Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.03.2020, Síða 12

Víkurfréttir - 26.03.2020, Síða 12
12 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR fimmtudagur 26. mars 2020 // 13. tbl. // 41. árg. — Hvernig ert þú að upplifa ástand- ið í kringum COVID-19? „Þetta ástand er mjög súrealískt og óvenjulegt. Maður getur ímyndað sér byrjun á stríði, það veit enginn ná- kvæmlega hvað gerist og hvað þetta ástand varir lengi“. — Hefurðu áhyggjur? „Já ég hef áhyggjur og okkur ber að taka þessu alvarlega“. — Hvaða áhrif hefur faraldurinn á þitt daglega líf? „Þetta hefur breytt því að maður er mikið meira heima við en áður. Ég er búinn að færa skrifstofuna heim. Einnig passar maður meira upp á heinlætið og handþvott en áður“. — Hefur þú þurft að gera miklar breytingar varðandi þína vinnu? „Breytingin er sú að ég er hættur að mæta á skrifstofuna og í skólann. Nú vinnur maður allt heiman frá sér. Ég er einnig í MPM námi í Há- skólanum í Reykjavík og nú er öll kennsla bara á netinu“. — Hvenær fórstu að taka COVID-19 alvarlega? „Ég hafði á tilfinningunni strax í janúar að þetta yrði heimsfaraldur. Ég veit ekki afhverju en það var eitt- hvað sem sagði mér að svo yrði. Ég fór að taka þessu alvarlega þegar fréttist af smiti í Ítalíu“. — Hvað varð til þess? „Ég rek fyrirtæki í ferðaþjónustu og er með fólk í vinnu, þannig að áhyggjurnar eru verulegar. Maður þarf að standa við skuldbindingar gagnvart fólkinu sínu. Einnig á ég aldraða ömmu og afa og svo er maður alltaf hræddur um fólkið sitt“. — Hvernig ert þú að fara varlega? „Ég umgengst færra fólk en áður og er ekki að fara á óþarfa staði sem ég þarf ekki að heimsækja“. — Hvernig finnst þér stjórnvöld standa sig í sóttvörnum? „Mjög vel. Ég ber fullt traust til Landlæknis, Sóttvarnarlæknis og Al- mannavarna. Ég held að við eigum að treysta sérfræðingunum og taka minna mark á sjálfskipuðum sér- fræðingum á netinu“. — Hvað finnst þér mikilvægast á þessum tímum? „Að hugsa vel um fjölskylduna sína“. — Finnst þér að sveitarfélagið þitt gæti gert meira? „Ég vil trúa því að allir séu að gera sitt besta til að halda faraldrinum í skefjum“. — Er samkomubannið að hafa áhrif á þig? „Nei í raun ekki þannig séð. Ég rek hótel og veitingahús úti á landi og enn sem komið er er þetta heldur ekki að hafa áhrif þar, þar sem enn er lágönn“. — Hvernig hagar þú innkaupum í dag? „Ég fer í matvörubúðina á morgn- ana þegar það er rólegt að gera“. — Hvað gerir þú ráð fyrir að ástandið muni vara lengi? „Ég held að við ættum að gera ráð fyrir að þetta vari út apríl og jafnvel eitthvað fram í maí. Ég held samt sem áður að áhrifin á hagkerfið eigi eftir að vara töluvert lengur því miður“. — Þegar faraldurinn er yfirstaðinn, gerir þú ráð fyrir að ferðast innan- lands eða utan? „Já ég geri nú ráð fyrir því að ferðast bæði innanlands og erlendis“. — Hvernig eru börnin að upplifa þetta? „Þetta er erfitt fyrir börnin þar sem það vantar rútínuna í daginn. Við erum að reyna að halda rútínu með að láta börnin vinna heimalær- dóminn á sama tíma og við vinnum okkar vinnu við borðstofuborðið. Yngri börnin eiga erfiðara með að skilja allt þetta umstang varðandi handþvott og hverjir mega koma í heimsókn og hverja má umgangast og hverja ekki“. HEIMSFARALDUR COVID-19 OG ÁHRIF HANS Á SUÐURNESJAFÓLK Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is Þetta er erfitt fyrir börnin þar sem það vantar rútínuna í daginn. Við erum að reyna að halda rútínu með að láta börnin vinna heimalærdóminn á sama tíma og við vinnum okkar vinnu við borðstofuborðið. Yngri börnin eiga erfiðara með að skilja allt þetta umstang varðandi handþvott og hverjir mega koma í heimsókn og hverja má umgangast og hverja ekki. Þarf að standa við skuldbindingar gagnvart mínu fólki Friðrik Árnason er Suðurnesjamaður í húð og hár en rekur fyrirtæki í ferðaþjónustu á Austurlandi og er með fólk í vinnu. „Þannig að áhyggjurnar eru verulegar. Maður þarf að standa við skuldbindingar gagnvart fólkinu sínu. Einnig á ég aldraða ömmu og afa og svo er maður alltaf hræddur um fólkið sitt,“ segir hann í samtali við Víkurfréttir. FRIÐRIK ÁRNASON

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.