Víkurfréttir - 26.03.2020, Side 14
14 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR fimmtudagur 26. mars 2020 // 13. tbl. // 41. árg.
— Hvernig ert þú að upplifa ástand-
ið í kringum COVID-19?
„Mér finnst ég vera að upplifa CO-
VID-19 svona eins og maður sé hálf
dofinn. Það eru allir að bíða eftir að
ástandið gangi yfir, erfitt fyrir fólk að
taka einhverjar ákvarðanir sem varða
framtíðina. Það er allt einhvern
veginn á bið hjá okkur öllum. Þetta
er allt svo óraunverulegt“.
— Hefurðu áhyggjur?
„Já, ég hef áhyggjur, sérstaklega af
afleiðingum sem kunna að hljótast
af þessu ástandi. Bæði efnahagslegar
og mannstjón sem hlýst af þessu
ástandi. Það sér ekki fyrir endanum
á því hvaða áhrif þetta mun hafa á
landið okkar og heiminn allan“.
— Hvaða áhrif hefur faraldurinn á
þitt daglega líf?
„Ég hef ekki endilega áhyggjur af
því að veikjast, en ég á bæði foreldra
og tengda forledra á lífi og tvær litlar
ömmustelpur, ég hef meiri áhyggjur
af þeim. Foreldrar mínir voru eigin-
lega skikkuð í sjálfskví upp í sumar-
bústað og eiga að vera þar í einhvern
tíma“.
— Hefur þú þurft að gera miklar
breytingar varðandi þína vinnu?
„Ég hef nú svo sem ekki verið að
breyta neitt mikið hjá mér í daglega
lífinu hef reyndar dregið úr því að
hitta fjölskyldu og vini. Dagarnir eru
svipaðir hjá mér ennþá.
Hvað varðar vinnuna, þá er ég
í hlutastarfi hjá Icelandair og svo
erum við fjölskyldan með rafverk-
takafyrirtæki og þar er ég í hluta-
starfi líka. Ég reikna með að starfið
mitt hjá Icelandair breytist eitthvað.
Ég held að það sé bara tímaspursmál
hvenær flugið leggst af, því miður er
ekki bjart í flugheiminum í dag.
Hvað varðar okkar fyrirtæki, SI
raflagnir, þá vona ég svo innilega
að við getum haldið okkar frábæru
starfsmönnum áfram, en þó er sá
möguleiki til staðar að menn þurfi
að minnka starfshlutfallið sitt í ein-
hvern tíma. En ég bind miklar vonir
við aðgerðir ríkisstjórnarinnar til
að tryggja áframhaldandi starfsemi
fyrirtækjanna í landinu“.
— Hvenær fórstu að taka COVID-19
alvarlega?
„Fyrir svona tveimur til þremur
vikum. Þegar landamæri hinna ým-
issa landa fóru að loka þá fór ég að
taka COVID-19 mjög alvarlega. Hélt
í fyrstu að þetta myndi ganga mikið
fyrr yfir en raun ber vitni. Ekki síst
fór maður að taka þetta alvarlega
þegar tala látinna jókst dag frá degi“.
— Hvernig ert þú að fara varlega?
„Ég hef reynt að fara eftir þeim
leiðbeiningum sem heilbrigðisyfir-
völd og stjórnvöld gefa út. Hef
reyndar alltaf verið sótthreinsi sjúk,
er alltaf með handspritt út um allt
hús og í öllum veskjum“.
— Hvernig finnst þér stjórnvöld
standa sig í sóttvörnum?
„Ég held að stjórnvöld séu að gera
eins vel og hægt er í þessu óraun-
verulega ástandi sem er núna. Mér
finnst að pólitískur ágreiningur megi
liggja til hliðar núna“.
— Hvað finnst þér mikilvægast á
þessum tímum?
„Það sem mér finnst mikilvægast
fyrir okkur er að reyna að halda ró.
Við þurfum að læra að forgangsraða
upp á nýtt held ég. Það eru augljós
skilboð til okkar. Þurfum að hlúa
að hvort öðru betur og sérstaklega
börnunum, þetta er ástand sem þau
eiga mjög erfitt með að skilja. Við
verðum að reyna að halda okkar
daglegu rútínu, halda skipulagi og
vera jákvæð og standa saman. Nota
tæknina til að hafa samband við fjöl-
skyldu og vini. Höldum áfram að
gera það sem okkur þykir skemmti-
legt, en förum bara varlega“.
— Finnst þér að sveitarfélagið þitt
gæti gert meira?
„Suðurnesjabær er að mínu mati
búin að standa sig vel og farið eftir
þeim tilmælum sem eru gefin út
hverju sinni. Þeir eru t.d. að koma til
móts við barnafólk með því að veita
afslátt eða niðurfellingu á leikskóla-
gjöldum og skólagæslu. Sjálfsagt
skoða þeir nánar hvort og hvað þeir
geta gert meira“.
— Er samkomubannið að hafa áhrif
á þig?
„Samkomubannið hefur auðvitað
áhrif, en ekkert sem er óyfirstígan-
legt.
Sonur minn og tengdadóttir
þurftu að fresta brúðkaupi sínu sem
vera átti þann 2. maí nk. Það voru
auðvitað frekar mikil vonbrigði fyrir
þau og okkur öll. Undirbúningur
búinn að standa yfir í nokkra mán-
uði. Auðvitað hefur þetta áhrif, allar
fermingar, íþróttamót, tónleikar og
lengi mætti telja. En þetta er ekkert
sem við getum ekki lifað af með, í
einhvern tíma alla vega. Aðalmálið
er að allir séu heilir heilsu“.
— Hvernig hagar þú innkaupum í
dag?
„Ég hef ennþá farið í verslanir að
versla inn fyrir heimilið. Ekki að
versla á netinu neitt meira en venju-
lega“.
— Hvað gerir þú ráð fyrir að
ástandið muni vara lengi?
„Það er ljóst að þetta ástand mun
vara í tvo til þrjá mánuði í viðbót.
Ætla reyndar að halda í 19. apríl,
sem er afmælisdagurinn minn, þá
held ég að það fari að birta til, 19.
apríl er alltaf svo bjartur og fallegur
dagur, upphafið að vorinu og bjartari
tímum“.
— Þegar faraldurinn er yfirstaðinn,
gerir þú ráð fyrir að ferðast innan-
lands eða utan?
„Hvað varaðar ferðalög, þá er ég
ekki með nein plön. Reikna nú með
að ég fari eitthvað innanlands, en
annars ekkert ákveðið. Það er eitt-
hvað sem ég er ekki að spá í núna, í
þessu óraunverulega ástandi“.
Hilmar Bragi Bárðarson
hilmar@vf.is
HEIMSFARALDUR COVID-19 OG ÁHRIF HANS Á SUÐURNESJAFÓLK
Guðlaug Sigurðardóttir er starfsmaður bæði hjá
Icelandair og SI Raflögnum. Hún segir ljóst að þetta
ástand mun vara í tvo til þrjá mánuði í viðbót. „Ætla
reyndar að halda í 19. apríl, sem er afmælisdagurinn
minn, þá held ég að það fari að birta til, 19. apríl er alltaf
svo bjartur og fallegur dagur, upphafið að vorinu og
bjartari tímum“.
Þetta er allt
svo óraun-
verulegt
Samkomubannið hefur auðvitað áhrif, en
ekkert sem er óyfirstíganlegt. Sonur minn
og tengdadóttir þurftu að fresta brúð-
kaupi sínu sem vera átti þann 2. maí nk.
Það voru auðvitað frekar mikil vonbrigði
fyrir þau og okkur öll. Undirbúningur
búinn að standa yfir í nokkra mánuði.
GUÐLAUG SIGURÐARDÓTTIR