsi Vesturlands Hjá Sláturhúsi Vesturlands í Borgarnesi eru 10 stöðugildi, en Anna Dröfn Sigurjónsdóttir gæðastjóri segir húsið hafa þá sérstöðu vegna smæðar sinnar að geta kallað til starfsfólk af svæðinu þegar svo ber undir. „Það vill svo skemmtilega til hjá okkur að allir starfsmenn og eigendur eru bændur eða sveitafólk. Yfir sláturtíð bætast aukahendur við til starfa hjá okkur en það hefur enn ekki komið til þess að við höfum ráðið erlent vinnuafl. Takmarkanir á ferðalögum sem hugsanlega verða í haust hafa því lítil sem engin áhrif á starf­ semi hússins,“ segir Anna Dröfn Sigurjónsdóttir. /MÞÞ FRÉTTIR Erlendir starfsmenn hafa borið uppi störfin í sláturhúsum í sláturtíð en óvíst að þeir komi vegna COVID-19: Talið nær ógerlegt að manna sláturtíð eingöngu með innlendu vinnuafli Gunnhildur Þórmundsdóttir, slátur- hússtjóri hjá SAH. Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmda­ stjóri hjá Norðlenska. Björn Víkingur Björnsson, fram­ kvæmda stjóri Fjallalambs. Anna Dröfn Sigurjónsdóttir, gæða­ stjóri hjá Sláturhúsi Vesturlands. „Þetta er heilmikið tækifæri og spennandi tímar fram undan,“ segir Gunnhildur Þórmunds­ dóttir, sem tekið hefur við starfi sláturhússtjóra SAH afurða á Blönduósi. Hún tekur við starf­ inu af Gísla Garðarssyni, en hann hafði starfað hjá fyrirtækinu í 48 ár, frá árinu 1972, og lengst af sem sláturhússtjóri. „Ég veit að ég er að taka við miklu og krefjandi starfi en tel mig vel í stakk búna að mæta þeim kröf­ um sem starfinu fylgja, en það má orða það sem svo að ég sé nánast alin upp í fyrirtækinu.“ Gunnhildur er menntaður kjöt­ iðnaðarmaður og lærði iðnina hjá SAH afurðum. Hún er fædd og upp­ alin á Blönduósi en á ættir að rekja í Húnavatnssýslu og Skagafjörð. Dvaldi hún gjarnan hjá ömmu sinni og afa í Skagafirði og komst ung að árum í kynni við sauðfé. „Ég var að stússast í kindunum eins margar helgar og hægt var sem barn og kunni því vel,“ segir hún. Spurð um hvort það hafi ráðið einhverju um val á þeirri menntun sem hún aflaði sér segir hún að það megi vel vera. Nefnir líka að 14 ára gömul hafi hún fengið starf í kjötborðinu í Kaupfélaginu á Blönduósi og fund­ ist það mjög skemmtilegt. „Mig langaði að læra kjötiðn, gerði það og sé ekki eftir því vali,“ segir hún. Létuð þið stelpu vinna ykkur? Gunnhildur hóf sitt nám árið 2000 og útskrifaðist árið 2004. „Mörgum þótti valið á ævistarfinu nú ekki gera sig fyrir mig og spurðu í for­ undran hvort ég ætlaði að verða kjötiðnaðarmaður,“ segir hún. Á námsárunum vann hún í nema­ keppni og segir að í stað þess að yfir sig rigndi hamingjuóskum hafi orðunum verið beint til sam­ nemenda, strákanna með þessum orðum: Hvað, létuð þig stelpu vinna ykkur?! Gunnhildur segist hafa mikið keppnisskap og þetta hafi bara stappað í sig stálinu. Góður andi Eftir námið hóf hún störf hjá Kjarnafæði og starfaði þar til ársins 2013 þegar hún flutti aftur í heimahagana og tók við starfi hjá SAH afurðum. Hún fékk nasa­ þef af störfum sláturhússtjóra á liðnum vetri þegar hún starfaði við hlið Gísla. „Mér líst vel á þetta nýja starf. Ég þekki vinnustaðinn út og inn eftir að hafa starfað hér um árabil, bændurna sem leggja inn hjá okkur þekki ég líka vel og samskiptin við þá eru góð, en það skiptir miklu máli,“ segir Gunnhildur.“ Það er góður andi í fyrirtækinu, starfsumhverfið er gott og samfélagið hér á Blönduósi er til fyrirmyndar, þannig að á betra verður varla kosið.“ Stór vinnustaður sem skiptir samfélagið máli Ársstörf hjá SAH afurðum eru um 45 en verulega bætist við í starfs­ mannahópnum þegar sláturtíð stendur yfir að hausti. Þá starfa allt að 140 manns hjá fyrirtækinu. Gunnhildur segir vinnustaðinn skipta verulegu máli fyrir sam­ félagið á Blönduósi, þetta sé stór vinnustaður, burðarás í atvinnulífi og skapi fjölda afleiddra starfa. „Það er vel af sér vikið að ná að halda úti þetta fjölmennum vinnu­ stað yfir allt árið og raun ber vitni. Við erum stolt af því,“ segir hún. Helstu verkefni SAH afurða eru sauðfjár­ og stórgripaslátrun, sögun, úrbeining og reyking. Þá framleiðir félagið hina margrómuðu og sívin­ sælu sviðasultu sem selst vel árið um kring. /MÞÞ Sláturhússtjóraskipti hjá SAH afurðum á Blönduósi: Spennandi tækifæri að takast á við krefjandi starf – segir Gunnhildur Þórmundsdóttir, ein fárra kvenna í stöðu sláturhússtjóra Gunnhildur Þórmunds dóttir hefur tekið við starfi sláturhússtjóra SAH afurða á Blönduósi. Gísli Garðarsson lét af störf- um sláturhússtjóra um síðustu mánaða mót, hann hóf störf árið 1972 og hafði þá starfað við fyr- irtækið í 48 ár, lengst af sem slát- urhússtjóri. Vetrarsól er umboðsaðili Sláttuvélar & sláttuorf Snjóblásarar Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is Gulltryggð gæði 40 ár á Íslandi Sláttutraktorar

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.