Fréttablaðið - 26.05.2020, Síða 2
Vísindaskáldsöguþætt-
irnir eru framleiddir fyrir
efnisveituna Netflix.
SAMFÉLAG Í tæpan áratug hefur
stokkandarpar lagt leið sína að
skyndibitastaðnum Hlölla við
Lækjartorg til þess að sníkja sér
brauð í gogginn. Milli þeirra og
starfsmanna staðarins hefur mynd
ast einstakt vinasamband.
„Steggurinn er alltaf mættur
hingað á undan okkur á morgnana
og stekkur upp að rúðunni til þess
að láta vita af sér,“ segir Guðjón Þór
Valsson, starfsmaður Hlölla. Að
sögn Guðjóns var kolla alltaf með
steggnum í för og hófu endurnar
klóku að venja komur sínar á Hlölla
löngu áður en hann byrjaði sjálfur
að vinna á staðnum niðri í bæ.
„Þau eru líklega búin að heimsækja
okkur í um áratug,“ segir Guðjón.
Stegginn hafa starfsmennirnir
kallað Andrés og því rökrétt að
kollan heiti Andrésína. Starfs
menn Hlölla hafi skemmt sér við
að fylgjast með hegðun andanna
og þá sérstaklega herramannslegri
framkomu Andrésar.
„Hann passaði alltaf að hún fengi
fyrstu molana og byrjaði ekki að
borða sjálfur fyrr en hún var orðin
södd. Hann greip kannski einn og
einn brauðmola en þá aðeins ef
hann sá að hún sneri undan,“ segir
Guðjón og hlær. Auðheyrt er að
Guðjóni og öðrum starfsmönnum
staðarins þyki mjög vænt um þessa
vini sína. „Maður passar upp á þau
eins og börnin sín. Þá sjaldan að
einhver er að angra þau þá rýkur
maður út til að passa upp á þau,"
segir Guðjón.
Hin útsjónarsömu hjón sátu lengi
vel ein að gnægtaborði Hlölla allt
þar til að annað par fór að færa sig
upp á skaftið fyrir nokkrum árum.
„Það verður allt vitlaust þegar það
par kemur á sama tíma og þá slást
steggirnir stundum,“ segir Guðjón.
Andrés hefur haft yfirhöndina í
þeim slag og yfirleitt passar hitt
parið sig á að koma á öðrum tíma.
En sönn ást er hverful, ef hún er
þá yfir höfuð til. Fyrir nokkru síðan
tóku starfsmenn staðarins eftir því
að Andrés og Andrésína fóru að
mæta hvort í sínu lagi. Þau virðast
skilin að brauði og sæng. „Þetta
er mjög skrýtið. Þau koma aldrei
saman lengur og þá sjaldan að það
gerist heldur Andrés sig í hæfilegri
fjarlægð,“ segir Guðjón. Andrés
hættir sér ekki nærri fyrr en unga
móðir hans hefur étið nægju sína.
„Við erum hrædd um að þau séu
skilin. Hann þorir ekki að koma
nálægt henni lengur,“ segir Guðjón
alvarlegur.
En ljóst er að starfsmenn Hlölla
munu ekki skipa sér í fylkingar í
skilnaðarferlinu. Hvort sem Andrés
er ekki allur þar sem hann er séður,
nú eða Andrésína flagð undir fögru
fiðri, þá munu starfsmenn Hlölla
halda áfram að lauma að þeim góð
gæti um ókomna tíð – bara hvoru í
sínu lagi. bjornth@frettabladid.is
Fráskildar endur hafa
betlað Hlölla í áratug
Einstakt samband hefur myndast milli starfsfólks Hlölla í miðbænum og
andapars sem hefur sníkt þar brauð í tæp tíu ár. En ástin virðist illu heilli í
andarslitrunum og starfsmennirnir hafa áhyggjur af fiðruðu vinum sínum.
Jósep Fannar Sigurðsson og Guðjón Þór Valsson gefa Andrési brauð.
Við erum hrædd um
að þau sé skilin.
Hann þorir ekki að koma
nálægt henni lengur.
Fótboltinn flautaður á að nýju
Íslenski fótboltinn fór aftur af stað í gær þegar fjölmargir æfingaleikir fóru fram. Leiknismenn fengu Kórdrengi í heimsókn í fyrsta leik gærdagsins
á iðjagrænu grasinu í Efra-Breiðholti. Þó nokkrir áhorfendur létu sjá sig enda fótboltaþorsti landsmanna orðinn töluverður. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Veður
Vestan 8-15, en allt að 18 suð-
austan til fram að hádegi. Skúrir
um allt land, en dregur úr úrkomu
undir kvöld. Hiti 4 til 12 stig, hlýjast
suðaustanlands. SJÁ SÍÐU 16
Garðsláttuvélar
sem slá á þínum gönguhraða
Það er leikur einn að slá með nýju
garðsláttuvélunum frá CubCadet.
Þær eru með MySpeed hraðastilli
sem aðlagar keyrsluhraða vélanna
að þínum gönguhraða.
Gerir sláttinn auðveldari
ÞÓR FH
Akureyri:
Baldursnes 8
603 Akureyri
Sími 568-1555
Opnunartími:
Opið alla virka daga
Lokað um helgar
Reykjavík:
Krókháls 16
110 Reykjavík
Sími 568-1500
Vefsíða og
netverslun:
www.thor.is
MENNING Undanfarnar vikur hafa
tökur staðið yfir á vísindaskáld
söguþáttunum Kötlu sem eru úr
smiðju leikstjórans Baltasars Kor
máks og eru framleiddir fyrir efnis
veituna Netflix. Þættirnir verða alls
átta talsins og mun tilkomumikil
náttúra Íslands leika þar stórt hlut
verk. Mikil leynd hefur hvílt yfir
tökunum og lítið gefið upp um
söguþráð þáttanna nema í grófum
dráttum.
Í tilkynningu um framleiðsluna
á dögunum kom fram að þættirnir
myndu fjalla um hvernig líf bæjar
búa í friðsæla smábænum Vík hefði
breyst mikið í kjölfar Kötlugoss.
Flestir íbúar hafi neyðst til að yfir
gefa bæinn því jökullinn nálægt
eldfjallinu byrjar að bráðna. Þeir
ör fáu íbú ar sem eft ir eru ná að halda
sam fé lag inu gang andi og þrátt fyr ir
frá bæra staðsetn ing una er bær inn
nán ast orðinn að drauga bæ. Dul
ar full ir hlut ir sem frusu djúpt inn í
jök ul inn fyr ir löngu koma nú í ljós,
með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.
Samkvæmt heimildum Frétta
blaðsins leika tvær ungar konur lyk
ilhlutverk í þáttaröðinni. Það eru
leikkonan Íris Tanja Flygenring og
tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð
Jóhannesdóttir, sem er betur þekkt
undir listamannsnafni sínu GDRN.
Þær fara með hlutverk systra sem
mikið mæðir á. – ab
GDRN leikur í
þáttunum Kötlu
Söng- og leikkonan GDRN leikur
annað lykilhlutverkið í Kötlu.
DÓMSMÁL Þrátt fyrir að upplýsinga
lög gildi ekki um rannsóknir saka
mála og saksókn er það eðlilegur
hluti starfs yfirmanna lögreglu og
ákæruvalds að gera fjölmiðlum
nokkra grein fyrir stöðu máls
meðan á rannsókn þess stendur og
þeim ákvörðunum sem teknar eru.
Þetta kemur fram í nýjum dómi
Hæstaréttar í máli Gísla Reynisson
ar, sem krafðist meðal annars bóta
vegna ummæla fulltrúa ákæru
valdsins og yfirlýsinga á blaða
mannafundi um rannsókn Aserta
málsins svokallaða. Er í dóminum
vísað til dómaframkvæmdar Mann
réttindadómstóls Evrópu um upp
lýsingarétt almennings.
Hæstiréttur féllst á kröfu Gísla
um bætur vegna fjárhagslegs tjóns
sem hann varð fyrir vegna kyrr
setningar á fjármunum en hann var
sýknaður árið 2014 af ákærum fyrir
stórfelld brot á gjaldeyrislögum í
Asertamálinu. – aá
Eiga að svara
fjölmiðlum
2 6 . M A Í 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð