Bændablaðið - 23.04.2020, Qupperneq 14

Bændablaðið - 23.04.2020, Qupperneq 14
Bændablaðið | Fimmtudagur 23. apríl 202014 HLUNNINDI&VEIÐI FRÉTTIR Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 PICHON HAUGHRÆRUR Merkingarmál til umræðu hjá Félagi framleiðenda í lífrænum búskap: Lambhagi má ekki merkja salat sitt með „Bio“-merki – Reglugerðir fyrir Evrópska efnahagssvæðið heimila ekki slíka hugtakanotkun Á aðalfundi VOR – verndun og ræktun, félags framleiðenda í lífrænum búskap, sem haldinn var fyrir skemmstu, voru merk- ingamál og miðlun upplýsinga fyrir lífrænt vottaða framleiðslu eitt af aðalumfjöllunarefnun- um. Rannveig Guðleifsdóttir, frá Vottunarstofunni Túni, flutti erindi um efnið og kynnti fundar- gestum gildandi reglur um hvað leyfist í þessum málum. Í umræðum eftir erindið kom fram að nýleg merking á Lambhaga­ salatinu, þar sem orðið „Bio“ er prentað á umbúðirnar, væri ekki í samræmi við gildandi reglur um lífræna framleiðslu. Rannveig sagði raunar að víða væri pottur brotinn í þessum málum og eftirliti væri almennt ábótavant með vörumerkingum þar sem tiltek­ ið er að innihald vöru sé lífrænt eða lífrænt vottað. Eftirlitsskylda með vörumerkingum væri á verksviði heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga með yfirumsjón Matvælastofnunar. „Bio“-merkingar óheimilar án vottunar Hún segir að í tilfelli Lambhaga­ salatsins sé dæmið alveg skýrt. „Í byrjun júní 2017 voru inn­ leiddar hér á landi reglugerðir Evrópusambandsins fyrir Evrópska efnahagssvæðið er varða lífræna framleiðslu og innflutning á líf­ rænum afurðum frá löndum utan svæðisins. Í reglugerð 834/2007 eru ákvæði varðandi merkingar og tilvísanir í lífrænar aðferðir og þar segir beinlínis að allar tilvísanir í lífrænar aðferðir í merkingum á landbúnaðarafurðum og unnum matvælum séu óheimilar án vott­ unar. Eins og segir í reglugerðinni er notkun á öllum hugtökum sem listuð eru upp í viðauka reglugerðar­ innar, þar með talið styttingum eins og „Eko“ og „Bio“, óheimil í öllum löndum sambandsins og á öllum tungumálum sambandsríkjanna. Þar sem þessi reglugerð er í gildi hér á landi á þetta líka við hér. Lífrænt vottaðar matvörur eiga að bera Evrópulaufið „Stærsta breytingin sem varð á reglum um merkingar á lífrænum matvælum hér á landi við inn­ leiðingarnar er að öll matvara í neyt­ endapakkningum sem hefur lífræna vottun á að bera Evrópulaufið ásamt kenninúmeri eftirlitsaðilans sem vottar vöruna á umbúðunum,“ segir Rannveig spurð um önnur þýðingar­ mikil ákvæði reglugerðanna fyrir okkur Íslendinga. „Enn fremur bættust við tveir merkingaflokkar, sem ekki höfðu verið til staðar áður, þar sem aðeins hluti innihaldsefna er af lífrænum uppruna. Ekki má nota Evrópulaufið á merkingar slíkra afurða en skylt að kenninúmer vottunarstofu komi fram hjá innihaldslýsingunni. Annars vegar er það matvara sem inniheldur að hluta til óvottuð hrá­ efni. Heimilt er að geta um lífræn innihaldsefni í innihaldslýsingu þeirra, að því gefnu að eingöngu séu notuð aukaefni sem heimilt er að nota í lífrænni framleiðslu og ekki sé blandað saman sama hráefni af lífrænum og hefðbundnum upp­ runa. Geta skal um hlutfall lífrænna innihaldsefna. Hins vegar er það matvara sem er að uppistöðu afurðir úr villtum fiski eða dýrastofnum, en inniheldur líka hráefni úr lífrænum landbún­ aði. Þá má geta þess í vörulýsingu að varan innihaldi lífræn hráefni og auðkenna lífræn hráefni í innihalds­ lýsingu. Öll innihaldsefni upprunnin í landbúnaði þurfa þá að vera lífræn og aukaefni þurfa að vera í samræmi við reglur um lífræna framleiðslu,“ segir Rannveig. Eftirlitsaðilum gert auðveldara að taka á málunum Ingibjörg Jónsdóttir, fagsviðsstjóri neytendaverndar hjá Matvæla­ stofnun, staðfestir orð Rannveigar. „Það er rétt sem Rannveig segir að það er óheimilt að vísa í lífrænar framleiðsluaðferðir nema viðkom­ andi sé vottaður lífrænn. Það var gerð breyting á lögum um lífræna landbúnaðarframleiðslu í desember 2019 til að tryggja heil­ brigðisnefndum lagastoð til að sinna eftirliti með merkingum sem tengj­ ast lífrænum framleiðsluaðferðum á markaði (í verslunum). Í kjölfarið er auðveldara fyrir eftirlitsaðila að taka á þessum málum,“ segir Ingibjörg. Hún bendir á nýlega vefsíðu á vef Matvælastofnunar þar sem leiðbeiningar um þessi mál sé að finna. Þar segi meðal annars: „Orðin lífrænt, bio, organic má ekki nota í merkingar, auglýsingar eða kynn­ ingar vöru nema hún hafi verið vott­ uð sem slík af vottunarstofu. Þegar vara hefur fengið vottun er skylda að merkja hana einnig með merki vottunarstofu og Evrópulaufinu ef hún á að fara á markað á Evrópska efnahagssvæðinu.“ /smh Rannveig Guðleifsdóttir, frá Vottunarstofunni Túni, flytur erindi sitt á aðal- fundi VOR á dögunum. Mynd / smh Lambhagasalatið má ekki bera „bio“-merkingu. Fjarnámskeiðahald RML um náttúruverndarverkefnið LOGN Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðar- ins stendur fyrir fjarnámskeiða- haldi þessar vikurnar, þar sem viðfangsefnið er náttúruvernd og landbúnaður. Til grundvallar námskeiða­ haldinu er kynning á verkefninu LOGN, sem er beint framhald verk efnisins Landbúnaður og náttúruvernd. Markmiðið er að fá bændur til að flétta saman sinn landbúnað og störf tengd náttúru­ vernd. Alls er um tólf fyrirlestra að ræða, að jafnaði þrír á viku og er fyrsta vikan búin. Hver fyrirlestur tekur um 20–30 mínútur og er þeim streymt í gegnum forritið Teams. Nauðsynlegt er að skrá sig á fyrir­ lestrana til að fá tengingu. Nóg er að skrá sig einu sinni til að fá tengingu á alla fyrirlestraröðina. Áhugasamir geta skrá sig í gegn­ um tengil sem finna má á vef RML, undir „Ráðgjafar“­hluta vefsins. Efni fyrirlestraraðarinnar er eft- irfarandi: 14. apríl ­ Kynning á LOGN 15. apríl ­ Kynning á erlendu verkefni 17. apríl ­ Viðhorf bænda 20. apríl ­ Náttúruvernd og friðlýsingar 22. apríl ­ Gróður og vistgerðir 24. apríl ­ Fuglar og dýralíf 27. apríl ­ Líf í vötnum 29. apríl ­ Endurheimt vistkerfa 30. apríl ­ Búrekstur og náttúru­ vernd, hagnýt atriði og reynsla af friðlandi 4. maí ­ Endurheimt landnáms­ skóga 6. maí ­ Náttúruvernd og landbún­ aður í skipulagi sveitarfélaga 8. maí ­ Náttúruvernd og landbún­ aður, raunhæf nálgun, nýsköp­ un og rekstur. /smh Vefviðmótið á nýja vef Samtaka smáframleiðenda matvæla. Nýr vefur Samtaka smá- framleiðenda matvæla Samtök smáframleiðenda mat- væla (SSFM) komu nýverið nýjum vef í gagnið (ssfm.is) þar sem ætl- unin er að miðla stafrænum upp- lýsingum um samtökin. Að sögn Oddnýjar Önnu Björns­ dóttur, framkvæmdastjóra SSFM, hefur verið unnið að gerð vefsins undanfarnar vikur í samstarfi við vefhönnuðinn Júlíus Guðna hjá Extis. Upplýsingar sem gagnast smáframleiðendum á einum stað „Markmiðið með vefnum er að fanga það sem samtökin snúast um og hafa á einum stað efni sem gagn­ ast smáframleiðendum. Má þar nefna upplýsingar um samtökin sjálf, yfirlit yfir söluleiðir, afsláttarkjör, styrktar­ og samstarfs­ aðila, verkefni, viðburði, fréttir og fréttabréf sem og ýmsan fróðleik og upplýsingar sem gagnast geta smá­ framleiðendum, eins og yfirlit yfir lög, reglugerðir og leiðbeiningar frá eftirlitsstofnunum. Að auki er þar form til að skrá sig í samtökin og upplýsingar um samtökin á ensku,“ segir Oddný Anna. Unnið að hagsmunamálum smáframleiðenda Samtökin voru stofnuð 5. nóvem­ ber á síðasta ári. Tilgangur þeirra er að vinna að hagsmunamálum smá­ framleiðenda á öllum sviðum, vera málsvari þeirra og stuðla að fram­ förum í málefnum sem þá varða, þar með talið er varðar vöxt og aðgengi að mörkuðum, lágmörkun kolefnis­ spors og samfélagslegum áhrifum starfsemi þeirra. Enn fremur að koma sjónarmiðum og hagsmuna­ málum félagsmanna á framfæri, vinna að því að starfsumhverfi og löggjöf utan um smáframleið­ endur gefi þeim færi á að blómstra, leiðbeina félagsmönnum varðandi ráðgjöf og stuðning, skipuleggja viðburði, kynna félagsmenn og það úrval sem í boði er. /smh Ný veflæg lögbýlaskrá á vefsja.is – einnig upplýsingar um skráða eigendur og ábúendur Á vef Alta (alta.is) er að finna vefsjá, eða gagnvirkt Íslandskort, sem veitir yfirsýn fyrir allt landið; skipulagsáætlanir, stjórnsýslu- mörk, landamerki, ýmsa innviði, upplýsingar um náttúruvernd og náttúrufar, ferðamál, sögulegt efni – og ein nýjast viðbótin þar er yfir- lit yfir lögbýli á Íslandi, skráða eigendur og ábúendur. Í vefsjánni fæst aukinheldur yfir­ lit yfir þróun íbúafjölda í sveitarfé­ lögum og þéttbýlisstöðum, auk þess sem þar eru gagnasöfn sem stofnan­ ir ríkisins miðla á sínu sérsviði án endurgjalds. Hún getur því flýtt fyrir öflun upplýsinga um sveitarstjórna­, skipulags­ og umhverfismál, þróun byggðar, skipulagsgerð og ýmsa aðra áætlanagerð. Alta er ráðgjafarfyrirtæki sem sérhæfir sig í skipulagi og byggða­ þróun, greiningu lands og búsetu, stefnumótun og verkefnisstjórnun. Starfsfólk Alta hefur mikla og þver­ faglega þekkingu á þessum sviðum. /smh
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.