Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.03.2020, Page 15

Víkurfréttir - 26.03.2020, Page 15
15 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR fimmtudagur 26. mars 2020 // 13. tbl. // 41. árg. — Hvernig ert þú að upplifa ástand- ið í kringum COVID-19? „Allt daglegt lífsmynstur mitt er mjög breytt“. — Hefurðu áhyggjur? „Já, það hafa allir áhyggjur af ætt- ingjum og vinum sem gætu veikst“. — Hvaða áhrif hefur faraldurinn á þitt daglega líf? „Það eru miklar breytingar hjá mér, er nær eingöngu heima“. — Hefur þú þurft að gera miklar breytingar varðandi þína vinnu? „Já, ég vinn eftir skipulagi vinnu- staðar míns. Er heima að vinna í fjar- tengingu hálfa vikuna eins og er“. — Hvenær fórstu að taka COVID-19 alvarlega? „Strax þegar fréttir fóru að berast af COVID-19 veirunni“. — Hvað varð til þess? „Að ekki væri til bóluefni eða bein lækning við þessari veiru“. — Hvernig ert þú að fara varlega? „Ég held mig heima og reyni eftir bestu getu að umgangast sem allra fæsta“. — Hvernig finnst þér stjórnvöld standa sig í sóttvörnum? „Stjórnvöld standa sig afar vel í þessu erfiða máli“. — Hvað finnst þér mikilvægast á þessum tímum? „Að fólk sé rólegt og fylgi fyrir- mælum stjórnvalda“. — Finnst þér að sveitarfélagið þitt gæti gert meira? „Sveitarfélagið fylgir þeim fyrir- mælum sem stjórnvöld hafa sett“. — Er samkomubannið að hafa áhrif á þig? „Já, nánast allir fundir, ráðstefnur og fleira sem ég ætlaði að sækja hefur verið felld niður um óákveðinn tíma“. — Hvernig hagar þú innkaupum í dag? „ Ég kaupi meira inn og sjaldnar, því miður er ekki heimsendingar- þjónusta hér í Vogum þar sem ég bý. Ef svo væri myndi ég líklega nota netinnkaup“. — Hvað gerir þú ráð fyrir að ástandið muni vara lengi? „Finnst líklegt að veikindi hér á Íslandi verði allavega fram í lok maí, en það er alveg ljóst að áhrif þessarar farsóttar munu hafa langvarandi áhrif bæði hér á Íslandi og um heimsbyggðina alla“. — Þegar faraldurinn er yfirstaðinn, gerir þú ráð fyrir að ferðast innan- lands eða utan? „Ég reikna með að ferðast lítið, kannski meira innanlands“. JÓNGEIR H. HLINASON Jóngeir H. Hlinason er úr Vogum og starfar sem deildarstjóri hjá Vinnumálastofnun. Hann vinnur heiman frá sér og þá hefur samkomubann mikil áhrif á starfið. Já, nánast allir fundir, ráðstefnur og fleira sem ég ætlaði að sækja hefur verið felld niður um óákveðinn tíma“. Jóngeir svaraði nokkrum spurningum frá Víkurfréttir um COVID-19. Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is Mér finnst líklegt að veikindi hér á Íslandi verði allavega fram í lok maí, en það er al- veg ljóst að áhrif þessarar farsóttar munu hafa langvarandi áhrif bæði hér á Íslandi og um heimsbyggðina alla. Áhrif þessarar farsóttar munu hafa langvar- andi áhrif HEIMSFARALDUR COVID-19 OG ÁHRIF HANS Á SUÐURNESJAFÓLK Er nýja heimilið þitt á Ásbrú kannski hjá okkur? Skoðaðu lausar leigueignir á heimavellir.is

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.