Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 05.05.2011, Page 35

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 05.05.2011, Page 35
Ljósmynd: Bára Snæfeld i 'Tífiín ~ " Wf/’ i1- ■Ml' " a||» Ejv - ».■ M Á skrifstofunni veita ráðgjafar bandalagsins al- mennar upplýsingar og ráðgjöf til öryrkja, fatl- aðra og aðstandenda og hefur þörf á þeirri þjón- ustu aukist til muna í kreppunni. Upplýsingar um réttindi og skyldur og aðstoð í samskiptum við ýmsar stofnanir er varða hagsmunamál eru ekki síður mikilvægt. Þá er lögfræðiráðgjöf veitt til öryrkja og aðildarfélaga ÖBÍ. Lögfræðingurinn tekur ekki að sér einstök mál nema þau hafi for- dæmisgildi fyrir fleiri. Mikilvægur þáttur í starfi bandalagsins er að standa vörð um réttindi öryrkja og þrýsta á nýj- ungar í þeim efnum og er liður í því að veita um- sagnir um lagafrumvörp, þingsályktanir og skrifa álitsgerðir. ÖBÍ er með fulltrúa í ýmsum opin- berum nefndum og ráðum og hefur sá þáttur í starfi bandalagsins aukist sfðustu ár. Yfirfærsla á þjónustu við fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga, sem tók gildi um síðustu áramót, leiddi til þess að ráða varð sérstakan starfsmann til að fylgjast með því sem fram fer og taka þátt í nefndarstarfi og samráðsnefndum því samfara. mál sem hafa frá upphafi verið helstu baráttumál ÖBÍ. Vegna skorts á úrræðum stofnaði ÖBÍ fyrir- tæki á sínum tíma til að koma til móts við þarfir öryrkja og hafa þau skipt sköpum í daglegu lífi. Fyrirtækin eru Brynja hússjóður Öryrkjabanda- lagsins, Hringsjá, náms- og starfsendurhæfing og Vinnustaðir ÖBÍ. Þau starfa sjálfstætt en ÖBÍ á fulltrúa í stjórn þeirra. Brynja - Hússjóður Öryrkjabandalagsins Brýn þörf var á leiguhúsnæði fyrir öryrkja þegar Hússjóður Öryrkjabandalagsins var stofnaður árið 1966. Fyrir nokkrum árum var nafninu breytt í Brynja - Hússjóður Öryrkjabandalagsins. Fjöldi leiguíbúða í eigu hússjóðsins eru í dag rúmlega 700 víðsvegar um landið. Þeir sem geta sótt um húsnæði hjá Brynju eru öryrkjar með 75% örorku- mat og eru tekjur, eignir og félagslegar aðstæðar lagðartil grundvallar við úthlutun. Biðlistinn eftir húsnæði er langur en skortur er á öruggu að- gengilegu húsnæði til leigu á viðráðanlegu verði. Tekjustofn Brynju eru leigutekjur og framlag ÖBÍ sem er hagnaður frá íslenskri getspá (Lottó). 35 Nauðsynlegt er fyrir Öryrkjabandalagið að fylgj- ast með þróun í málefnum fatlaðra og er erlent samstarf mikilvægur liður í því. ÖBÍ tekur virkan þátt f norrænu samstarfi og innan Evrópusam- bandsins. Slíkt samstarf virkar hvetjandi í bar- áttunni, eykur þekkingu og víðsýni og hugmyndir fást að leiðum til að ná settum markmiðum. Saumastofa ÖBÍ. Fyrirtæki ÖBÍ Húsnæðismál öryrkja, möguleikar til atvinnu- þátttöku og náms- og starfsendurhæfing eru þau Hringsjá, náms- og starfsendurhæfing Hringsjá er skóli fyrir fólk, 18 ára og eldra, sem vegna sjúkdóma, slysa, fötlunar eða annarra áfalla þurfa endurhæfingu til að geta stundað nám eða vinnu. Hringsjá er staðsett í Hátúni 10d og tók til starfa árið 1987. Þjónustusamningur er við velferðarráðuneytið en ÖBÍ hefur stutt við starfsemina. Hringsjá hefur skilað góðum ár- angri. Mikil þörf er á endurhæfingu, en skólinn annar ekki eftirspurn. Nemendur eru rúmlega 60 talsins en 20 manns eru teknir inn í skólann tvisvar á ári. í janúar á þessu ári bárust rúmlega 100 umsóknir sem sýnir greinilega hversu mikil þörfin er. Það er Ijóst að fjölga þarf endurhæf- ingarúrræðum til að auka möguleka fólks til at- vinnuþátttöku. Vinnustaðir ÖBÍ Starfsemi Vinnustaða ÖBÍ í Hátúni 10 hófst árið 1976. Markmið með rekstrinum er að veita fötl- uðum einstaklingum verkþjálfun eða vinnu til frambúðar. Hjá fyrirtækinu starfa að jafnaði 44 starfsmenn, þar af 36 fatlaðir í 18 stöðugildum. AFMÆLISRIT ÖBÍ

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.