Bændablaðið - 23.04.2020, Side 47

Bændablaðið - 23.04.2020, Side 47
Bændablaðið | Fimmtudagur 23. apríl 2020 47 Til sjóðfélaga í Lífeyrissjóði bænda Sjóðfélagayfirlit, upplýsingar um iðgjaldagreiðslur til Lífeyrissjóðs bænda fyrir tímabilið september 2019 til mars 2020 eru nú aðgengileg sjóðfélögum á sjóðfélagavef www.lsb.is. Vinsamlegast hafið samband við sjóðinn ef óskað er eftir að fá yfirlitið sent. Skorað er á sjóðfélaga að bera yfirlitin saman við launaseðla og gera án tafar athugasemdir, ef vanhöld koma í ljós á iðgjaldaskilum. Jafnframt er sjóðfélögum bent á að hafa tafarlaust samband við sjóðinn, hafi þeir ekki fengið yfirlit frá sjóðnum en telja að vinnuveitandi hafi átt að skila iðgjöldum til sjóðsins. Hafi athugasemdir frá sjóðfélaga, staðfestar með launaseðlum, ekki borist sjóðnum innan 60 daga frá dagsetningu yfirlits eða birtingu auglýsingar, sé það síðar, og sjóðnum hefur ekki verið kunnugt um iðgjaldakröfuna, er sjóðurinn einungis ábyrgur fyrir réttindum á grundvelli iðgjalda þessara að því marki sem þau fást greidd. LÍFEYRISSJÓÐUR BÆNDA Stórhöfða 23 - 110 Reykjavík s. 563 1300 - lsb@lsb.is Sími: 571-5590 | Netfang: sala@nethogun.is Intel 8 örgjafi i5 16 GB vinnsluminni Intel sjákort 8 USB port Engin vifta MSATA diskur HÆGT AÐ FÁ: Þráðlaust net Allt að 32 GB vinnsluminni VERÐ: 94.000 kr. Öflug – Hljóðlaus og fyirferðarlítil ER EKKI KOMINN TÍMI TIL AÐ ENDURNÝJA BORÐTÖLVUNA ÞÍNA? SMART COMPUTER byko.is YLEININGAR ERU LÉTTAR STÁL- KLÆDDAR SAMLOKUEININGAR SEM FÁST MEÐ ÞÉTTIFRAUÐS- EÐA STEINULLARKJARNA. Einingarnar eru sterkar og burðarmiklar og fást með mismunandi yfirborði og litum að eigin vali. Helstu kostir þess að nota samloku- einingar er auðveld og fljót uppsetning, auðveld þrif, mikil burðargeta, mikið einangrunargildi og er ódýr kostur ef miðað er við hefðbundnar lausnir. Yleiningar henta vel fyrir eldri gripahús þar sem skipta þarf út þak- og eða veggjaklæðningum. BALEX yleiningar eru framleiddar undir ströngu eftirliti samkvæmt viðurkenndum evrópskum stöðlum. Hafðu samband: bondi@byko.is YLEININGAR Selen til inngjafar Fyrir lömb Fyrir ær  Örvar kyngiviðbragðið  Getur fyrirbyggt stíuskjögur  Stuðlar að auknu ónæmi  Getur flýtt fyrir þroska  Hraðar efnaskiftum í vöðvum  Einstaklega góð upptaka  Mjög bragðgott  Nákvæm skammtadæla  Tilbúið til notkunar  Bætir selenbúskap ærinnar  Minnkar líkur á selenskorti  Getur aukið lífsþrótt lamba  Getur fækkað dauðfæddum lömbum  Einstaklega góð upptaka  Mjög bragðgott  Nákvæm skammtadæla  Tilbúið til notkunar Sjá nánar í netverslun okkar www.kb.is LÍF&STARF Félag ferðaþjónustubænda: Tilbúnir þegar markaðurinn opnast aftur Ferðamönnum á landinu hefur fækkað gríðarlega í kjöl- far COVID-19 faraldursins. Formaður Félags ferðaþjón- ustubænda segir að ýmis úrræði séu til staðar til að koma fyrir- tækjum í gegnum vandann og að ferðaþjónustubændur verði tilbúnir í slaginn þegar hjólin fara að snúast aftur. Sölvi Arnarson, ábúandi að Efsta-dal II og formaður Félags ferðaþjónustu bænda, segir að vegna COVID-19 séu ekki margir ferðamenn á ferð á landinu um þessar mundir. „Satt best að segja eru sárafáir á ferð og ef við tölum um erlenda ferðamenn þá eru þeir síðustu lík- lega að fara úr landi þessa dagana. Hjá okkur hér í Efsta-dal hefur einn og einn ferðamaður verið að kíkja við síðustu daga og þá fólk á eigin vegum. Mér skilst að ástandið sé svipað hjá kollegum mínum um allt land.“ Ferðaþjónustubændur fara að reglum „Ég held að fyrsta aðgerð hjá ferðaþjónustubændum líkt og öðrum sé að huga að heilsunni og fara að ráðum og reglum landlæknis og sóttvarnateymis- ins. Ferðaþjónustubændur fara að reglum um samkomubann og reyndar tel ég að stór hluti af okkar félagsmönnum sé með lokað eins og stendur.“ Blandaður búskapur Sölvi segir að auk ferðaþjónustu séu margir bændur með blandaðan búskap, sauðfjár- eða kúabú. „Þeir sem haga hlutunum þannig eru að sinna þeim hluta búskaparins og ekkert annað að gera en að bíða eftir að hjól ferðaþjónustunnar fari að snúast aftur í júní.“ Margir að leggja sitt af mörkum „Staðan hjá þeim sem eingöngu eru með ferðaþjónustu er eðlilega erfið. Ríkið er að leggja sitt af mörkum og það munar mikið um þær að- gerðir. Vinnuskerðingarleiðin hjálpar mörgum, hvort sem það eru atvinnurekendur eða launþegar. Bankarnir eru einnig opnir fyrir því að aðstoða fólk vegna afborg- ana af lánum og því úrræði þar og sveitarfélögin hafa gefið vilyrði fyrir frestun á fasteignagjöldum. Það eru því mörg úrræði í boði og margir að leggja sitt af mörkum til að koma til móts við fólk vegna ástandsins. Félag ferðaþjónustubænda vinn- ur einnig í samstarfi við Ráðgjafar- miðstöð landbúnaðarins að því að veita þeim sem slíkt þurfa fjármála- ráðgjöf. Í fyrstu atrennu eru þetta allt stór skref í rétta átt og ég hvet okkar félagsmenn til að nýta þau.“ Tilbúnir þegar markaðurinn opnast Sölvi segir að ferðaþjónustubændur ætli ekki að láta deigan síga og séu tilbúnir þegar markaðir opnast aftur og fara í gang með auglýsinga- herferð og láta vita af sér. „Félag ferðaþjónustubænda er hluthafi í Ferðaþjónustu bænda og hún sinnir gríðarlega öflugu mark- aðsstarfi og verður tilbúin í slaginn þegar verður flautað til leiks að nýju,“ segir Sölvi Arnarsson, formaður Félags ferðaþjónustu bænda. /VH Sölvi Arnarson, ábúandi að Efsta-dal II og formaður Félags ferðaþjónustu bænda.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.