Bændablaðið - 23.04.2020, Qupperneq 39

Bændablaðið - 23.04.2020, Qupperneq 39
Bændablaðið | Fimmtudagur 23. apríl 2020 39 Frístunda- og atvinnufatnaður frá REGATTA Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna Bænda 7. maí LESENDABÁS Matarkistan Ísland Það má í raun teljast ótrúlegt að búa í landi sem hefur jafn mikla möguleika á hreinni matarfram- leiðslu og Íslandi en búa jafn- framt við gífurlegan innflutning af matvælum sem við gætum með auðveldu móti ræktað sjálf. Eins mætti það teljast með ólíkindum að þegar grænn flokkur situr í ríkisstjórn að ekki sé lögð meiri áhersla á að styðja við lífræna íslenska framleiðslu á matvörum en raun ber vitni. Sér í lagi þegar forsætisráðherra hefur sérstakan áhuga á hamfarahlýnun og gæti sparað mörg kolefnisspor með því að stuðla að því að flytja ekki vörur yfir hafið sem við getum auðveldlega framleitt sjálf. Nú erum við Íslendingar svo heppnir að búa í landi vatns og vinda þar sem fallvötn eru ekki af skornum skammti. Við framleið- um því nánast einvörðungu græna raforku sem hefði verið rakið að nýta til að framleiðslu á hreinu, líf- rænu og umhverfisvottuðu græn- meti. Vandinn er þó sá að hingað til hefur raforkuverð til bænda verið allt of hátt og hefur það komið niður á framleiðslugetu þeirra sem og nýliðun í stéttinni. Þetta okur er mikill ljóður á ráði Landsvirkjunar því hún er í þjóðareigu og skilar töluverðum hagnaði ár hvert og því er engin ástæða til að vinna gagn- gert á móti bændum á þennan hátt. Það vekur einnig furðu að Landsvirkjun hafi tekið upp á því að selja upprunavottorð fyrir raforku sem hefur breytt hreinu orkunni okkar í óhreina orku í orði en ekki á borði. Þetta eyðileggur vissulega möguleika allra þeirra sem vilja kaupa þessa hreinu orku og aug- lýsa vöruna sína sem framleidda á náttúruvænan hátt. Á tímum umhverfisumræðu og áhuga fyrir náttúrunni er stórundarlegt að stjórn Landsvirkjunar skuli láta sér detta þetta til hugar og skemma þannig fyrir orðspori íslenskrar orku og íslenskrar framleiðslu. Ofan á allt saman hefur sú umframorka sem var inni á kerfi Landsvirkjunar nú verið seld að umtalsverðu leyti til gagnavera sem hefur gert það að verkum að forstjóri Landsnets hefur boðað orkuskort. Það hefði verið nær að þessi orka færi til bænda sem vildu hefja búskap eða ylrækt í stað þess að hún væri seld til fyrirtækja sem grafa eftir rafmynt og skapa sára- litla atvinnu í landinu. Hafa menn á borð við Gylfa Magnússon, fyrrum viðskiptaráðherra, vakið athygli á að hér sé um sóun á raforku að ræða og sé slík sóun eitt helsta vandamál sem jarðarbúar standa frammi fyrir. Það er í mínum huga engin spurning að ráðamenn eigi að styðja við bakið á bændum í landinu og hvetja þá heldur til framleiðslu en letja. Við sjáum það best nú á tímum heimsfaraldurs hversu mikilvægt það er að innlend matvælaframleiðsla ráði við að brauðfæða landsmenn þegar í harðbakkann slær. Svo ekki sé talað um þá gífurlegu og einstöku möguleika sem eru fyrir íslenska bændur á alþjóðamarkaði með sína vöru. Mig langar því að lokum að hvetja stjórnvöld til að hætta að setja bændum stólinn fyrir dyrnar og gera heldur allt sem í þeirra valdi stendur til að ljúka upp öllum dyrum sem auðvelda þeim framleiðslu á þessari frábæru íslensku vöru. Guðmundur Franklín Jónsson Guðmundur Franklín Jónsson. Kynning á drögum að stjórnar- og verndaráætlun fyrir Friðland að Fjallabaki Drög að gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Friðland að Fjallabaki hafa verið lögð fram til kynningar á vef Umhverfisstofnunar. Markmiðið með gerð Stjórnunar- og verndaráætluninni er að leggja fram stefnu um verndun friðlandsins og hvernig viðhalda skuli verndargildi svæðisins í sem bestri sátt. Hægt er að skila inn ábendingum og athugasemdum með því að senda tölvupóst til Umhverfisstofnunar á netfangið ust@ust.is, eða senda póst til Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík. Frekari upplýsingar veitir Hákon Ásgeirsson í gegnum tölvupóst (hakon.asgeirsson@ust.is) eða í síma 591-2000 / 591-2134. Handmjaltartæki 34.900kr m/vsk  Fyrir ær og hryssur  Sjálfvirkt sog  Til að safna broddi  Til að létta á bólgu  Til að mjólka í lömb  Eigum auka flöskur og varahluti Pantaðu á netverslun okkar www.kb.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.