Bændablaðið - 23.04.2020, Side 26

Bændablaðið - 23.04.2020, Side 26
Bændablaðið | Fimmtudagur 23. apríl 202026 LÍF&STARF Samfélagssjóður Fljótsdals til stuðnings við nýsköpun – Tækifæri til atvinnusköpunar í landbúnaði Á vegum Fljótsdalshrepps hefur verið stofnað til verkefnasjóðs til stuðnings nýsköpun, menningu og atvinnuskapandi verkefn- um í Fljótsdal, undir nafninu Samfélagssjóður Fljótsdals. Sjóðurinn á rætur í samfélags­ verkefninu Fögur framtíð í Fljótsdal, sem stofnað var til með samfélags­ þingi síðastliðið vor. Ferðaþjónsta, sauðfjár - rækt og skógrækt Helstu atvinnugreinar Fljótsdals eru iðnaður er tengist Fljótsdalsstöð, ferðaþjónusta en tugþúsundir ferða­ manna og útivistarfólks heimsækja dalinn á hverju ári. Sauðfjár rækt er megingrein land búnaðar og búin nokkuð mörg þar, en auk kjötfram­ leiðslu eru unnar afurðir úr sauða­ mjólk. Þá er úrvinnsla úr skógar­ afurðum vaxandi grein á svæðinu. Styrkirnir eru opnir fyrir alla einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir sem vilja byggja upp Fljótsdalinn og styðja við þá starfsemi sem þar er. Við fyrstu úthlutun sjóðsins verð­ ur allt að 12 milljónum króna veitt í styrki og er umsóknarfrestur til miðnættis 30. apríl 2020. Verkefni tengdum búskap vænleg Það er Ásdís Helga Bjarnadóttir sem heldur utan um starfsemi sjóðsins, en hún starfar sem verkefnastjóri hjá Austurbrú en Fljótsdalshreppur samdi við Austurbrú um stjórn verk­ efnisins til tveggja ára. „Öll verkefni sem stuðla að jákvæðri samfélags­ þróun og eflt geta atvinnu, nýsköpun, velferð og menningu eru vel þegin. Á samfélagsþingi sem haldið var vorið 2019 voru það einmitt verk­ efni sem tengjast búskap sem skor­ uðu hvað hæst. Í því samhengi var m.a. talað um betri og fjölbreyttari nýtingu sauðfjárafurða og verið þá að horfa til alls sem fellur til í þeim búskap ásamt mögulega samspili við ferðaþjónustuna. Einnig var tíðrætt um akuryrkjuna til fóðurs, matvæla, fæðubótarefna og til hráefnisfram­ leiðslu hvers konar,“ segir Ásdís Helga þegar hún er spurð um hvort þarna væru tækifæri í akuryrkju eða annars konar landbúnaði. „Verkefni tengd skóginum komu líka til tals enda svæðið með fyrstu bændaskógræktarsvæðum á landinu samanber Fljótsdalsáætlunina sem hófst fyrir um 50 árum síðan. Fljótsdalurinn er almennt mjög heppilegt svæði fyrir landbúnað og margs konar ræktun enda veður­ sældin með eindæmum. Á svæðinu liggja því ýmis tækifæri, ekki bara fyrir bændur og ferðaþjónustuað­ ila heldur einnig ýmsa frumkvöðla sem hafa áhuga á að nýta það fjöl­ breytta hráefni sem bæði finnst í dalnum sem og má rækta með samstarfi við landeigendur. Svo má líka nefna þann möguleika að ágætis aðstaða er fyrir einstaklinga að sinna fjarvinnslu frá Fljótsdal sem gefur tækifæri á tímabundinni dvöl og þá möguleika á að fram­ kvæma ýmis verkefni, miðla fræðslu eða standa fyrir viðburðum,“ bætir Ásdís Helga við, en margir kunna að þekkja til starfa hennar fyrir Landbúnaðarháskóla Íslands þar sem hún var um árabil. Austurbrú vinnur að hagsmunamálum Austurlands „Ég er fædd og uppalin á Hvanneyri, fór þar í gegnum öll skólastigin og starfaði líklega í ein 20 ár við Landbúnaðarháskólann þannig að það var kominn tími til að sjá og upp­ lifa eitthvað nýtt. Ég hafði verið í Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað, sem heitir nú Hallormsstaðaskóli, fyrir allmörgum árum og leið þar vel í skóginum og því horfði ég fyrst og fremst þangað. Til að byrja með fékk ég starf við búfjáreftirlit hjá Matvælastofnun og ferðaðist um allt Austurland, frá Öræfasveit til Vopnafjarðar, frábær tími. Þaðan fór ég til Umhverfisstofnunar í veiði­ og verndarteymi og hélt utan um ýmis námskeið fyrir veiðimenn og leiðsögumenn á hreindýraveiðum. Virkilega fróðlegt og skemmtilegt. Svo í haust sá ég auglýsingu um þetta verkefni, Fögur framtíð í Fljótsdal, sem lét mig ekki í friði fyrr en ég sótti um og var svo heppin að fá. Ég er ráðin af Austurbrú sem verk­ efnastjóri, en Fljótsdalshreppur samdi við Austurbrú um stjórn þessa átaks­ verkefnis til tveggja ára. Austurbrú er sjálfseignarstofnun sem vinnur að hagsmunamálum Austurlands og veitir þverfaglega þjónustu og ráðgjöf tengda atvinnulífi, menntun og menningu. Austurbrú kemur því að fjölmörgum verkefnum með tengingu við ríkisvaldið, sveitar­ stjórnarstigið, fyrirtæki, stofnanir, félög og einstaklinga. Starfsstöðvar Austurbrúar eru víða, það er á Djúpavogi, Reyðarfirði, í Neskaupstað, á Seyðisfirði, Vopna firði og svo er starfsmaður á Borgar firði eystri sem leiðir þar verkefnið Betri Borgarfjörður sem er Brothættra byggða­verkefni á vegum Byggðastofnunar. Það verkefni sem ég stjórna er svipað uppbyggt eins og brothættu byggðaverkefnin. Unnið er með hugmyndir íbúanna, reynt að ramma þær inn í raunhæf verkefni og þeim svo fylgt eftir. Nú þegar samhliða er til verkefnasjóður geta einstaklingar, félög og lögaðilar sótt um til að framkvæma verkefnin. Ég sem verkefnastjóri er þá líka til staðar til að veita upplýsingar, tengja aðila saman, veita ráð og aðstoða með öllum tiltækum ráðum með það að markmiði að stuðla að jákvæðari samfélagsþróun og/eða til eflingar atvinnulífs í Fljótsdal. Sem verk­ efnastjóri vinn ég líka náið með skipaðri samfélagsnefnd og fylgi eftir þeim áherslum og verkefn­ um sem hún vill leggja upp með hverju sinni. Virkilega fjölbreytt og skemmtilegt starf með ákveðnum áskorunum sem gaman er að takast á við,“ segir Ásdís Helga. /smh Mynd tekin frá Vallholti í Fljótsdal. Mynd / Brynjar Darri Sigurðarson Kjerúlf Ásdís Helga Bjarnadóttir er verkefnis stjóri fyrir Samfélagssjóð Fljótsdals. GARÐYRKJU- STJÓRI HELSTU VERKEFNI » Umsjón og uppbygging útisvæða Landbúnaðarháskóla Íslands » Kennsla og verkleg þjálfun nemenda » Þátttaka í þróun og gerð kennsluefnis » Þátttaka í mótun rannsókna- verkefna á sínu fagsviði » Umsjón með vélum og tækjum skólans og viðhaldi þeirra í samstarfi við aðra starfsmenn ÆSKILEGAR HÆFNISKRÖFUR » Menntun sem nýtist í starfi » Reynsla af umhirðu grænna svæða » Reynsla af verkstjórn og/eða verkefnastjórnun » Vinnuvélapróf og reynsla af notkun og viðhaldi vinnuvéla » Reynsla af kennslu » Heiðarleiki og traust í mannlegum samskiptum og nákvæmni í vinnubrögðum Hlutverk Landbúnaðarháskóla Íslands er að skapa og miðla þekkingu á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu á norðurslóðum. Nánari upplýsingar veitir Guðmunda Smáradóttir, mannauðs- og gæðastjóri, gudmunda@lbhi.is sími 433-5000 og á heimasíðu skólans www.lbhi.is/storf Umsóknarfrestur er til 8. maí 2020 Landbúnaðarháskóli Íslands áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Laust er til umsóknar starf garðyrkjustjóra við Landbúnaðarháskóla Íslands Garðyrkjustjóri Landbúnaðarháskóla Íslands hefur umsjón með uppbyggingu og umhirðu útisvæða skólans á öllum starfsstöðvum hans og kennir á sínu fagsviði við skólann. Hann hefur faglegan metnað til þess að útisvæði skólans séu til fyrirmyndar og miðlar þekkingu sinni og reynslu til nemenda. Gert er ráð fyrir að um fullt starf sé að ræða. Þak skálans fauk af að hluta og viðkvæmar plöntur skemmdust. Mynd / Guðríður Helgadóttir Garðyrkjuskólinn á Reykjum í Ölfusi: Miklar skemmdir í óveðri Talsverðar skemmdir urðu á garðskála Garðyrkjuskólans á Reykjum í óveðrinu sem gekk yfir landið helgina fyrir páska. Þak skálans fauk af að hluta og hætt er við að viðkvæmar plöntur hafi skemmst. Guðríður Helgadóttir, starfs­ mennta námsstjóri Garðyrkjuskólans á Reykjum, segir að skemmdir á þaki gróðurskálans, sem er miðja skólans, séu miklar. „Skemmdirnar eru meiri en við höfum séð í svona foki áður, ekki síst vegna þess að við höfum ekki lent í þessu á þessum tíma áður.“ „Í skálanum er mikið af við­ kvæmum plöntum, eins og plómur, ferskjur og eplatré og annars konar gróður sem er í blóma núna og því viðkvæmur og gæti hafa skemmst vegna kulda,“ segir Guðríður. Eftir óveðrið kom rigning og hláka og vonandi hefur það bjargað eitthvað af gróðrinum. „Meðal þess sem skemmdist er plastveggur sem snýr að matsal skól­ ans en hann fauk inn og hangir niður og inn í skálann.“ Guðríður segir að plastið í skál­ anum sé hálfgerður bútasaumur og beri þess merki að bætt hafi verið í skemmdir eftir þörfum. „Hugmyndin var að fara í fram­ kvæmdir við þakið nú í vor en eftir margra ára baráttu við að fá fjármagn í verkið fékkst loksins fjármagn fyrir um þremur árum síðan. Skemmdirnar núna eru það miklar að nú erum við að skoða það að flýta endurbyggingu skál­ ans, í stað þess að fara í enn einn bútasauminn. Einnig urðu talsverðar skemmd­ ir á blómaskeytingastofu skólans vegna þess að hurðin að henni fauk upp og snjó skóf inn. Mig minnir að þegar fauk hjá okkur fyrir jól hafi reikningur­ inn verið rúmar tvær milljónir og áætla má að viðgerðir á núverandi skemmdum gætu kostað á bilinu 5 til 6 milljónir króna Það er því vonandi hægt að fara bara strax í fyrirhugaða endurbyggingu,“ segir Guðríður Helgadóttir hjá Garðyrkjuskólanum. /VH

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.