Bændablaðið - 23.04.2020, Page 49

Bændablaðið - 23.04.2020, Page 49
Bændablaðið | Fimmtudagur 23. apríl 2020 49 SELDU HRYSSUR TIL LÍFS Hrossabændur óska eftir hryssum Mega vera þriggja til fimmtán vetra Hækkað verð: Greiðum 35.000 kr. án vsk. fyrir hryssuna Sækjum frítt á Suður-, Vestur- og Norðurland. Upplýsingar: hryssa@isteka.com eða í síma 581-4138. Geymið auglýsinguna! Hryssur eru greiddar eftir reikningi og eftir umskráningu í WorldFeng. FR Í H EIM SE ND IN G *E f v er sla ð e r fy rir 30 .00 0 k r. e ða m eir a SÁÐVÖRULISTINN 2020 Afmælistilboð Landstólpa VALLARFOXGRAS TUUKKA Á 20% AFSLÆTTI Í APRÍL Sjá nánar á www.landstolpi.is Sími 480 5600 - Opið virka daga 8-17 Gunnbjarnarholti, 804 Selfossi Sími 480 5610 - Opið virka daga 9-17 Kaupvangi 10, 700 Egilsstöðum 20% afsláttur það var. Hólfaskipting krefst fjár- festingar en getur skilað sér í betri beitarnýtingu og minni vanhöldum lamba. Þetta á t.d. við ef hægt er að hafa gemlinga með lömb í sérstöku hólfi, sérstakt hólf fyrir ær með þrjú lömb og ær/lömb sem öruggara er að hafa undir sérstöku eftirliti um tíma. Margir gefa ánum ormalyf um leið og sleppt er af húsi. Það hjálpar til við að minnka hættu á að sníkju- dýrasmit byggist upp í vorbeit- arhólfunum. Eftir vorbeit á túnum og þrengri hólfum getur verið gott að gefa lömbunum ormalyf þegar þeim er sleppt í sumarhagana, jafnvel allri fjölskyldunni ef þörf er talin á. Hníslar eru sumsstaðar vandamál og þarf þá að beita viðeigandi ráðum í samráði við dýralækni. Mest hætta er á umtalsverðu orma- og hníslasmiti í þröngbeittum hólfum og þá ekki síst ef þannig er farið bæði að vori og hausti. Tíðarfarið hefur vitanlega mikil áhrif á beitarframboðið, á köldum og þurrum dögum gerist lítið sem ekkert en í hlýju og rekju æðir grasið upp og féð hefur alls ekki við að éta allt jafnharðan. Til þess að styðja við sprettuna á túnum sem eru beitt að vori er mjög æskilegt að bera á þau a.m.k. hálfan áburðarskammtinn áður en beitin hefst. Þannig þolir grasið betur beitina og áhrif vorbeit- ar á heyuppskeruna verða væntan- lega minni. Hvernig þetta spilast er í raun aldrei eins milli ára. Það eru ákveðin plön sem jafnan lagt er upp með en það er í raun stöðug vakt hvernig skuli brugðist við duttl- ungum vorgyðjunnar til að tryggja hagsmuni lambánna sem best. Þar er tvennt sem getur skipt miklu, annarsvegar nægt framboð af lyst- ugu heyi með beitinni og hinsvegar skjól eftir þörfum. Þó ærnar sýni heyi lítinn áhuga fyrst eftir að þeim er sleppt á nýgræðinginn þá leita þær í heyið síðar, jafnvel þó beitar- framboðið sé allgott. Gott hey með beitinni mildar fóðurbreytinguna og svo er það algerlega nauðsynlegt ef sprettan er hæg og gengur verulega á þá nál sem komin er. En hvaða mælikvarðar voru notaðir á árum áður við annað búskaparlag þar sem ekki var lagt upp með að beita fyrst á tún? Hér er tvö dæmi þar um; a) Ljónslappi hefur breitt úr blöðum sínum, geldfé á að getað bjargað sér. b) Birki alllaufgað, nægur gróður fyrir tvílembu í úthaga. Það er sjálf- sagt að hafa gamla mælikvarða á bakvið eyrað þó nú séu aðrir tímar. Hver plöntutegund þarf ákveðin veðurskilyrði til að komast af stað og gróandinn hefur sín föstu þrep en misjafnt milli ára hvaða dag þau eru stigin. Skjólið skiptir sköpum Skjól í beitarhólfum er mjög mikil- vægt, hvort sem er frá náttúrunnar hendi, af trjágróðri eða af einhvers- konar mannvirkjum. Aðstæður eru mjög mismunandi milli jarða, víða eru góð skjól frá náttúrunnar hendi og þau svæði gjarnan nýtt sem vorbeitarhólf en það er einnig al- gengt að vorbeitarhólfin séu flatlend og skjóllítil. Við þær aðstæður er mikið gagn af manngerðum skjól- gjöfum hverskonar og verulega má draga úr neikvæðum áhrifum vor- hreta á féð ef það getur leitað í skjól fyrir harðasta veðrinu. Skjólið sem ærnar hafa utan á sér getur þó verið enn mikilvægara, einkum ef vorbeitarsvæðin eru skjóllítil. Almennt séð er óráðlegt að alrýja ærnar ef minna en sex vikur eru í burð hjá þeim. Þegar svo stutt er í burðinn ná þær ekki að ullast að gagni fyrir burð og eru því „illa klæddar“ ef tíðarfar er rysjótt eftir að þær eru komnar út. Alla jafna er því ráðlegt að snoðrúningi/vetrarrúningi ljúki fyrir vorjafndægur en fer þó vitanlega eftir burðartíma. Athugandi er að skilja eftir ull á eldri ám og í því sambandi rétt fyrir hvert bú að meta hve vel er hægt að hlúa að ánum eftir burð ef gerir leiðinlega tíð. Óþarft er að hreinsa snoð innan úr lærum eða af kvið. Þó góð ullarhirða sé af hinu góða og sumum þyki „snyrtilegra“ að hvergi megi sjá mislanga lokka á ánum, má gæta sín á að hafa þær ekki alveg berskjaldaðar gegn vosbúð og kulda þegar út er komið. Það má segja að á flestum búum sé til einhvers konar viðbragðsáætlun við mismunandi sviðsmyndum vorsins. Þessar viðbragðsáætlanir eru vitaskuld engin nýlunda hjá bændum en þær er þó mjög mismunandi vel útfærðar ef bregður til hins verra. Einhverjir mega ugglaust velta meira fyrir sér hvernig brugðist skuli við svartari sviðsmyndum og hvort efla megi forvarnir, svo dottið sé nú inn í ríkjandi málfar liðinna veiru-vikna. Megi vorið 2020 verða landsmönnum hagfellt bæði til sjávar og sveita. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins 0,0% 5,0% 10,0% 15,0% 20,0% 25,0% 30,0% 35,0% 40,0% 45,0% 50,0% Bændablaðið Fréttablaðið Morgunblaðið Stundin DV Viðskiptablaðið Mannlíf 20 15 4 5, 0% 20 16 4 3, 8% 20 17 4 3, 1% 20 18 4 5, 6% 20 19 4 1, 9% 20 14 3 3, 9% 20 16 28 ,6 % 20 17 27 ,3 % 20 18 2 4, 6% 20 19 2 1, 9% 20 14 2 7, 8% 20 15 2 6, 0% 20 16 2 5, 3% 20 17 2 2, 0% 20 18 2 2, 1% 20 19 1 9, 0% 20 19 5 ,8 % 20 15 7 ,0 % 20 16 1 0, 8% 20 17 1 1, 2% 20 18 1 0, 8% 20 19 9 ,1 % 20 14 5 ,7 % 20 15 1 0, 0% 20 16 7 ,3 % 20 17 1 1, 2% 20 18 5 ,1 % 20 19 5 ,2 % 20 19 2 ,2 % Meðallestur prentmiðla á landsbyggðinni þróun lestrar síðastliðin sex ár, 2014-2019, samkvæmt könnunum Gallup 20 14 4 3, 3% 20 15 3 1, 0% 20 18 9 ,1 % 20 14 1 1, 3% Samfestingur með víðu sniði, mjórri endurskinsrönd, hnjápúðavösum og rennilás á skálmum upp að hnjám. Efni: 65% pólýester og 35% bómull, má þvo á 85°C. 260 gr/m². Litir: Svartur/rauður, dökk-/ljósgrár og blár. Stærðir: 46 - 62. Vinnugallar fyrir búskapinn Verð: kr. 10.788,- KH Vinnuföt • Nethyl 2a • 110 Reykjavík • Sími: 577 1000 • info@khvinnufot.is • www.khvinnufot.is

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.