Bændablaðið - 23.04.2020, Side 44

Bændablaðið - 23.04.2020, Side 44
Bændablaðið | Fimmtudagur 23. apríl 202044 Fersk trönuber eru súr og beisk á bragðið en einstaklega góð þegar búið er að hantera þau og gera úr þeim trönuberjasósu. Berin eru upprunnin við norðausturströnd Norður-Ameríku og þar er ræktun þeirra mest. Heitið trönuber vísar til þess að blómið þykir líkjast háls, haus og gogg á trönu. Að mati FAOSTAD, Tölfræði­ deildar Matvæla­ og landbúnað­ arstofnunar Sameinuðu þjóðanna, er framleiðsla á trönuberjum um 700 þúsund tonn á heimsvísu. Framleiðslan á ársgrundvelli er mest í Bandaríkjum Norður­Ameríku, um 400 þúsund tonn. Kanada er í öðru sæti með í kringum 170 þúsund tonn og Síle í því þriðja með fram­ leiðslu á um 100 þúsund tonnum á ári. Wisconsin­ríki Norður­Ameríku og Quebec­svæði í Kanada eru langstærstu ræktunarsvæðin. Auk þess sem berin eru ræktuð, en í mun minna mæli, til framleiðslu í Argentínu, Nýja­Sjálandi, Suður­ Afríku, Frakklandi, Hollandi, á Spáni og í Póllandi. Ný trönuber eru flokkuð með bláberjum og öðrum berjum í inn­ flutningstölum Hagstofunnar og því ekki hægt að gera sér grein fyrir inn­ flutningi á þeirra samkvæmt þeim tölum. Einnig er flutt inn talsvert af trönuberjasafa, ­sósu og ­sultu. Ættkvíslin Vaccinium Rúmleg 400 tegundir tilheyra ættkvíslinni Vaccinium og eru af lyngætt og finnast ólíkar tegundir víða um heim og meira að segja eru til tegundir sem vaxa á Madagaskar og teljast innlendar. Tegundir innan ættkvíslarinnar eru jarðlægar, eða runnar sem geta náð um tveggja metra hæð. Einstaka tegundir sem vaxa í hitabeltinu eru ásætur sem vinna vatn og næringu úr andrúms­ loftinu en flestar lifa sambýli með svepprótum. Skyldleiki tegunda innan ætt­ kvíslarinnar er flókinn og ekki alltaf ljós þar sem ólíkar tegundir geta hæglega æxlast saman, og heldur ekki alltaf ljóst hvort um tegund, staðbrigði eða blendinga er að ræða. Auk þess sem til eru margir mann­ gerðir blendingar og yrki. Stönglar Vaccinium­tegunda eru yfirleitt trjákenndir, blöðin leður­ kennd viðkomu, lítil egg­ eða lensu­ laga, dökk­ eða blágræn og flestar tegundir með áberandi blaðæðum. Blómin oft litlar bjöllur með löngum frævum og fræflum. Aldinin sem eru ber myndast í blómbotninum og er hólfaskipt og með mörgum fræjum. Yfirleitt rauð eða blá. Trönuber Hörður Kristinsson grasafræð­ ingur segir að trönuberjalyng finn­ ist einungis í Norður­Ameríku en mýraberjalyng víðar á norðurhveli. „Ljóst er að trönuberjalyngið og mýraberjalyngið eru dálítið frá­ brugðin hinum tegundum ættkvíslar­ innar Vaccinium.“ Hann segir enn fremur, að skiptar skoðanir hafi verið um, hvort þær beri að telja sem tegundir innan Vaccinium, eða líta beri á þær sem sjálfstæðar tegundir undir ættkvíslarheitinu Oxycoccus. „Reidar Elven, sem er ritstjóri Panarctic flora checklist, lista yfir allar tegundir norðurhjarans http://panarcticflora.org/search, hefur kosið að aðgreina þær frá Vaccinium og skrá þær í ættkvíslina Oxycoccus.“ Trönuber eru lágvaxnir eða jarðlægir runnar sem ná 5 til 20 sentímetra hæð en geta klifrað í um tveggja metra hæð. Stönglarnir smáhærðir, viðarkenndir, grannir og sveigjanlegir. Blöðin sígræn, þykk og leðurkennd, 5 til 10 millimetrar að lengd, egg­ eða lítillega lensu­ laga, dökkgræn og með áberandi blaðæðum. Blómin dökkbleikrauð, opin með aðskilin krónublöð og löngum fræflum og frævu. Frjóvgun á sér stað með býflugum. Berin sem eru stærri en laufblöðin eru áberandi en misstór eftir vaxtarstað og stærri á ræktuðum berjum en villtum. Ljósir grænjaxlar til að byrja með en verða áberandi rauð með þroska. Berin skiptast í hólf með nokkrum fræjum og eru súr. Á Íslandi finnast Vaccinium tegundirnar V. myrtillus, V. uliginos­ um og V. vitis­idaea, aðalbláberja­, bláberja­ og rauðberjalyng. Auk þess sem mýraberjalyng, Oxycoccus microcarpus, finnst á Mið­ Norðurlandi og Fljótsdalshéraði. Nafnaspeki Ættkvíslarheitið Vaccinium er mögu lega dregið af gríska orðinu Hyacintos sem er heitið á spartneskri hetju og elskhuga guðsins Apollo. Oxycoccos kemur úr grísku, ὀξύς‎ og κόκκος‎ og þýðir að berin séu súr. Enska heitið cranberry var upp­ haflega craneberry og kemur úr þýsku kraanbere. Heitið craneberry kom fyrst fram á prenti hjá trúboð­ anum John Eliot um 1647 en það er HELSTU NYTJAJURTIR HEIMSINS Trönuber eru uppskorin í vatni Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Trönuberjum safnað saman í vatni. Berjunum ýtt á færiband sem flytur þau á vörubílspall. Berin eru misstór eftir vaxtarstað og stærri á ræktuðum berjum en villt- um. Ljósir grænjaxlar til að byrja með en verða rauð með þroska.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.