Bændablaðið - 23.04.2020, Page 58

Bændablaðið - 23.04.2020, Page 58
Bændablaðið | Fimmtudagur 23. apríl 202058 LESENDABÁS Þegar ekið er eftir þjóðveginum um Skagafjörð í átt í Norðurárdal og áfram áleiðis til Akureyrar blasir við mikill og fagur bænda- skógur í landi Silfrastaða. Þessi skógur lýsir einstökum dugnaði þeirra Silfrastaðamanna sem hafa komið þessum mikla og góða skógi upp. Undanfarin ár hafa skógar- bændur þar nyrðra verið að grisja og mikill viður fallið til við fyrstu grisjun. Hann nýtist eink- um sem eldiviður og eitthvað sem girðingastaurar og kurl. Þess má geta að Járnblendisverksmiðjan á Grundartanga kaupir íslenskan grisj- unarvið og hefur jafnvel borgað sig að aka honum þangað alla leiðina frá Austurlandi. Ísland er skógfátækasta land Evrópu. Skógarhögg er ein elsta atvinnugrein í Evrópu en ein af allra yngstu starfsgreinunum okkar. Hér er víða mjög gott land til skógræktar sem nýst gæti öllum landsmönnum mjög vel. Skógarskjólið er alkunn- ugt og öll ræktun er mun auðveldari þar sem þess nýtur. Má geta að fyrir nær 50 árum birtist grein í Ársriti Skógræktarfélags Íslands eftir Klemens Kristjánsson, tilraunastjóra á Sámsstöðum í Rangárvallasýslu, um tilraunir hans með kornrækt. Komst hann að þeirri niðurstöðu að aukin og auðveldari kornrækt væri í skógarskjólinu: Áhrif skógarskjóls á kornþunga, Ársrit Skógræktarfélags Íslands 1976, bls. 23-26. Niðurstaða Klemensar er að kornþungi korns er að meðaltali 24% meiri í skógar- skjólinu af sexraða byggi, hafrar 36% og 41% en sé ræktað á ber- angri. Ritgerð Klemensar má sækja á þessa slóð: http://www.skog.is/wp-content/ uploads/2019/03/SRR_1976_lr.pdf Auðvitað vex annar jarðargróð- ur betur í skógarskjólinu hvort sem er gras, kartöflur, kál, gulrætur eða rófur. Allt vex betur í skógar- skjólinu! Bændaskógar hafa sýnt sig og sannað eins og mjög víða má sjá víða um land. Þetta er einna augljós- ast austur á Héraði þar sem ásýnd landsins hefur breyst mjög mikið. Bændaskógarnir eiga eftir að verða skógarbændum mikill búhnykkur þegar fram líða stundir. Á vetrum fer snjósöfnun fram í skóginum en safnast ekki meðfram vegum eins og gerist á bersvæði. Þar sem vegur liggur um skóglendi eru vindhviður yfirleitt að verða með öllu óþekkt- ar. Það er því mikilvægt að koma sem víðast upp skjólskógi meðfram þjóðvegum landsins þar sem þekktir óveðurstaðir eru. Á Suðausturlandi er sérlega þekktur óveðursstað- ur innarlega í Hamarsfirði innan við Djúpavog, á Suðurlandi undir Öræfajökli og Eyjafjöllum. Á Vesturlandi er Kjalarnes alkunnugt fyrir slæmar vindhviður og einnig í Melasveit undir Hafnarfjalli. Einnig er mjög vindasamt undir fjöllum á Snæfellsnesi. Á öllum þessum slóðum hafa orðið mörg óhöpp og mjög mikið tjón. Norðanlands eru tiltölulega fáir vindasamir stað- ir þekktir enda þjóðleiðir flestar fjarri ströndum. Spurning er hvort Vegagerðin gæti tekið upp samstarf við tryggingafélög við að koma upp skjólskógum með fjármögnun en bændur lagt af hendi land gegn því að hafa einnig gagn af t.d. að nýta skóginn m.a. sem beitarskóg. Lífeyrissjóðir standa frammi fyrir miklum vanda þegar um ávöxtun fjár er að ræða Margir ævintýramenn sem huga að miklum skyndigróða hafa farið þess á leit við lífeyrissjóði að þeir taki þátt í fjárfestingum. Lífeyrissjóðir eru bundnir við að fjárfestingar þeirra séu að minnsta kosti eitthvert tiltekið lágmark sem verið hefur 3,5–4,5% undanfarin ár. Þetta hefur reynst þeim oft tor- veldur biti og hafa þeir oft fyrir vikið tapað miklu eftir að hafa ávaxtað sitt pund um einhvern tíma. Lífeyrissjóðir landsmanna töp- uðu gríðarlega miklum fjármunum í bankahruninu og talið það hafi numið um 500 milljörðum eða nálægt hálfum núverandi útgjöld- um ríkissjóðsins okkar. Kemur það fram m.a. í 4 binda skýrslu um stöðu lífeyrissjóðanna eftir hrunið. Fyrir nokkrum árum birtist eftir höfund þessa í Skógræktarritinu: Hvers vegna fjárfesta lífeyrissjóðir ekki í skógrækt? Því miður urðu nánast engar umræður um þetta efni. Ljóst er að arðsemin af skógrækt er mjög lítil og nánast engin meðan trjá- plönturnar eru að koma sér fyrir og þroskast. En oft þarf að bíða í einn og jafnvel tvo áratugi uns úr ræt- ist. Eftir að skógurinn er kominn á legg þá er ávöxtunin tiltölulega góð og þegar til lengri tíma er litið þá verður að telja meðaltalsávöxtunina nokkuð góða, jafnvel mjög góða. Við erum nánast í miðju barr- skógabeltinu og bæði í Norður- Ameríku sem og Skandinavíu er skógarhögg mjög arðsöm starfsemi. Í Svíþjóð hófst ræktun stafafuru, pinus contorta, fyrir rúmlega öld með mjög góðum nárangri. Er nú svo komið að Svíar líta á stafafur- uruna sem sænska trjátegund þó hún sé innflutt enda er hún talin í dag verðmætasta trjátegundin í sænskum skógariðnaði! Mikið væri æskilegt að landsmenn gætu litið á trjátegund með gagnaug- unum rétt eins og Svíar en ekki með tilfinningaríkum rökum um hvað sé innlent og hvað erlent. Allar lífverur, hvort sem eru jurtir, dýr eða við sjálft mannfólkið sem þrífst hér, ber að líta á sem íslenskt enda aðlögunarhæfni yfirleitt mjög mikil meðal langflestra lífvera. Við eigum að líta á alla möguleika okkar að létta okkur lífið og bæta hag okkar með þeim trjágróðri sem við getum haft gagn af. Samstarf bænda, lífeyris- sjóða og fagaðila Spurning er hvort unnt sé að koma á samstarfi lífeyrissjóða við bændur og Skógræktina? Þessir aðilar gætu lagt sitt fram hver á sínu sviði í púkkið með samningum sín á milli og unnið mjög gott þjóðþrifaríkt samstarf sem kæmi öllum aðilum að góðu gagni. Lífeyrissjóðirnir kæmu auðvitað með fjármagnið, Skógræktin með fagþekkinguna og bændur legðu til land og vinnufram- lag að einhverju leyti. Í þeirra höndum væri girðingavinna sem og nauðsynlegt viðhald meðan þess er talin þörf. Mjög æskilegt væri að skólafólk gæti komið þarna einnig við sögu einkum við útplöntun að vori og hausti enda er fátt eins vænlegt að glæða áhuga ungviðis- ins fyrir ræktun og með þátttöku í skógræktarstarfi. Sagt er að vaxtarhraði trjágróð- urs á Íslandi sé hægari en í löndum á sambærilegum breiddargráðum. Þetta er að einhverju leyti rétt en ekki að öllu leyti. Þekkt er að trjá- stofnar sem vaxa hægar með þéttari árhringjum séu endingarbetri og þar með dýrmætari en viður sem vex hratt. Einnig verður að reikna með að skóglendi er alltaf eftirsóknarvert og dýrmætara en berangur. Má geta þess að tugir ef ekki hundruð þús- unda frístundahúsa í Danmörku og Skandinavíu eru í eigu Þjóðverja en þeir eru mjög áhugasamir að koma sér upp aðstöðu í sveitasælunni á Norðurlöndunum ekki síður en Suðurlöndum. Sem leiðsögumaður get eg staðfest að oft er eg spurð- ur um þessi mál gagnvart Íslandi. Áhugi er mjög mikill og spurning hvenær við getum nýtt okkur þessa eftirspurn. Samstarf bænda, lífeyrissjóðanna og Skógræktarinnar að ógleymdu skólafólkinu gæti orðið okkur öllum til mikilla hagsbóta og ánægju. Góðar stundir. Guðjón Jensson leiðsögumaður og eldri borgari búsettur í Mosfellsbæ Skógrækt í þágu þjóðarinnar – Skógrækt ber að efla Skógrækt í Silfrastaðafjalli. Myndin var tekin fyrir sex árum. Mynd / HKr. Huppa, Surtla og himinhvolfið Þeir eru að segja okkur það þessi misserin, sérfræðingar ýmsir, að húsdýrin okkar, kýrnar og kindurnar, séu að rústa andrúms- loftinu. Þessi jórturdýr sem fylgt hafa okkur frá landnámi ku vera metanfabrikkur og þau prumpi svo mikið og ropi að jöklar bráðni, stormar geisi og haf súrni. Þess vegna sé það lífsnauðsyn að draga stórlega úr neyslu á ,,rauðu“ kjöti. Fækka þannig þessum skaðræðis- skepnum. Segja þeir. Minni spá- menn hafa það svo eftir og fjöl- miðlar dreifa boðskapnum gagn- rýnislaust. Hvernig má þetta vera? spyr leik- maðurinn. Yfirsást skaparanum eitt- hvað þegar hann hannaði meltingar- færi jórturdýra? Eða er hugsanlegt að sérfræðingunum yfirsjáist eitt- hvað? Jórturdýr af ýmsu tagi lifa hér á jörð og hafa gert í þúsundir ára. Í ró og spekt. En skyndilega eru þau orðin vandamál. Risastórt vandamál. Eða hvað? Það er rétt að þegar jórturdýr melta fæðu sína verður til gas- tegundin metan (CH4). Metan flokkast með svokölluðum ,,gróð- urhúsalofttegundum“. Í bókinni ,,Náttúruþankar“ (1) sem kom út fyrir síðustu jól segir á blaðsíðu 126: ,,Talið er að metanlosun (hús)dýra og manna á Íslandi sé samtals um 60.000 kílótonn á ári (7.000 kílótonn hjá nautgripum, 5.000 kílótonn hjá svínum, 4.000 kílótonn hjá sauðfé, 3.000 kílótonn hjá hrossum auk 40.000 kílótonna hjá mönnum)“. Séu þessar tölur rétt- ar nemur metanlosun nautgripa og sauðfjár á Íslandi aðeins ríflega 18% af heildarmetanlosun manna og dýra á landi hér. Miðað við umræðuna kemur sú niðurstaða verulega á óvart. En fleira er vert að nefna í þessu sambandi. Lofttegundin metan er skammlíf í andrúmsloftinu og breytist í aðrar lofttegundir (m.a. CO2) og vatn á 10–12 árum segir Wikipedia. (Aðrar heimildir segja að það helmingist á 10–12 árum). Þess vegna er það þannig að þegar Huppa nú ropar hressilega og sendir frá sér gusu af metani út í andrúms- loftið þá eru á sama tíma að eyðast síðustu leifarnar af metaninu sem Skrauta sendi frá sér fyrir 10 árum. Metanið frá Huppu núllast því út. Af þessu leiðir að sé fjöldi gripa óbreyttur breytist metanmagnið í andrúmsloftinu ekki neitt. Það er ,,konstant“ eins og það hét í gömlu reikningsbókinni minni. Nú er það svo að vetrarfóðruðu sauðfé á Íslandi hefur frá árinu 1980 fækkað um tæp 50%. Var komið niður í 432.023 vetrarfóðr- aðar kindur árið 2018 og fækkar enn. Styttist í að það verði ein kind á hvern íbúa landsins. Frá árinu 1990 hefur mjólkurkúm á Íslandi fækkað verulega. Úr 32.246 niður í 26.386 árið 2018. Samtals hefur mjólkurkúm, kvígum og geldneyt- um fjölgað á þessum tíma um rúm- lega 1000 gripi. Úr 54.780 árið 1990 í 55.797 árið 2018 (þessar tölur eru frá Hagstofunni) (2). Af framansögðu blasir það við að iðragerjun jórturdýra á Íslandi á ekki nokkurn minnsta þátt í aukningu metans í andrúmsloftinu undanfarna áratugi. Það er einfald- lega staðreynd sem sérfræðingar sem og aðrir verða að fara að með- taka. Líka fjölmiðlar. Þetta er ekki sagt til að firra íslenskan landbúnað allri ábyrgð í loftslagsumræðunni. Að sjálfsögðu ekki. Þar verða bændur eins og aðrir að taka til í sínum ranni. Sú tiltekt á hins vegar ekki að felast í því að fækka gripum. Við lifum norðan við kornræktarmörk en af grasi höfum við nóg. Tilraunir hafa sýnt að hæfi- lega bitinn úthagi bindur mun meira kolefni en óbitinn. Það eru aðföngin sem við þurfum að huga að og tak- marka eftir föngum. F.o.f. tilbúinn áburður, olíuvörur, vélar og tæki og innflutt kjarnfóður, sumpart ræktað á framræstum mýrum í öðrum lönd- um. Jafnvel hinum megin á hnettin- um. Þórarinn Magnússon Frostastöðum Heimildir: (1) Bjarni E. Guðleifsson og Brynhildur Bjarnadóttir. (2019). Náttúruþankar. (2) Hagstofan. Sími: 563 0300 / Netfang: bbl@bondi.is / bbl.is 41,9% fólks á landsbyggðinni les Bændablaðið 21,9% 41,9% á landsbyggðinni á höfuðborgarsvæðinu 29,2% landsmanna lesa Bændablaðið Lestur Bændablaðsins: BÆNDABLAÐIÐ ER GEFIÐ ÚT Í 32 ÞÚSUND EINTÖKUM Á TVEGGJA VIKNA FRESTI Heimild: Prentmiðlakönnun Gallup, okt.-des. 2019. Aldur 12-80 ára. Hvar auglýsir þú?

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.