Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 05.05.2011, Side 36
c
o
cn
tn
"ö
C
D
E
*o
D
C
c
ru
E
+■*
íU
I
■Ö
c
£
tn
IV» f. 1 1 íHf ■ á - i • i taMWf
1 ^ f m ~ 1 ; . m J \ ■ t, /43 á
A
P #-:■ 1 r % '’ú
1 J •r-rm
Starfsemi vinnustaðanna er þríþætt. Örtækni
framleiðir og selur tengikapla fyrir tölvur og
tæki tengd þeim. Þá hefur Örtækni sérhæft sig
í þjónustu með tölvu- og hugbúnað fyrir blinda.
Saumastofa framleiðir léttan vinnufatnað, ferm-
ingar- og kórkirtla. Þá annast ræstingadeild dag-
legar ræstingar á Hátúnssvæðinu og víðar. Starf-
semin flytur í stærra og hentugra húsnæði í
Hátúni lOc í maí sem gefur möguleika á því að
fjölga fólki í verkþjálfun og endurhæfingu.
Starfsfólk Örtækni.
Tölvumiðstöð fatlaðra
ÖBÍ er samstarfsaðili að Tölvumiðstöð fatlaðra
(TMF) ásamt Blindrafélaginu, Styrktarfélagi lam-
aðra og fatlaðra og Landssamtökunum Þroska-
hjálp. Starfsemi TMF, sem hófst 1987, felst í ráð-
gjöf fyrir fatlaðra, aðstandendur og fagfólk við
val á tölvubúnaði, tölvuforritum og notkun
þeirra ásamt ýmsum sérbúnaði. Þá er námskeið
mikilvægur þáttur í starfseminni. TMF er til húsa
á Háaleitisbraut 13, Reykjavik.
Önnur starfsemi
ÖBÍ er samtarfsaðili að Fjölmennt, fullorðins-
fræðslu fatlaðra og Tölvumiðstöð fatlaðra ásamt
öðrum félögum fatlaðra.
Fjölmennt
Fjölmennt, fullorðinsfræðsla fatlaða er símenn-
unar- og þekkingarmiðstöð sem býður upp á
fjölbreytt námskeið fyrir fólk með fötlun. Starf-
semin, sem hófst 2002, hefur þróast í þá átt að
styðja í auknum mæli við nemendurtil að stunda
nám hjá öðrum menntastofnunum. Árlega eru
um 600 nemendur hjá Fjölmennt víðs vegar um
landið. Fjölmennt er rekið með þjónustusamn-
ingi við ÖBI og Landssamtökin Þroskahjálp við
Menntamálaráðuneytið. Starfsemin er til húsa á
Vínlandsleið 14, Reykavík.
Baráttan heldur áfram
Eins og hér hefur komið fram er starfsemi ÖBÍ
margþætt enda baráttumálin af margvíslegum
toga. Margt hefur áunnist á þeim 50 árum sem
liðin eru frá stofnun bandalagsins. ÖBÍ er í dag
viðurkennt afl sem helstu baráttusamtök fatlaðra
og öryrkja á íslandi. Baráttuverkefnin eru óþrjót-
andi enda hafa stjórnvöld ekki staðið sig í að bæta
réttindi og þjónustu við fatlaða, nema síður sé.
Kreppan sem nú ríkir hefur haft neikvæðar afleið-
ingar í för með sér en góðærið náði ekki til allra.
Nauðsynlegt er að ráðamenn forgangsraði í þágu
fatlaðra, öryrkja og langveikra til að þeir njóti
sambærilegra lífskjara og aðrir þjóðfélagsþegnar,
það eru sjálfsögð mannréttindi.
Lilja Þorgeirsdóttir
framkvæmdastjóri ÖBÍ