Bændablaðið - 23.04.2020, Blaðsíða 38

Bændablaðið - 23.04.2020, Blaðsíða 38
Bændablaðið | Fimmtudagur 23. apríl 202038 BÆKUR&MENNING Harpa Rún Kristjánsdóttir, búandkerling í Hólum á Rangárvöllum, hlaut á haust­ dögum Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir bókina Eddu. Harpa Rún gegnir ýmsum ritstörfum en gegnir þess á milli í fjárhúsum foreldra sinna. Aðalsteinn Eyþórsson tók hana tali um skáldskapinn, búskapinn og samhengið. Harpa Rún býr í sveit undir Heklurótum og kynnir sig stundum sem afdalabarn eða búandkerlingu, því henni finnst mikilvægt að koma þessum hluta af lífi sínu í orð. „Ég er bókmenntafræðingur og starfa við ritstjórn og útgáfu og það eru gjarnan titlarnir sem ég fæ. En ég er samt meira, þótt mér þyki bóndi full djúpt í árina tekið. Þú ert ekki endilega for­ stjóri fyrirtækis þó þú vinnir hjá því, en sveitin og sveitastörfin eru mjög stór partur af mér – svo búandkerling er ágætt.“ Aðspurð um mikilvægi þessa uppruna í störfum hennar í dag segir hún fátt hafa mótað sig eins mikið. „Líklega skiptir hann öllu máli, þessar rætur hafa mótað brautina mína á svo margan hátt. Ég fór frekar hefðbundna leið í vinnu og námi, en samt alltaf á tímatali bóndans, ef svo má segja. Ég þarf að fá frí í maí og fresta öðrum verkefnum ef það er þurrkur. Þessu fylgir togstreita og þörf á forgangsröðun, sem er kannski það mikilvægasta sem ég hef lært.“ En svo ertu skáld „Hvað skáldskapinn varðar er hann óhjákvæmilegur fylgifiskur afdalamennskunnar. Við erum alin upp við mikinn lestur og bókaumræðu, sem kannski fylgir fámenninu. Hér drjúpa líka ljóð af hverju strái.“ Harpa Rún gaf einmitt út ljóðabók nú á haustdögum, sem snerti við ólík­ legustu lesendum. Samhengi er orð sem kemur upp í hugann við lestur bókarinnar: samhengi kynslóða og fjölskyldna, samhengi æsku og elli, lífs og dauða. Því liggur beint við að spyrja – ertu með samhengi á heilanum? „Já, alveg áreiðanlega,“ svarar Harpa Rún og hlær. „Ég hef stundum þakkað fyrir að í uppvexti okkar bræðra var kynslóðabil bara orð. Hér voru allir saman í einum graut og virðing borin fyrir einstaklingnum, sama hvar í ævinni hann var staddur. Bændasamfélagið byggir líka á samhengi, það þarf að hleypa til svo fæðist lömb og ná heyjum svo hægt sé að fæða þau. Það er kannski eitt af því sem var mér ofarlega í huga við að skrifa Eddu. Hún er saga tveggja kvenna sem stóðu mér nærri sem staddar voru við upphaf og enda líflínunnar. Kvöldið sem sú eldri dó var sauðburður og þegar ég fór út í hús um miðnættið var kindin hennar borin. Í því fólust svo mörg tákn. Bæði var hræðilegt að geta ekki hringt í hana og sent henni myndir, en þetta minnir líka á að lífið heldur áfram. Sólin gengur hringinn og tíminn snýst.“ Það virðist stutt á milli aldurs­ skeiðanna og tegundanna í huga Hörpu Rúnar. Hvort hefur meiri áhrif á skáldskapinn, dýr eða önnur skáld? „Það er nú afskaplega einstak­ lingsbundið,“ svarar hún sposk. „Ætli það gæti ekki heilt á litið verið frekar jafnt? Dýrin hafa kennt mér meira en skáldin kannski sýnt mér fleira. Svo er þetta allt svo persónubundið, maður kynnist dýrum mismikið og þau eru miseftirminnileg. Það sama á við um skáldin.“ Forréttindi að vera sveitaskáld Harpa Rún segist ekki treysta sér til að yrkja hefðbundið, ekki ennþá að minnsta kosti. Hvernig fer nútíma­ skáldskapur í sveitunga hennar? „Mörgum finnst þetta stuðlalaust hnoð, og örugglega fleirum en þora að segja það við mig. Annars hef ég, eftir að bókin mín kom út, hallast meira og meira að því að þetta með ástina á hefðbundnum skáldskap til sveita og meðal eldra fólks sé töluvert orðum aukið. Það eru allir að lesa alls konar. Mér þykir sérstaklega vænt um þegar fólk segir að bókin sé nokkuð góð þrátt fyrir að það lesi nú vanalega ekki svona. Hvað svo sem svona nú er,“ segir skáldið og glottir í kampinn. Hún segist sannarlega ekki þurfa að kvarta undan viðbrögðunum heima fyrir, þau hafi verið bæði mikil og falleg. Útgáfuhófin voru tvö, eitt á Árbæjarsafninu og hitt í Heklusetrinu á Leirubakka. „Það var ekki síðri mæting í það síðarnefnda, enda er ég að hálfu úr Landsveitinni. Þar var meðal annars vísnasamkeppni þar sem skárri gerðin af skáldskap fékk að skína.“ „Að vera sveitaskáld og í rauninni bara sveitakerling yfir höfuð eru for­ réttindi. Þú færð að vera nær náttúr­ unni en ekki bara sem gestur, heldur þátttakandi og partur af keðju. Það skiptir mig gríðarlegu máli og hefur áhrif á hvað og hvernig ég skrifa. Þetta er að verða fátíðara hlutskipti fólks og ég er fullkomlega meðvituð um að svona lagað er ekki sjálfgefið.“ Dráttarvélarnar drápu sveitarómantíkina – í bókum Margt bendir til þess að það sé vax­ andi menningarmunur milli sveita/ landsbyggðar og þéttbýlis/höfuð­ borgarinnar. Getur skáldskapur brúað þetta bil? „Skáldskapur, sér í lagi ljóð finnst mér, byggir fyrst og síðast á samkennd og tilfinningum. Myndir og aðstæður sem kveikja með okkur tilfinningar sem leiða af sér skilning. Þess vegna er mikilvægt að fólk úr öllum áttum og öllum stéttum sé að skrifa, einmitt til að skila ólíkum reynsluheimi. Ég var svo heppin að fá að standa með fætur í báðum þessum menningarheimum lengi vel, sem hefur kannski hjálpað mér að skilja betur hvað ég hugsa.“ Sveitasögur eru svo sem ekki nýjar af nálinni og Harpa Rún hefur meðal annars fjallað um það í skrifum sínum sem bókmenntafræðing­ ur. Á tímabili segist hún hafa velt því fyrir sér að skrifa ritgerð um nútímavæðingu í íslenskum sveitabók­ menntum, sem hafi verið frekar seint á ferðinni. „Dalalíf endar á því að það kemur traktor. Það er eins og sveitaróman­ tíkin drepist með vél­ væðingunni, allavega í bókmenntunum, en stað­ reyndin er sú að það er ennþá allt fullt af lífi utan við nostalgíuna. Það er svo bráðíslenskt að skrifa um sveitina, en þau skrif koma ekki endilega frá kjarna hennar. Sögurnar sem koma beint úr lífæðinni fara gjarn­ an ekki lengra en milli eld­ húsborða – sem oft er synd,“ segir Harpa Rún að lokum. Titilljóð bókarinnar Eddu, sem hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2019. Þess má geta að ljóðið er nú í eigu spunaverk­ smiðjunnar Uppspuna, eftir sérstak­ lega vel heppnaðan upplestur þar á jólaföstunni, þar sem leikið var undir á rokka. Edda Þið tvær eruð endar tímareipis sem strekkist og slaknar á víxl. Önnur að hefja leik hin að nálgast lokin. Milli ykkar liggur líflína spunnin úr blóðböndum, tvítogi vinarþeli, sem þið haldið hæfilega þaninni. Við hin horfum á heyrum tóna hrökkva af strengjum. Dönsum svo á línunum ykkar yfir, undir, á þeim finnum lausa enda flækjur, snurður, föll. En þræðina eigið þið sjálfar. Skáld á tímatali bóndans Harpa Rún Kristjánsdóttir, búandkerling í Hólum á Rangárvöllum. Bændasamfélagið byggir á samhengi, það þarf að hleypa til svo fæðist lömb og ná heyjum svo hægt sé að fæða þau. Myndir / Halla Ósk Heiðmarsdóttir Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 STARTARAR í flestar gerðir dráttarvéla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.