Bændablaðið - 23.04.2020, Page 7

Bændablaðið - 23.04.2020, Page 7
Bændablaðið | Fimmtudagur 23. apríl 2020 7 LÍF&STARF Ú tgefinn hefur verið, á tveimur geisladiskum, kveðskapur Óskars Sigurfinnssonar í Meðalheimi á Ásum. Diskunum fylgir eins konar umsögn í stökuformi eftir Eirík Grímsson. Eiríkur er fæddur á Ljótshólum í Svínavatnshreppi, en nú búsettur í Reykjavík. Eiríkur var hollur liðsmaður við söfnun á vísum Óskars og vísan sem fylgir vísnasafninu einkar lýsandi fyrir kveðskap Óskars: Einn ég þekki öðlingsmann, aldrei honum gleymi. Yrkja fáir eins og hann Óskar í Meðalheimi. Næstu vísur eru teknar úr ofangreindu vísnasafni Óskars. Nú geisar veiruvá mikil í landinu. Það hefur svo sem áður gerst. Óskar orti undir slíkum faraldri á einhverjum tíma: Áhættu á smiti skal útiloka í utanlandsferðum hér. Í flughöfn lætur þú fötin í poka og ferð svo heim til þín ber. Heitir pottar við heimahús og á sundstöðum eru orðnir algengir, og vinsælt mjög að „fara í pottinn“. Um eina slíka ofaníferð orti Óskar næstu tvær vísur: Heitur pottur yljar enn, alltaf lukku gerir. Þangað fóru margir menn misjafnlega berir. Potturinn er athvarf enn, ýmsra leysir þrautir. Þaðan komu margir menn misjafnlega blautir. Það er broddur í þessari fallegu vísu Óskars. Einmitt núna, á tímum fullkominnar brag­ villu í kveðskap, fágætt bænarefni: Guð má okkur gjarnan styrkja og gleðja – nema hvað, og hjálpa þeim sem eru að yrkja en ekki geta það. Stór hluti vísna Óskars er ortur undir hr­ inghenduformi. Þar sem nú örlar ögn á vor­ komunni, og yfirlæknirinn á Vogi meira að segja kominn aftur til starfa þar, er vænting um vorkomu í þessari vísu Óskars: Horfna gleði og gamanmál getur skeð mig dreymi, vínið meðan vermir sál vorar í Meðalheimi. Meira verður af efni frá Óskari síðar. Benedikt hét maður og var Einarsson. Hann var fæddur árið 1796, var bóndi og smiður og bjó í Hnausakoti í Miðfirði. Hann var ágætur hagyrðingur en fékkst aukinheldur ögn við lækningar og þótti farnast vel. Jósep Skaftason læknir gefur honum þó þá umsögn í læknaskýrslu, að vera „hinn frægi orma­ læknir“. Eitthvað hafði og Blöndal sýslu- maður haft um læknisverk Benedikts að athuga. Undir þessu andstreymi orti Benedikt um þá Blöndal og Jósep Skaftason: Mörgum til meins og ama, myndað af vondri rót. Rangsleitni rækja tama, réttvísi þvert á mót. Hrekkvísis hlaup á skautum hafa báðir óklén eftir bölvunarbrautum Blöndal og Skaftasen. Kveðskapurinn barst til eyrna Jósepi lækni og sýslumanni, og ávíttu þeir Benedikt fyrir. Benedikt hafði uppi þær varnir, að vísunni hefði verið breytt fyrir sér, en frá hans hendi hefði hún verið svona ort: Mörgum til mikils frama, myndað af góðri rót. Réttvísi rækja tama rangsleitni þvert á mót. Hjálpræðis hlaup á skautum hafa báðir óklén eftir blessunarbrautum Blöndal og Skaftasen. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggð1@gmail.com 248MÆLT AF MUNNI FRAM COVID-19 og áhrif á landbúnað: Skráning á afurðatjóni Á Bændatorginu er nú aðgengilegt skráningarform fyrir bændur til þess að skrá afurðatjón og tekjutap vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins. Bændasamtökin hafa leitt viðbragðs­ teymi vegna COVID­19 sem hefur það hlutverk að samhæfa aðgerðir, vera í sam­ skiptum við stjórnvöld, koma á afleysinga­ þjónustu og miðla upplýsingum um það sem varðar landbúnað. Hópurinn hefur fundað annan hvern dag síðustu vikur. Viðbragðsteymið taldi það mikilvægt að til sé skráningarform fyrir framleiðendur vegna afurðatjóns sem af ástandinu gæti skapast. Bændur hvattir til skráningar Á Bændatorginu geta bændur og aðilar í ferðaþjónustu sem eru félagar í BÍ skráð afurðatjón undir liðnum „Afurðatjón bænda v. COVID­19“. Þar er hægt að skrá inn það tjón sem bændur telja sig hafa orðið fyrir og rekja má til ástandsins vegna faraldursins. Unnt er að skrá afurðatjón, kostnað vegna breytinga á vinnuliðum, vegna heima­ veru starfsfólks, tapaðar gistinætur o.fl. Skráningarnar verða notaðar til að leggja mat á það tjón sem bændur kunna að verða fyrir og í framhaldinu til að sækja um fjár­ magn til þess að koma til móts við það. Ekki hafa fengist nein vilyrði fyrir bætingu tjóns en bændur eru engu að síður hvattir til þess að skrá allt tjón niður. Ef spurningar vakna hjá bændum þá er þeim vinsamlegast bent á að hafa samband við RML sem mun halda utan um skráningarnar. Síminn hjá RML er 516­ 5000 og netfangið er rml@rml.is. Félagsgjöld Bændasamtaka Íslands árið 2020 Á nýliðnu Búnaðarþingi voru samþykktar umtalsverðar breytingar á félagsgjöldum Bændasamtakanna úr föstu gjaldi yfir í þrepaskipt veltutengt gjald. Upplýsingar um veltu af landbún­ aðarstarfsemi vegna félagsgjalda 2020 eru samkvæmt rekstrarframtali 2019. Miða skal við rekstrartekjur samtals að undan­ skildum söluhagnaði og öðrum tekjum en af landbúnaði. Nú er félagsgjaldið sett fram í tólf þrepum þar sem lægsta þrepið er 18.000 krónur, en hæsta þrepið með veltuviðmið yfir 85 m.kr. er nú 212.000 krónur. Fulla aðild geta átt einstaklingar og lögaðilar sem stunda búrekstur í atvinnuskyni. Aðildin veitir full réttindi fyrir tvo einstaklinga. Félagsgjaldið verður innheimt samkvæmt meðfylgjandi töflu og til viðbótar verða auk þess innheimtar 2.000 krónur í Velferðarsjóð. Ef fleiri en tveir aðilar standa að búrekstrinum þá er félagsgjaldið 18.000 krónur fyrir hvern félagsmann umfram það. Þeir sem eru með aukaaðild og kjósa að styðja við Bændasamtökin án atkvæðisréttar eða félagslegra réttinda greiða einnig 18.000 krónur. Styrkir tekjugrunn BÍ Ástæður fyrir breytingunni eru nokkrar. Aðalmarkmiðið er að mæta betur þörfum ólíkra hópa og um leið að gera sem flestum bændum kleift að vera í heildarsamtökum bænda. Ljóst var að styrkja þyrfti tekjugrunn samtakanna í gegnum félagsgjöldin til að tryggja rekstur samtakanna. Á liðnu Búnaðarþingi voru þær breytingar gerðar á samþykktum BÍ að ekki er skilyrði fyrir aðild að samtökunum að viðkomandi aðili sé jafnframt skráður í aðildarfélag. Eftir breytinguna er því heimilt að hafa beina aðild að samtökunum. Skráning á veltu í gegnum Bændatorgið Ofangreindar breytingar á félagsgjöldunum kalla á gott samstarf við okkar félagsmenn. Nú er farið fram á að þeir gefi sjálfir upp veltubil sitt af landbúnaðarstarfsemi. Gefinn er frestur út apríl til að ganga frá skráningu á Bændatorginu eða með því að hafa samband sím­ eða netleiðis við undirritaða. Þeir félags­ menn sem ekki skrá sitt veltubil fyrir apríllok geta átt von á að því að veltubil þeirra verði áætlað. Samtökin munu sannreyna veltuna í slembiúrtaki með gögnum, en þá verður sérstaklega óskað eftir því. Með von um gott áframhaldandi samstarf. Guðbjörg Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá Bændasamtökunum, gj@bondi.is Velta Félagsgjald í millj. kr. krónur 0-4,9 18.000 5-9,9 52.000 10-14,9 62.000 15-19,9 72.000 20-24,9 82.000 25-29,9 92.000 30-34,9 112.000 35-39,9 132.000 40-49,9 152.000 50-64,9 172.000 65-84,9 192.000 85> 212.000 Félagsgjöld BÍ 2020 verða innheimt samkvæmt þrepaskiptingu af veltu. Opnað fyrir umsóknir að viðskiptahraðlinum „Til sjávar og sveita“: Tækifæri fyrir frumkvöðla í landbúnaði og sjávarútvegi Opnað hefur verið fyrir umsóknir að við- skiptahraðlinum „Til sjávar og sveita“, sem er sérsniðinn að frumkvöðlum og sprotafyrirtækjum með hugmyndir og verkefni á sviði landbúnaðar og sjávarút- vegs. Tilgangur hraðalsins er að stuðla að nýsköpun í þessum greinum með áherslu á sjálfbærni. Það er Icelandic Startups sem hefur umsjón með verkefninu og er þetta þriðja árið sem hann verður starfandi. Árlega eru tíu fyrirtæki valin til þátttöku í tíu vikna viðskiptahraðli og er markmiðið að hraða vinnsluferlinu frá því að hugmynd kviknar þar til vara er komin á markað. Aðgengi að reyndum frumkvöðlum og fjárfestum Á næstu tíu vikum vinna frumkvöðlarnir innan hans vébanda að verkefnum sem munu verða virðisaukandi viðskiptatæki­ færi fyrir þessa grunnatvinnuvegi Íslendinga. Þátttakendur fá aðgang að sameiginlegri vinnuaðstöðu og njóta leiðsagnar fjölda reyndra frumkvöðla, fjárfesta og annarra sérfræðinga auk fræðslu og þjálfunar. Þátttakendur fá jafnframt fjölda tækifæra til að koma hugmyndum sínum á framfæri og efla tengslanetið. Uppskeruhátíð verður 29. október þar sem frumkvöðlarnir fá tækifæri til að kynna verk­ efni sín í veglegri athöfn. Umsóknarfrestur fyrir haustið rennur út þann 15. júní og hægt er að sækja um í gegnum vef hraðalsins, tilsjavarogsveita.is. /smh Stuðningsgreiðslum til sauðfjárbænda flýtt Flýta á stuðningsgreiðslum til sauð- fjárbænda um nokkra mánuði vegna áhrifa af COVID-19. Þannig verða þeim greiðslum sem átti að greiða út 1. september og 1. október 2020 flýtt til 1. maí og 1. júní. Þetta er einkum gert til að mæta vandamálum þeirra bænda sem stunda aðra starfsemi einnig, eins og ferðaþjónustu. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs­ og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerðina sem flýtir þessum stuðnings­ greiðslum. Í tilkynningu úr sjávarútvegs­ og landbúnaðarráðuneytinu er haft eftir ráðherra að ákvörðun um þetta sé tekin eftir yfirlegu síðustu vikna þar sem leiða hefur verið leitað til að lágmarka neikvæð áhrif COVID­19 á bæði landbúnað og sjávarútveg. „Með þessari breytingu erum við að koma sérstaklega til móts við sauðfjár­ bændur og reyna að milda höggið sem veiran hefur á starfsemi sauðfjárbænda um allt land,“ segir Kristján. Í tilkynningunni kemur fram að ráðherra hafi falið framkvæmdanefnd búvörusamninga að leita leiða til að færa til fjármuni innan ársins 2020, í samræmi við gildandi búvörusamninga, til að koma sérstaklega á móts við inn­ lenda matvælaframleiðslu sem glímir nú við tímabundna erfiðleika. Ein tillaga nefndarinnar hafi verið sú sem nú kemur til framkvæmda. /smh Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð sem flýtir stuðningsgreiðslum til sauðfjár- bænda. Mynd / VH

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.