Fréttablaðið - 26.05.2020, Side 18
Útgefandi: Torg ehf. Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Jóhanna Helga Viðarsdóttir Sölumaður auglýsinga: Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654,
Á þjónustuverkstæði Sleggjunnar er boðið upp á viðgerðir á bremsum,
véla- og rafmagnsviðgerðir og við-
gerðir á hjóla- og drif búnaði. Auk
almennrar viðgerðarþjónustu á
stórum tækjum, vörubílum og
tengivögnum er Sleggjan með
smurþjónustu fyrir stóra bíla og
vinnuvélar. „Við erum með mjög
gott smurverkstæði og þjónustum
ýmiss konar atvinnubíla eins og
sendibíla og f lutningabíla auk
vinnuvéla. En það hafa líka verið
að koma inn hjá okkur minni
tæki, eins og litlar gröfur sem við
höfum þjónustað. Við smíðum
líka glussaslöngur í öll tæki,“ segir
Grétar Agnarsson, þjónustustjóri
hjá Sleggjunni.
Sleggjan býður viðskiptavinum
sínum þá þjónustu að sækja
aftanívagna og bíla og skila aftur
að lokinni viðgerð.
„Við sækjum bílana og tækin,
gerum við þau og förum með þau í
skoðun. Svo skilum við þeim aftur
á sama stað,“ útskýrir Grétar.
Stuttur biðtími
„Við erum þekktir fyrir að vera
með stuttan biðtíma. Það er mjög
algengt í þessum bransa að þú
þurfir að panta tíma með viku,
jafnvel tveggja vikna fyrirvara.
En við reynum að taka alla inn
sem fyrst og þjónusta eins vel og
við mögulega getum. Við höfum
þjónustað mikið af rútum en við
getum bilanagreint f lest allar
gerðir atvinnutækja,“ segir Grétar.
„Við erum með mjög gott og
samkeppnishæft tölvukerfi til
bilanagreininga. Oft er hringt í
mig og ég hef sent mann á staðinn
samdægurs til að lesa úr. Við
höfum farið á furðulegustu staði
í bænum þar sem bíllinn eða
atvinnutækið er stopp og hjálpað
við að f lytja það í burtu.“
Áratuga reynsla
Sleggjan er þrjátíu ára gamalt
fyrirtæki en fyrir rúmlega einu og
hálfu ári f lutti það á nýjan stað.
Fyrirtækið fór úr 290 fermetra
rými í Vogahverfi í Reykjavík í
2.300 fermetra rými í Mosfellsbæ.
Fyrirtækið hét áður Vörubíla-
og vinnuvélaverkstæðið en eftir
f lutningana var nafninu breytt í
Sleggjan í minningu Björns Guð-
mundssonar, stofnanda fyrir-
tækisins.
„Þetta er samt sama fyrirtækið
og hefur haft sömu kennitölu frá
upphafi. Stækkunin eftir f lutning-
ana er gríðarleg. Við höfum farið
frá því að vera með tvær vinnu-
hurðir upp í tíu. Viðtökurnar á
nýja staðnum hafa verið frábærar
og það hefur verið gríðarlega
mikið að gera,“ segir Grétar.
„Við erum gamlir í þessum
bransa og fáum gríðarlega mikið
af símtölum frá öðrum fyrir-
tækjum og umboðum sem óska
eftir aðstoð okkar. Til að svona
fyrirtæki gangi svona lengi þarf
góðan mannskap. Við erum mjög
heppnir að vera með góða menn
í vinnu sem hafa verið hjá okkur
lengi en ég hef sjálfur verið hér í 23
ár. Við erum sérhæfðir í bremsu-
viðgerðum og öðru, sérstaklega í
aftanívögnum. Ég hef sjálfur verið í
þeim viðgerðum í 30 ár þó ég sé nú
ekki orðinn gamall. En við getum
alltaf bætt við okkur góðu fólki í
vinnu og erum þessa stundina að
leita að starfsmanni á atvinnubíla-
verkstæðið okkar.“
Nánari uppslýsingar á sleggjan.is
og tímapantanir í síma: 588 4970
Verkstæði
Sleggjunnar
er vel tækjum
búið. FRÉTTA-
BLAÐIÐ/ERNIR
Sleggjan flutti í nýtt og mun stærra rými í Mosfells-
bænum fyrir einu og hálfu ári. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Sleggjan er með smurverkstæði og alhliða viðgerðarþjónustu fyrir stórar bifreiðar. Fyrirtækið þjónustar flestar gerðir atvinnubifreiða og vinnuvéla af mikilli fagmennsku. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Sleggjan er 30 ára gamalt fyrirtæki og flestir starfs-
mennirnir hafa mikla og góða reynslu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Framhald af forsíðu ➛ Við sækjum bílana
og tækin, gerum
við þau og förum með
þau í skoðun. Svo skilum
við þeim aftur á sama
stað.
2 KYNNINGARBLAÐ 2 6 . M A Í 2 0 2 0 Þ R I ÐJ U DAG U RVÖRUBÍLAR OG VINNUVÉLAR