Bændablaðið - 23.04.2020, Blaðsíða 61

Bændablaðið - 23.04.2020, Blaðsíða 61
Bændablaðið | Fimmtudagur 23. apríl 2020 61 Landbúnaðarháskóli Íslands starfar á þremur meginstarfsstöðv- um, að Hvanneyri í Borgarbyggð, Reykjum í Ölfusi og Keldnaholti í Reykjavík. Í júní síðastliðnum var samþykkt ný stefna til fimm ára fyrir Landbúnaðarháskólann. Sett voru fram þrjú gildi: SJÁLFBÆRNI, HAGSÆLD og FRAMSÆKNI og framtíðarsýnin sett fram í eftirfarandi setningu: „Landbúnaðarháskóli Íslands er þekktur innanlands sem og á alþjóðavettvangi fyrir framsækna kennslu, rannsóknir og nýsköpun sem stuðli að verðmætasköpun og fæðuöryggi til framtíðar með sjálf- bærri nýtingu auðlinda.“ Sex áherslur Í tilkynninu frá skólanum kemur fram að stefnunni er skipt í sex áherslur; 1) Stuðla að nýsköpun og verðmætasköpun, 2) Sækja fram á sviði rannsókna og þróunar, 3) Bjóða framsækið og virðisaukandi nám, 4) Tryggja skilvirka nýtingu inn- viða, 5) Efla mannauð og liðsheild og 6) Tryggja traust og gott orðspor. Hverri áherslu er síðan fylgt eftir með aðgerðum, mælikvörðum og markmiðum og hefur skólinn unnið markvisst að eftirfylgni og þegar náð góðum árangri. Í því sambandi má nefna að styrkir sem fengust úr samkeppnissjóðum voru rúmlega tvöfalt hærri en undanfarin ár, nem- endum hefur fjölgað, innviðir hafa verið styrktir, ráðið hefur verið í nýjar stöður, nýir samstarfssamningar verið gerðir og reglulega birtast jákvæðar fréttir úr starfi skólans. Nýtt skipurit Um síðustu áramót var nýrri stefnu fylgt eftir með nýju skipuriti. Háskólaráð fer með yfirstjórn skól- ans og dagleg stjórnun er í höndum framkvæmdastjórnar sem skiptist í fræðasvið og sameiginlega stjórn- sýslu. Fagbrautum er nú skipt á þrjár fagdeildir sem bera heitin Ræktun og fæða, Náttúra og skógur og Skipulag og hönnun. Á hverri deild er boðið upp á starfsmenntanám á fram- haldsskólastigi, grunnnám (BS) og framhaldsnám (MS og PhD). Lögð er áhersla á að efla rannsóknir og nýsköpun til að styðja við kennslu á öllum námsstigum. Deildarforsetar voru valdir til forystu fyrir hverja deild og með þeim í deildarráði sitja brautarstjórar sem tryggir að allar brautir komi að stjórnun, sem og fulltrúar nemenda. Með nýjum fag- deildum er ætlunin að efla samstarf- ið á milli námsstiga, ná fram sam- legðaráhrifum, bæta innviði skólans og nýtingu þeirra og styrkja um leið þverfaglegt samstarf. Fagdeildirnar mynda saman fræðasvið skólans og rektor, deildarforsetar og starfs- menntanámsstjóri mynda stjórn þess. Til að styðja við fagdeildir er stoðþjónusta skólans sem nú skipt- ist í rektorsskrifstofu, rekstrarsvið, rannsóknir og alþjóðasamskipti og kennsluskrifstofu. Stoðþjónusta skólans hefur verið efld með nýjum mannauðs- og gæðastjóra og upp- lýsinga- og skjalastjóra sem tóku til starfa í byrjun ársins. Rektor stýrir stjórnsýslu skólans ásamt skrifstofu- stjóra rektorsskrifstofu, rekstrar- stjóra, rannsókna- og alþjóðafulltrúa og kennslustjóra. Endurmenntun Endurmenntun og fræðsla fyrir al- menning er starfrækt í þeim fræðum sem viðurkenning háskólans tekur til. Endurmenntun skólans hefur náð miklum vinsældum og er bæði boðið upp á einstök námskeið og við- bótarnám. Má þar sem dæmi nefna fjölmörg námskeið sem tengjast ræktun og náttúrunytjum, jurtalitun, Reiðmanninn og Grænni skóga. Landbúnaður, umhverfi og skipulag skipta öllu máli Á næstu árum mun áfram verða lögð áhersla á að efla rannsóknir og alþjóðastarf og samþætta rannsóknir, nýsköpun og kennslu á lykilsviðum skólans sem snúa að sjálfbærri nýtingu auðlinda, umhverfis, skipulags og mat- vælaframleiðslu á norðurslóðum. Eftir hremmingar sem gengið hafa yfir heiminn að undanförnu ætti öllum að vera ljóst að þetta eru þau svið sem skipta mestu máli fyrir skólann. /VH Bílasala Akureyrar Freyjunes 2, 603 Akureyri S. 461-2533 Netfang: sala@bilak.is www.bilak.is NÝIR FRÁ BL Í ÁBYRGÐ! ´20 Dacia Duster Comfort. Dísel, beinskiptur. Verð 3.990,- #110170 ´20 Subaru Forester Lux MHEV NEW. Bensín, sjálfsk. Verð 7.190,- #110052 ´20 Subaru Forester premium. Bensín, sjálfskiptur. Verð 5.990,- #110009 ´20 Nissan Qashqai Acenta. Dísel, sjálfskiptur. Verð 5.340,- #110131 S: 5272600 - www.velavit.is Varahlutir - Viðgerðir Vélavit Sala Þjónusta www.velavit.is Erum með varahluti og þjónustu fyrir allar JCB vélar S: 527 2600 Smáauglýsinga- síminn er: 563 0300 VÉLBOÐA mykjudreifarar! VÉLBOÐI S: 565-1800 www.velbodi.is Í fjórum útfærslum og mörgum stærðum Nýtt skipurit Landbúnaðarháskóla Íslands: Ný stefna til fimm ára 17,70% 8,0% 7,2% 10,4% 23,2% 37,0% 29,2% 0,00% 5,00% 10,00% 15,00% 20,00% 25,00% 30,00% 35,00% 40,00% Mannlíf Viðskiptablaðið DV Stundin Morgunblaðið Fréttablaðið Bændablaðið Prentmiðlar - meðallestur á öllu landinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.