Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.03.2020, Page 6

Víkurfréttir - 26.03.2020, Page 6
6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR fimmtudagur 26. mars 2020 // 13. tbl. // 41. árg. Til að fá ókeypis rafræna áskrift getur þú farið inn á vf.is, skráð þig á póstlista og fengið Víkurfréttir glóðvolgar í tölvupóstinn þinn í hverri viku! RAFRÆN ÚTGÁFA Á ÓVISSUTÍMUM „Við hjá Skólamat viljum þakka nemendum, foreldrum og starfsfólki skólanna sérstak- lega fyrir skilninginn síðustu daga. Það eru allir að gera sitt besta til þess að aðlaga sig að breyttu ástandi. Í krefjandi aðstæðum sem þessum felast líka mikil lærdómstækifæri fyrir fyrirtæki. Við erum viss um að þessi reynsla muni verða til þess að við séum enn betur undirbúin ef og þegar við þurfum að takast á við aðrar óvæntar uppákomur,“ segir Jón Axelsson, framkvæmdastjóri Skólamatar en COVID-19 hefur haft mikil áhrif á starfsemi fyrirtækisins en þegar eðlileg starfsemi er í gangi framleiðir fyrirtækið yfir 12 þúsund skólamáltíðir á dag. Hverju hafið þið þurft að breyta í starfseminni útaf CO- VID-19 og hvaða áhrif hefur þetta haft á starfsemina? Neyðarstig almannavarna sem tók gildi þann 13. mars og sú takmörkun sem sett var á skólahald í kjölfarið hefur haft mikil áhrif á starfsemi Skólamatar. Þegar öllum mötu- neytum grunnskólanna var lokað var ljóst að Skólamatur þurfti að gjörbreyta allri sinni starfsemi nánast á einum degi. Öll matarþjónusta í skólum miðaðist við að tryggja öryggi nemenda og starfsfólks skólanna. Öruggast var talið að bjóða upp á mat í lokuðum umbúðum fyrir hvern og einn nemanda. Starfsfólk Skólamatar leysti þetta mál með því að breyta matseðli og bjóða upp á samlokur, langlokur, pasta- bakka og ávexti. Flestir hafa sýnt þessu skilning og margir nemendur hafa lýst yfir ánægju með breyttan matseðil. Það skiptir okkur hjá Skólamat öllu máli að bjóða nemendum upp á hollan og fjölbreyttan mat. Nú sem fyrr leggjum við áherslu á að auka fjölbreytni og bæta enn frekar gæðin á því sem hægt er að bjóða upp á í skólunum, við þessar þröngu aðstæður. Nú eruð þið með marga starfsmenn, hvernig hefur vinnan gengið í þessu hjá ykkur? Hjá Skólamat starfa nú um 120 starfsmenn sem allir hafa þurft að breyta í grundvallaratriðum sínu verklagi og vinnuaðstæðum. Starfsfólk Skólamatar samanstendur af fjölbreyttum hópi fagfólks og reynsluboltum sem hafa leyst úr þessum aðstæðum á ótrúlegan hátt þannig að enn er hægt að bjóða upp á mat í skólunum. Þetta hefur gengið vel en forsenda þess er áhugi og þekking starfsfólks ásamt framúrskarandi samstarfi við birgja og starfsfólk skólanna. Er þetta misjafnt eftir skólum og jafnvel bæjarfélögum? Aðstæður í skólum eru mjög misjafnar. Sumir grunnskólar eru með kennslu fyrir alla nemendur alla daga en hjá öðrum mæta nemendur annan hvern dag eða eru alveg heima í fjarkennslu. Svo eru leikskólar flestir með skerta starfsemi og færri leikskólanemendur sem mæta, segir Jón Axelsson. Skólamatur þurfti að gjörbreyta allri sinni starfsemi nánast á einum degi   Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979 www.bilarogpartar.is Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu Opið: 11-14 alla virka daga „Það eru allir að gera sitt besta til þess að aðlaga sig að breyttu ástandi,“ segir Jón Axelsson, fram- kvæmdastjóri Starfsfólk Skólamatar leysti þetta mál með því að breyta matseðli og bjóða upp á samlokur, langlokur, pastabakka og ávexti.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.