Bændablaðið - 23.04.2020, Blaðsíða 56

Bændablaðið - 23.04.2020, Blaðsíða 56
Bændablaðið | Fimmtudagur 23. apríl 202056 MATARKRÓKURINN LÍF&LYST – BÆRINN OKKAR Ólafsvellir í Skeiða- og Gnúpverja- hreppi er landnámsbær. Býli: Ólafsvellir. Staðsett í sveit: Skeiða- og Gnúp- verja hreppur. Ábúendur: Georg Kjartansson og Mette Pedersen. Kjartan Georgsson og Pétur Kjartansson búa í gamla bænum. Fjölskyldustærð (og gæludýra): Georg og Mette ásamt þremur dætr- um; Katrín háskólanemi, Rakel, sem vinnur á búinu og Rebekka, sem er í grunnskóla. Heimilið deilir fimm íslenskum fjárhundum, einum schnauzer og ketti. Stærð jarðar? 500 hektarar. Gerð bús? Mjólkurkýr, hross og vélaútgerð. Fjöldi búfjár og tegundir? 75 mjólkurkýr, 51 kvíga, 20 naut og tæp 60 hross. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Hefbundinn vinnudagur er mjög breytilegur, byrjar þó alltaf á að fara út í fjós og horfa á róbótinn, og síðan allt frá að fara aftur inn að leggja sig til að fara út um allar trissur að vinna. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Flestir hér á bæ hafa mjög gaman af heyskap og þegar merarnar fara að kasta. Leiðinlegast myndi vera þegar dýr veikjast. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Nýtt fjós og skógrækt. Helstu tækifærin í framleiðslu íslenskra búvara? Mjólkur fram- leiðsla. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Það sem við erum alltaf með í ísskápnum er mjólk, AB mjólk, ostur, lýsi og ávextir. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Grilluð nautasteik. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Ekkert sérstakt sem kemur upp í hugann, nema kannski þegar við breyttum fjósinu í lausa- göngu. Steikt kjúklingalæri og súrdeigsbakstur Garama masala krydduð steikt kjúklingalæri er „tvist“ á djúp- steiktan kjúkling, og má líka baka í ofni. Stökkur og safaríkur súrmjólk- ur-kryddlagður kjúklingur, þar sem garam masala kryddi er stráð yfir í lokin. Svo eru allir að gera súrdeigs- brauð sem er bragðgóð skemmtun, oft er hægt að fá súrdeigsmóður frá vini, búa til eða fá upplýsingar á Facebook. Fyrir marineringuna › 4 beinlaus / skinnlaus kjúklingalæri › 2 bollar súrmjólk › Kryddjurtir til skrauts og nota svo stilkana, sem eru saxaði gróft, til dæmis kóríander, basilika og jafnvel mynta › 3 hvítlauksrif › 1 tsk. salt › 2 ferskir jalapeno-chili eða chiliflögur (1 tsk.) Fyrir mjölblöndu til að hjúpa kjúklinginn › 3 bollar hveiti › 1 bolli maís-sterkja (maizena), kart- öflu mjöl eða tapiocamjöl › 1 tsk. salt › 2 tsk. svartur pipar › 1/2 msk. paprika Til steikingar › Hnetuolía (það má líka baka hann í ofni) Krydd 1/2 msk. garam masalakrydd 2 msk. kókoshnetuolía, brædd Fyrir marineringuna Í skál skulið þið blanda saman súr- mjólk, chili, kryddjurtum, hvítlauk og salti. Látið liggja saman yfir nótt. Bætið kjúklingi í skálina og hylj- ið með marineringunni. Kælið í 2 klukkustundir eða yfir nótt. Takið kjúklinginn úr ísskápnum og látið ná stofuhita á sigti. Fyrir mjölblönduna Bætið hveiti, sterkju og kryddi út í eldfast mót (eða brúnan papp- írspoka) og blandið vel saman. Fjarlægið kjúklinginn úr mariner- ingunni eitt stykki í einu og blandið vel í kryddað hveitið. Verið viss um að þrýsta hveitinu alveg inn í kjötið. Hristið af umfram mjöl og geymið á bökunarplötu. Til steikingar Þegar allur kjúklingurinn er hjúp- aður hveitinu skulið þið setja olíu á þunga steikarpönnu eða pott. Hitið olíu að 174 gráðum yfir miðlungs hita. Prófið hitastigið með því að setja lítinn bita í olíuna. Þegar bit- inn byrjar að steikjast, bætið þá kjúklingnum við og eldið í 7–8 mínútur á hlið, þar til ytra byrðið er brúnað og kjötið soðið í gegn. Takið kjúklinginn af steikar pönnunni og setjið á vírgrind. Þegar kjúklingur er aðeins að kólna skulið þið bræða kókosolíu í litlum potti eða örbylgju- ofni. Hellið olíunni í litla skál og bætið garam masala út í. Kryddið með heitri blöndunni yfir kjúklinginn. Njótið. Sveitabrauð að hætti Chad Robertson Chad Robertson frá Tartine Bakery & Cafe í San Francisco er með eina bestu uppskrift sem fagmenn nota við súrdeigsbakstur. Að búa til eitt er einfalt en það krefst skuld- bindingar; byrjið á að fóðra og sjá um súrmóður í þrjár vikur áður en þið byrjið (hægt er að sleppa þessu með því að auglýsa eftir súr-móður á Facebook, margir skemmtilegir hópar þar sem fólk deilir bakstri og skiptist á ráðum. Vigtið öll innihaldsefni – líka vatnið. Fyrir byrjendur: › Hvítt brauðhveiti 600 g › Heilhveiti 600 g › Vatn (volgt) 225 g › Vatn (35 gráður) 75 g fyrir hverja fóðrun á súrdeigsmóður Fyrir súrdeigið: Vatn (35 gráður) og 100 g súrdeigs- móðir. Nú skal byrja að baka brauð eftir 3 vikur eða með súrdeigsmóður (sleppa skref 1-3 ef þú átt súrdeig) › Vatn (35 gráður) 325 g › Súrdeig 100 g › Hvítt brauðhveiti próteinríkt 450 g › Heilhveiti 50 g › Salt 10 g Aðferð 1. Búið til súrdeigsmóður: Blandið hveitinu saman ásamt volgu vatni í miðlungs skál. Bætið við 175 g af hveitiblöndu, blandið þar til blandan er þykk Hyljið með eldhúshandklæði. Láttu hvíla á köldum, dimmum stað þar til loftbólur myndast um hliðarnar og á yfirborðinu, um 2 daga. Dökk skorpa getur mynd- ast yfir toppinn. Þegar loftbólur myndast er það tími til fyrstu fóðrunar á súrdeigsmóður. 2. Takið 75 grömm úr súrdeigs- móðurinni við fóðrun og hendið því. Setjið 75 grömm af mjöl- blöndunni og 75 grömm af heitu vatni. Blandið þar til blandan er orðin að þykku deigi. Endurtakið á 24 tíma fresti á sama tíma dags í 15 til 20 daga. 3. Gerið súrdeigið: Kvöldið áður en þið ætlið að gera deigið, fargið öllu nema 100 g af upp- runalega súrdeigsgrunninum. Fóðrið með 200 g hveitiblöndu og volgu vatni. Hyljið með eldhúshandklæði. Látið hvíla á köldum, dimmum stað í 10 til 16 klukkustundir. Til að prófa súrdeig, settu 1 skeið í skál með vatni sem er við stofuhita. Ef það sekkur er það ekki tilbúið og þarf meiri tíma til að gerjast og þrosk- ast. Þegar það þróast mun lyktin breytast úr súrum í sæta angan, þegar það nær þessu stigi er það tilbúið til notkunar. 4. Búið til deigið: Hellið 300 g af volgu vatni í stóra blöndunar- skál. Bætið við 100 g af súr- deigi. Hrærið til að blanda. (Geymið afgangs súrdeigið, það er núna upphaf að súr- deigsmóður. Til að halda henni á lífi og til að búa til framtíð- ar brauð, haldið þá áfram að fóðra hana 50/50 vatn á móti mjöli. Blandið deigið með höndunum þar til engir bitar af þurru hveiti eru eftir. Eða í hrærivél með krók. Látið hvíla í 35 mínútur. Bætið við salti og 50 g af vatni. 5. Setjið yfir í miðlungs plastílát eða glerskál. Hyljið með eld- húshandklæði. Látið hvíla í 30 mínútur. Deigið mun nú byrja að hefast til að þróa bragðið og styrk (um 4 klukkustundir). 6. Í stað þess að hnoða deigið lyft- ir Robertson deiginu eins og að það sé verið „brjóta það saman“. Grípið neðri hluta deigsins, teyg- ið það út og brettið það aftur yfir sig. Snúið ílátinu um fjórðungs snúning og endurtakið. Gerið þetta 2 eða 3 sinnum, þetta gefur loft inn í deigið. Eftir þrjár klukkustundirnar ætti deigið að vera loftblandað og mýkra við- komu og þið munuð sjá 20 til 30 prósent aukningu í magni. Ef það gerist ekki skal halda áfram gerjun í 30 mínútur til 1 klukku- stund í viðbót. 7. Dragið deigið úr ílátinu með deigsspaða. Flytjið yfir í hveitistráð yfirborð. Stráið deigið létt með hveiti og skerið í 2 bita með því að nota spaða. Mótið í fallega ílanga kúlu. 8. Stráið aftur með hveiti, hyljið með eldhúshandklæði og látið hvíla í 20 til 30 mínútur. Rennið deigsköfunni undir hvert deig til að setja í 2 skálar með hreinum eldhúshandklæðum, ríkulega stráð með hveiti. Notið deig- sköfuna og færið hverja kúlu yfir í körfu, látið hvíla í her- berginu við 25 gráðu hitastig í 3 til 4 klukkustundir áður en bakað er. 9. Bakið brauðið: Tuttugu mínút- um áður en þið eruð tilbúin að baka brauðið, hitið þá ofninn í 250 gráður. Hitið bakka eða járnpott, setjið svo deigið þar ofan í. Skerið fallegar rákir með beittum hníf, setjið ögn af vökva inn í ofninn, svo myndist gufa, og bakið í 10 mínútur á hæsta hita, jafnvel undir grilli fyrstu 2 mín. Lækkið svo niður í 220 gráður og bakið þar til brauðið er stökkt viðkomu, látið kólna í um 20 mínútur fyrir skurð. Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumeistari Ólafsvellir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.