Bændablaðið - 23.04.2020, Page 43

Bændablaðið - 23.04.2020, Page 43
Bændablaðið | Fimmtudagur 23. apríl 2020 43 Sími 453 8888 - Opið virka daga 9-17 Við Norðurlandsveg, 560 Varmahlíð Þessi 2600 SA-R er að lenda ... ...og bíður eftir verkefnum! Alltaf opið í VEFVERSLUNVÉLAVALS - 2600 Gallon - 11.000L Jurop dæla - 8” áfyllibúnaður - Auka 6” tengi og barki - Led ljós - Led blikkljós - Dekk: 800/65 R32 Alliance Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið auglýsir eftir umsækjendum vegna stuðnings við aðlögun að lífrænum framleiðsluháttum í samræmi við ákvæði V. kafla reglugerðar um almennan stuðning við landbúnað nr. 1260/2018. Framleiðendur sem uppfylla skilyrði 3. gr. framangreindrar reglugerðar og hafa byrjað lífræna aðlögun í landbúnaði undir eftirliti faggildrar vottunar- stofu og í samræmi við gildandi reglugerð um lífræna framleiðslu og merk- ingu lífrænna vara, með síðari breytingum, geta sótt um aðlögunarstuðning. Skilyrði fyrir stuðningi eru fullnægjandi skil á skýrsluhaldi í þeim búgreinum sem við á hverju sinni. Nauðsynleg fylgiskjöl með umsókn eru eftirfarandi: 1. Kostnaðaráætlun unnin af fagaðila. 2. Afrit af áætlun um aðlögun að lífrænni landbúnaðarframleiðslu, staðfest af faggildri vottunarstofu. 3. Staðfesting faggildrar vottunarstofu um að umsækjandi hafi undirritað samning við hana um reglubundið eftirlit með fram - leiðslunni samkvæmt reglum um lífræna framleiðslu. Nánari upplýsingar um nauðsynleg fylgiskjöl má finna í framangreindri reglugerð. Opið er fyrir rafrænar umsóknir í AFURÐ (afurd.is), greiðslukerfi landbúnað- arins. Umsóknum skal skila inn eigi síðar en á miðnætti 15. maí 2020. Stjórnarráð Íslands Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Auglýst eftir umsóknum um stuðning við aðlögun að lífrænum framleiðsluháttum Bændablaðið Auglýsingar 56-30-300 SAUÐFÉ&BURÐARHJÁLP „alvöru“ mjaðmagrind og þremur mismunandi lömbum í raunstærð, búnum til úr íslenskri ull í þremur litum, sem veitir innsýn í kindina í orðsins fyllstu merkingu. Til að tryggja gæði og notendavænleika fóru um tíu „prufunotendur“ yfir myndböndin, bæði reyndir sauðfjár- bændur og minna vanir,“ útskýrir hún. Karólína segir að þetta umfangs- mikla verkefni hefði ekki getað orðið að veruleika án styrktaraðila, fyrst að efnið sé öllum opið og engar tekj- ur væntanlegar. Aðalstyrktaraðilinn er Framleiðnisjóður landbúnaðar- ins, en níu fyrirtæki lögðu líka fram talsverðar upphæðir; Fóðurblandan, Kaupfélag Skagfirðinga, Kaupfélag Vestur-Húnvetninga, Kaupfélag Borgfirðinga, Lífland, SAH afurð- ir, Kraftvélar, Lely Center Ísland og H. Hauksson. Eftirfylgjandi myndbönd verða í boði þegar allt er klárt, en efnið verður í sífelldri endurskoðun með hvað hægt sé að gera betur og bæta við: 1. Fyrir byrjendur 2. Góð ráð, tæki og tól 3. Notkun handklæðis 4. Notkun snúru/vírs/„lamba- hjálpar“ 5. Eðlilegur burður 6. Eðlilegur burður – aukaefni 7. Vantar framfót/bara haus 8. Vantar framfót – aukaefni 9. Afturábak 10. Afturábak – aukaefni 11. Tvö (eða þrjú) lömb 12. Kolskakkt lamb 13. Stór horn 14. Stórt lamb 15. Legsnúningur 16. Skeiðarsig 17. Blæðandi naflastrengur 18. Að venja undir 19. Notkun magaslöngu Hægt að gerast áskrifandi Vefslóðin að rásinni er tinyurl. com/burdarhjalp og hægt er að gerast áskrifandi til að fá tilkynn- ingu þegar nýtt efni er komið inn í rásina. /smh Er þetta eðlilegur burður - þarf ég að veita burðarhjálp? Fjölbreyttu lambalíkönin; Litla-Surtla, Móhyrningur og Stóra-Mjöll. Stór horn. Skjámynd úr leiðbeiningarmyndbandi. Nánari upplýsingar gefur: Grétar Hrafn Harðarson S: 892-1480 Nf: gretarhrafn@simnet.is MEIRA FÓÐUR, LYSTUGRA FÓÐUR Nánari upplýsingar gefur: Grétar Hrafn Harðarson S: 892-1480 Nf: gretarhrafn@simnet.is GRÆNU VELFERÐARGÓLFIN Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 JUROP HAUGSUGUDÆLUR 6,500 - 9,500 11,000 - 13,500 lítra HAUGSUGUHLUTIR VARAHLUTIR

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.