Bændablaðið - 23.04.2020, Qupperneq 54

Bændablaðið - 23.04.2020, Qupperneq 54
Bændablaðið | Fimmtudagur 23. apríl 202054 Eðalfólksbílar eins og BMW, Benz og Porsce hef ég reynt að forðast að prófa á þeirri forsendu að íslenskt vegakerfi sé það lélegt að umfjöllun mín um fínan eðalbílinn mundi vera neikvæð frá byrjun til enda. Tesla er einn af þessum bílum sem mig langaði ekki til að keyra því að ég hafði lent í að hjálpa eiganda Teslu með tvö sprungin dekk, en þegar ég las að Tesla væri orðin mest seldi bíllinn á Íslandi það sem af er ári var mér ekki stætt á að prófa ekki bílinn. Flott verð þrátt fyrir að hafa hækkað aðeins frá áramótum Bíllinn sem ég prófaði heitir Tesla 3 long range og er fjórhjóladrifinn. Samkvæmt upplýsingum frá fram leiðanda á að vera hægt að komast yfir 500 km á hleðslunni. Krafturinn er mikill og upptaka, en uppgefin hröðun frá 0 upp í 100 km hraða er 3,4 sek. Fyrstu mánuði ársins var verðið á Tesla 3 mjög gott, en vegna hækkunar erlendra gjaldmiðla er nú grunnverðið á Tesla 3 eindrifs bíl 5.680.000 en á bílnum sem ég prófaði er nú verðið 6.450.000. Innréttingin og mælaborðið sérstakt í Teslabílum Að sitja í bílnum, miði maður út frá útsýninu og veginum, er svolítið eins og að maður sitji á veginum svo lágur er bíllinn frá jörðu. Varla að maður trúi því að hæðin undir lægsta punkt er 14 sentímetrar. Fremri sætin eru góð, en höfuðpúðarnir hefðu mátt vera aðeins stærri og skálalaga inn því ef bílnum er snögglega gefið inn er krafturinn það mikill að höfuðið þrykkist í höfuðpúðann. Svolítið þröngt fyrir „miðlungs feitan Íslending“ að fara í aftur- sætið. Lykillinn er eins og greiðslu- kort, maður ber kortið bara upp að hurðarstafnum og bíllinn opnast, en hægt er að setja upp „app“ í símann og virkja farsíma sem lykil að bílnum. Mælaborðin í Teslabílum er eins og stór „iPad“, snertiskjár sem notaður er fyrir allar stillingar og meira að segja þegar maður opnar fremra farangursrýmið. Gaman að keyra svona kraft­ mikinn bíl á góðum vegum Ég bý í hverfi 108 í Reykjavík þar sem hámarkshraðinn er frá 30 og upp í 50 km. Á svona kraftmiklum bíl vissi maður ekki fyrr en póst- númerið hoppaði inn á skjáinn. Það er afskaplega erfitt að keyra um hverfið mitt á svona kraftmiklum og hljóðlausum bíl á löglegum hraða. Eins og með alla bíla sem ég prófa þá hávaðamældi ég bílinn, en mér til vonbrigða mistókst mæl- ingin. Þrátt fyrir að bíllinn hafi verið á grófum ónegldum vetrar- dekkjum, þá tel ég að bíllinn mundi mælast um 70 db. (byggi það bara á reynslu fyrri mælinga á öðrum bílum). Ljúfur bíll að keyra í langkeyrslu Langkeyrslan var í styttra lagi, en að keyra bílinn á góðu malbiki er mjög ljúft. Þó þarf aðeins að passa upp á hraðablindu á bestu vegunum (þessum fáu góðu köflum). Þegar vegir eru góðir hættir manni til að keyra mun hraðar heldur en maður telur sig vera að keyra. Sá litli kafli sem ég keyrði bíl- inn á möl var það leiðinlegur að ég notaði fyrsta tækifæri til að komast á bundið slitlag. Það segir bara að þessi bíll er ekki skemmtilegur á malarvegi. Plúsarnir eru fleiri en mínusarnir Stærstu plúsarnir eru í fyrsta lagi verðið, er það myndi kallast „grín“. Þá er krafturinn æðislegur, sætin góð, innrétting flott. Bíllinn er umhverfis- vænn og fer langt á hleðslunni. Hann má draga kerru sem er allt að 910 kg. Ef það á að vera með dráttarkrók, þá þarf að panta hann um leið og bílinn því ekki er settur krókur á Teslabíla hér á landi. Mínusarnir, ekki margir, en það er ekkert varadekk, sem er ekki hentugt fyrir holótta malarvegi. Mesti mínusinn hefur ekkert með bílinn að gera, en það er vegakerfið á Íslandi sem er einfaldlega ekki tilbúið fyrir svona eðalbíla sem framleiddir eru á hjólbörðum sem eru nánast ekki með neina fjöðrun, þó svo að þessi bíll sé á 18 tommu felgum. Lokaorðin eru þau að vegirnir í hverfinu mínu eru þokkalega góðir og hætt við að ég yrði fljótt próflaus á svona bíl þar. Fyrir mér er allt gott við þennan bíl en vegirnir bara ekki nógu góðir. VÉLABÁSINN Hjörtur L. Jónsson liklegur@internet.is Lengd 4.694 mm Hæð 1.443mm Breidd 1.850 mm Helstu mál og upplýsingar Tesla 3 4x4 á góðu verði og kemst langt á hleðslunni Óneitanlega flottur bíll – Tesla 3. Myndir /HLJ Farangursrýmið að aftan er stærra en maður heldur. Svo er líka farangursrými að framan. Ari, bensínsölumaðurinn á Bíldshöfðanum, fórnaði bara höndum og sagðist ekkert geta gert fyrir mig. Mælaborðið er svolítið sérstakt í bílnum. Þarna hefði ég viljað teppaleggja og einangra. Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 KÚPLINGAR í flestar gerðir dráttarvéla
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.