Bændablaðið - 23.04.2020, Qupperneq 25

Bændablaðið - 23.04.2020, Qupperneq 25
Bændablaðið | Fimmtudagur 23. apríl 2020 25 hans í því að skila jöfnum gæðum til afkvæma sinna. Hvað afkvæmi hrossa varðar mun þetta fyrsta kastið bara ná til dætra þar sem svo lágt hlutfall hesta mætir til dóms. Þá munu allar dætur sem mæta til dóms hafa jákvæð áhrif á kynbótamat for- eldranna en neikvæðu áhrifin (af því að dóttirin er ósýnd) mun fyrst hafa áhrif þegar dóttirin er orðin sex vetra eða eldri. Því mun það ekki hafa neikvæð áhrif þótt ekki sé búið að sýna dæturnar 4 eða 5 vetra. Þetta mun leiða til raunhæfari röðunar á afkvæmahrossum í framtíðinni þar sem upplýsingar frá afkvæmum hafa nú í raun meiri áhrif á kynbótamatið. Kynbótamat fyrir skeið Uppgötvun á skeiðgeninu kallar á breytingar á kynbótamati fyrir skeið. Arfhreinleiki fyrir skeiðgeninu (AA arfgerðin) er forsenda fyrir skeið- getu af einhverju tagi. Hross sem eru arfblendin fyrir skeiðgeninu (CA hross) eða arfhrein CC hross geta því ekki skeiðað og þess vegna er talið rétt að meðhöndla einkunnina 5.0 fyrir skeið hjá þessum hrossum sem vöntun á upplýsingum. Þá er kyn- bótagildi þeirra fyrir skeið metið út frá upplýsingum frá foreldrum/for- feðrum, afkvæmum þeirra og upplýs- ingum um aðra eiginleika sem hafa tengsl við skeið. Þetta mun einungis ná til hrossa sem eru arfgerðargreind með CA eða CC arfgerð. Kynbótamat á aðal- einkunn án skeiðs Eins og kynnt hefur verið þá munu í vor verða reiknaðar tvær aðal- einkunnir fyrir hvert hross sem hlýtur fullnaðardóm á kynbótasýningum. Auk aðaleinkunnar eins og hún er reiknuð í dag verður reiknuð sérstak- lega aðaleinkunn án skeiðs þar sem vægi skeiðs er tekið úr útreikningi á aðaleinkunn og dreift hlutfallslega út á aðra eiginleika hæfileikanna. Þetta verður gert fyrir öll hross, hvort sem þau búa yfir fjórum eða fimm gangtegundum. Þetta býður upp á afar áhugaverðan samanburð á milli hrossa. Í framhaldi af þessu var ákveðið að meta einnig kynbótagildi fyrir þessa nýju aðaleinkunn; þannig verður birt kynbótamat fyrir bæði hæfileika og aðaleinkunn án skeiðs. Breytingarnar Breytingar á vægisstuðlum eigin- leika og viðbót nýrra eiginleika mun hafa þau áhrif á niðurstöðu kynbóta- mats að hliðrun verður niður á en meðal breyting á öllum hrossum er lækkun um 8 stig. Þetta gerðist einnig árið 2004 þegar alþjóðlega kynbótamatið var kynnt til sögunnar. En það sem gerist einnig núna er að dreifni (teygni) skalans eykst heldur, þar sem mörg efstu hrossin hækka og lægstu hrossin lækka. Þetta er þó afar misjafnt á milli hrossa og einnig hvaða áhrif þessar nýjungar í kynbótamatinu hafa á hvert hross. Breytingarnar eru t.d. háðar aldri en vegna erfðaframfara eru elstu hrossin að lækka mest og einnig þau sem hafa lágt mætingarhlutfall til dóms; eru ekki sýnd sjálf og fá hross í frændgarðinum. Þá eru efstu hrossin í kynbótamatinu að lækka minnst og mörg þeirra hækka að sjálfsögðu einnig. Í töflunni hérna fyrir neðan eru teknar saman meðalbreytingar í mismunandi hópum hrossa. Kynbótamat byggt á keppnisgögnum Þá mun í haust verða birt kynbóta- mat byggt á keppnisgögnum en það hefur verið í undirbúningi lengi og tímabært að láta verða af því á þessu ári. Stefnan er að leggja mat á og birta í WorldFeng kynbótamat fyrir eiginleika sem lýsa frammistöðu í fjórgangs- og fimmgangsgreinum og einnig kynbótamat sem lýsir keppn- ishæfni í tölti og skeiðgreinum. Við þessar viðbótarupplýsingar fæst mat á hærra hlutfall hesta og því mun þá verða hægt að byggja kynbótamat á mætingu til dóms á báðum kynjum (sjá að ofan). Þessi viðbót mun auka öryggi hins hefðbundna kynbótamats vegna þess að þeir eiginleikar sem lagt er mat á í kynbótadómum, og eru grunnur hins hefðbundna kyn- bótamats, hafa í flestum tilvikum háa erfðafylgni við keppniseiginleikana. Ennfremur nýtast þá upplýsingar um mun fleiri hross sem aldrei koma til kynbótadóms. MJÓLKIN GEFUR STYRK Öll sækjum við styrk í það sem byggir okkur upp og heldur með okkur alla leið. Mjólk er góður kalkgjafi en kalk er nauðsynlegt fyrir eðlilegan vöxt og viðhald beina og tanna. Þú sérð hvernig mjólkin styrkir þig á mjolk.is HAUKUR ÞRASTARSON LANDSLIÐSMAÐUR Í HANDBOLTA Stóðhestar með 4-15 dæmd afkvæmi (á lífi og staddir á Íslandi) og eru með 118 stig eða hærra í kynbótamati á aðaleinkunn og/eða aðaleinkunn án skeiðs Nafn Uppruni Aðaleinkunn Aðaleinkunn án skeiðs Dæmd afkvæmi Ölnir Akranes 127 122 4 Konsert Hof 127 122 4 Knár Ytra-Vallholt 124 115 9 Dagur Hjarðartún 123 123 4 Skaginn Skipaskagi 122 116 8 Ársæll Hemla II 119 114 9 Sólbjartur Flekkudalur 118 115 8 Kórall Lækjarbotnar 118 114 5 Lord Vatnsleysa 117 118 8 Hreyfill Vorsabæ II 115 126 6 Vákur Vatnsendi 113 123 4 Spuni frá Vesturkoti stendur efstur í kynbótamati á aðaleinkunn með 130 stig af stóðhestum sem eiga 50 eða fleiri dæmd afkvæmi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.