Bændablaðið - 23.04.2020, Page 6

Bændablaðið - 23.04.2020, Page 6
Bændablaðið | Fimmtudagur 23. apríl 20206 Eftir að mánuður er liðinn frá því að tak- markanir voru settar á samkomur og ferð- ir fólks þá grillir í vorið. Þessi tími hefur reynst mörgum erfiður en vonandi lætur kórónuveiran brátt undan svo við getum farið að lifa eðlilegu lífi. Viðbragðsteymi Bændasamtakanna, sem sett var á fót vegna kórónufaraldursins og áhrifa hans á landbúnað, hefur haldið 18 fundi frá miðjum mars. Þar hefur verið brugðist við þeim atriðum sem upp hafa komið hverju sinni. Samtökin hafa liðsinnt bændum og fyrirtækjum í gegnum þessar sér- stöku aðstæður. Upplýsingar og leiðbeiningar hafa birst á vef Bændasamtakanna og einnig á vef Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins. Fjölmörg atriði hafa komið inn á borð sam- takanna, svo sem afleysingar, starfsskipulag í matvælafyrirtækjum, skráning afurðatjóna, upplýsingar um fóðurstöðu og margt fleira. Samstarf við stjórnvöld hefur verið til fyrir- myndar og allir hafa lagst á eitt. Getum við mannað sláturhúsin í haust? Nýjasta viðfangsefnið er að mæta vinnuafls- þörf á sauðburði og síðar í sláturtíð. Það er von að menn spyrji hvernig manna eigi slát- urhúsin í haust ef að ferðatakmarkanir verða enn við lýði. Á síðustu árum hafa nokkur hundruð manns komið erlendis frá á hverju hausti til þess að vinna í sláturtíð. Ég hvet slát- urleyfishafa til að horfa til þess að nota innlent vinnuafl eins og hægt er þar sem atvinnuleysi er í sögulegu hámarki. Bændasamtökin eru í samskiptum við hagsmunaaðila um að nálg- ast málið á þann hátt svo vinna megi gegn atvinnuleysi í landinu. Endurskoðun garðyrkjusamnings gefur góð fyrirheit Unnið er að endurskoðun á búvörusamningi við garðyrkjuna og eru viðræður bænda og ríkisvaldsins á lokastigi. Í samningnum fel- ast ýmis tækifæri fyrir garðyrkjuna. Má þar nefna aukinn stuðning við útirækt, rannsóknir og ráðgjafarstörf ásamt sérstökum stuðningi til eflingar lífrænnar ræktunar. Hvet ég garð- yrkjubændur til að nýta tækifærin sem felast í samningnum, en hann verður kynntur sér- staklega þegar búið verður að undirrita hann. Í framhaldi af frágangi á garðyrkjusamningi er fyrirhuguð endurskoðun á rammasamningi landbúnaðarins og er stjórn Bændasamtakanna að undirbúa þá vinnu. Þéttum raðir bænda Með hækkandi sól og auknu ferðafrelsi er nauðsynlegt fyrir stjórn BÍ að fara að vinna að félagskerfisbreytingum sem samþykkt var á síðasta Búnaðarþingi. Þar horfum við til að þétta raðir bænda og efla hagsmuna- gæsluhlutann sem ég tel lífsnauðsynlegan fyrir samtökin. Undanfarnar vikur hafa framkvæmdastjórar búgreinanna komið að viðbragðsteyminu og hefur þessi hópur unnið sem einn maður. Miklir möguleikar felast í þeim mannauði sem við höfum að- gang að og er nauðsynlegt að taka samtalið um hvort ekki megi ná fram auknu hagræði með breytingum. Það verður unnið í þessum atriðum í framhaldi af kórónufaraldrinum sem hefur í raun tekið allan tíma og orku stjórnarmanna fram til þessa. Við hlökkum til að eiga samtalið þegar fram í sækir. Horfum til styrkleika landbúnaðarins Nú þegar margar leikreglur eru öðruvísi en þær voru í upphafi árs er nauðsynlegt að horfa til styrkleika framleiðslugreina á Íslandi. Þar mun landbúnaðurinn skipta miklu á grundvelli fæðuöryggis til fram- tíðar. Það verður ekki hjá því komist að horfa til alþjóðasamninga og þá ekki síst við Evrópusambandið á grundvelli útgöngu Breta. Þar köllum við eftir því að landbún- aðurinn komi að þeirri endurskoðun. Það þarf nauðsynlega að styrkja skilgreiningar á tollum og vörum sem bera tolla. Það er von mín að við fetum spor til framtíðar í þeim efnum sem setja hagsmuni Íslands í öndvegi. Bændablaðið kemur út 24 sinnum á ári. Því er dreift ókeypis á yfir 400 stöðum á landinu og á öll lögbýli landsins. Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti gegn greiðslu. Árgangurinn kostar þá kr. 10.900 með vsk. (innheimt í tvennu lagi). Ársáskrift fyrir eldri borgara og öryrkja kostar 5.450 með vsk. Heimilisfang: Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294–2279 Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar − SKOÐUN Efnahagskerfi heimsins standa gjörsam- lega á haus þessa dagana vegna áhrifa af COVID-19 sjúkdómsfaraldrinum. Hrun hefur orðið í mörgum atvinnugreinum og olíuframleiðendur í Bandaríkjunum eru meira að segja farnir að borga með olíunni til geymslu. Þrátt fyrir stöðuna í efnahagsmálum heimsins og hrun á olíuverði m.a. á Brent markaði niður fyrir 10 dollara á tunnu þá virðist íslenskur veruleiki stundum vera á öðru tilverustigi. Hér sýnist manni elds- neytisverð t.d. alls ekki fylgja lögmálum hagfræðinnar um framboð og eftirspurn og lækka í takt við stöðuna á heimsmarkaði. Að vísu er ódýrt að skella allri þeirri skuld við neytendur á innflytjendur og söluaðila, því töluverður hluti verðsins er tilbúinn íslenskur skattheimtuveruleiki. Hann fylgir engum markaðslögmálum, heldur aðeins duttlungum stjórnmálamanna. Það er fleira í íslenska hagkerfinu sem fylgir engum venjulegum lögmálum. Þar eru vaxtamálin ofarlega á blaði. Nú eru t.d. stýrivextir Seðlabankans komnir niður í 1,75% á meðan verðbólgan er 2,1%. Þrátt fyrir lækkun stýrivaxta sem æpt hefur verið á í mörg ár, þá er sú lækkun ekki að skila sér til venjulegra lántakenda. Innlánsvextir eru síðan nær engir og ef mönnum er á annað borð hleypt inn í bankana, þá verða menn að greiða sérstaklega fyrir það að sækja þangað þá peninga sem þeir lánuðu bönkunum til að spila með. Nú ganga menn í gegnum margháttað- ar afleiðingar af sjúkdómsfaraldri. Þar eru efnahagslegar afleiðingar stærð sem enginn veit hver verður. Eitt verður þó alveg á tæru eins og alltaf, bankar og slík fjármálafyrir- tæki munu hafa allt sitt á þurru hvað sem á gengur. Þó allur almenningur verði látinn borga brúsann af þeirri efnahagslægð sem við siglum nú inn í eins og alltaf áður, þá munu bankar og aðrar fjármálastofnanir vera stikkfrí í þeim efnum ef dæma má af viðbrögðum ráðamanna að undanförnu. Í efnahagskrísunni 2008, sem var bein afleiðing af glæfraskap samviskulausra og siðspilltra spilafíkla á fjármálamörkuðum, voru gerð fjölmörg mistök. Ein stærstu mistökin hér á landi sem kostuðu tugþús- undir manna aleiguna var að taka ekki verð- trygginguna úr sambandi, stöðva vaxtatöku á peningum og setja greiðslustöðvun á hús- næðislán. Ekki verður annað skilið en að nú eigi að endurtaka nákvæmlega sömu mistökin. Afleiðingarnar af mistökunum í krepp- unni 2008 urðu þær að stóreignamenn stórgræddu þegar venjulegar fjölskyldur í fasteignakaupum komust í greiðsluþrot. Eignamönnum var gefið skotleyfi á þetta fólk og rökuðu til sín eignum þeirra á hrakvirði. Fengu snillingarnir meira að segja meðgjöf frá ríkinu til þeirra hryðju- verka. Þeir fengu afslátt á krónukaup hjá Seðlabankanum fyrir það að koma með gjaldeyri úr erlendum skúmaskotum sem þeim hafði tekist að skjóta undan fyrir hrun. Í ýmsum rekstri eins og ferðaþjónustu var í einhverjum tilfellum búið til mikið misvægi þegar sumir fengu að fullu afskrif- aðar skuldir en aðrir ekki. Nú virðist þetta líka vera að endurtaka sig, m.a. hjá þeim bændum sem farið hafa út í að byggja upp í ferðaþjónustu. Í stað þess að menn fái að stöðva greiðslur tímabundið þá virðist eiga að bjóða upp á flókna og rándýra endurfjár- mögnunarsamninga. Nú stendur ríkið uppi með það að eiga tvo stóra banka og geta í gegnum þá stýrt aðgerðum til að koma í veg fyrir að brjál- æðið frá 2008 endurtaki sig. Fróðlegt verður að fylgjast með hvort stjórnmálamenn hafi kjark til þess með fjársterka peningamenn andandi ofan í hálsmálið á þeim. Þá mun líka koma í ljós fyrir hverja íslenskir ráða- menn eru í raun að vinna. /HKr. Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0339 − Rekstur og markaðsmál: Tjörvi Bjarnason tjorvi@bondi.is – Blaðamenn: Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is – Auglýsingastjóri: Guðrún Hulda Pálsdóttir ghp@bondi.is – Sími: 563 0303 – Netfang auglýsinga: augl@bondi.is − Vefur blaðsins: www.bbl.is − Netfang blaðsins: (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Frágangur fyrir prentun: Ágústa Kristín Bjarnadóttir – Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Dreifing: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621 ÍSLAND ER LAND ÞITT Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands gunnar@bondi.is Bólstaðarhlíðarbrekka á þjóðveginum um Vatnsskarð milli Skagafjarðarsýslu og Húnavatnssýslu. Ekið er í vestur yfir Víðivörðuháls og hér blasir Bólstaðarhlíðarfjall við í baksýn. Á sléttunni fyrir neðan brekkuna er hið fræga samkomuhús Húnaver þar sem margar samkomur hafa verið haldnar sem komist hafa í fréttir, allt frá því húsið var reist á sjötta áratug síðustu aldar. Þar voru t.d. haldnar þrjár úti há tíðir um versl un­ ar manna helg ina á árunum 1989–91 á vegum Jak obs Frí manns Magn ús sonar og Stuð manna. Sú fyrsta þeirra var einna fræg ust, en þar mættu alls 7–8 þús und manns. Skrautlegar lýsingar voru af þessu samkomuhaldi og í Tímanum var því lýst þannig að þar hafi verið stans laus tón list í þrjá og hálfan sól ar hring. – „Drukknir ung ling ar, sof andi, dans andi, hlæj andi, í fam lög um; skríð andi vafr andi, grát andi, leit andi. Rusl, enda laust rusl, fjúk andi papp ír, bjór dós ir, gos dós ir, gos flöskur, vín flösk ur.“ Mynd / Hörður Kristjánsson Endurtekin mistök? Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga Miðnætursól í Dýrafirði. Mynd / HKr.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.