Víkurfréttir - 26.03.2020, Síða 23
23 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR fimmtudagur 26. mars 2020 // 13. tbl. // 41. árg.
HEIMSFARALDUR COVID-19 OG ÁHRIF HANS Á SUÐURNESJAFÓLK
Verkefnin hafa að miklu leyti snúist um þessar aðstæður
undanfarnar vikur. Við hjá HS Veitum skiptum okkur í tvo
hópa á öllum starfsstöðvum þar sem annar hópurinn vinnur að
heiman í viku og hinn á staðnum. Svo er allt sótthreinsað fyrir
komu næsta hóps og við tryggjum að þeir hittist ekki.
fannst skynsamlegt að taka þessu af
nokkurri alvöru í ljósi viðkvæmrar
stöðu hjá mínum nánustu og þess
að halda vel utan um starfsfólk HS
Veitna og lágmarka áhættuna á smiti
á vinnustaðnum“.
— Hvað varð til þess?
„Mér fannst það hvernig almanna-
varnir, sóttvarnar- og landlæknir
brugðust við gefa fullt tilefni til að
taka þetta alvarlega. Þeirra vinnu-
brögð hafa verið mjög fagleg frá upp-
hafi og þó fólk kunni að hafa aðra
skoðun á nálgun, þá eru þau sér-
fræðingarnir og hafa komist ótrúlega
vel frá þessu“.
— Hvernig finnst þér stjórnvöld
standa sig í sóttvörnum?
„Ég held að með því að tefja út-
breiðslu eins og hægt er séu þau á
hárréttri leið til að heilbrigðiskerfið
okkar sé sem best í stakk búið að
sinna þeim sem á aðhlynningu þurfa.
Það þykir mér ábyrg nálgun sem
eykur líkurnar á að þetta sprengi
ekki kerfið okkar með tilheyrandi
erfiðleikum“.
— Hvað finnst þér mikilvægast á
þessum tímum?
„Mikilvægast er að við hlúum
hvert að öðru og sýnum hvert öðru
tillitsemi og nærgætni. Fylgjumst
vel með fólkinu í kring um okkur og
styðjum þá sem hafa áhyggjur eða
líður illa vegna þessa. Þetta má allt
gera með góðum skammti af gleði og
léttleika sem fleytir okkur ótrúlega
langt. Samstarfsfólk mitt stendur sig
t.d. ótrúlega vel í því með allskonar
uppátækjum sem létta lundina og
kalla fram bros. Síðast en ekki síst
verðum við að axla ábyrgð á eigin
hegðun, að fara eftir því sem ráðlagt
er, ekki bara fyrir okkur sjálf heldur
fyrir alla hina sem eru e.t.v. veikari
fyrir“
— Finnst þér að sveitarfélagið þitt
gæti gert meira? Hvernig finnst
þér sveitarfélagið standa sig í
þessum málum?
„Ég held að öll sveitarfélög séu að
bregðast við á þann hátt sem talinn
er vænlegastur til árangurs miðað
við fyrirliggjandi upplýsingar hverju
sinni. Við megum ekki gleyma því
að þó gott sé að rýna til gagns, að þá
erum við að upplifa aðstæður sem
ekkert okkar hefur upplifað áður og
engar handbækur til um viðbrögð“.
— Er samkomubannið að hafa áhrif
á þig?
„Ekkert sem ég sakna eða læt
trufla mig. Vissulega hafa þó nokkrir
viðburðir verið felldir niður sem
maður hefði sótt ef allt væri í lagi“.
— Notar þú netið við innkaupí dag?
„Við erum ekki byrjuð á því en ég
er farin að kynna mér möguleikana“.
— Hvað gerir þú ráð fyrir að
ástandið muni vara lengi?
„Ég fylltist ákveðinni bjartsýni
þegar 10. apríl var gefinn upp sem
mögulegur viðsnúningur. Þ.e. að þá
hefðum við náð hápunktinum. Ætli
við þurfum ekki að eiga í þessu eitt-
hvað fram í júní?“.
— Hvernig eru börnin á heimilinu að
upplifa þetta?
„Strákarnir okkar urðu 16 ára um
liðna helgi þ.a. við erum ekki með
ung börn heima. Þeir eru ótrúlega
rólegir yfir þessu en vilja vita um
hvað málið snýst og allt skólahald
er auðvitað úr skorðum. Mér þykir
frábært að fylgjast með hvernig unga
fólkið sem við umgöngumst er að
tækla þetta. Ekkert of stressað en
ábyrgt og fróðleiksfúst“.
— Þegar faraldurinn er yfirstaðinn,
gerir þú ráð fyrir að ferðast innan-
lands eða utan?
„Við hjónin ætluðum að vera á þó
nokkrum flækingi í vor, æfingaferð
til Spánar stóð til í lok mars og erum
skráð í keppni í hálfum járnkarli
á Mallorca í maí. Þær ferðir verða
vonandi farnar með haustinu eða
um leið og þetta er yfirstaðið. Nú
krossum við bara fingur og vonum
að Team Rynkeby verkefnið sé ekki
í uppnámi en það er góðgerðar-
verkefni til styrktar SKB þar sem
hápunkturinn er að hjóla frá Kolding
í Danmörku til Parísar. Brottför er
áætluð 3. júlí, eigum við ekki að segja
að þetta verði komið í gott lag þá
og við getum tekið sumarfríið með
strákunum í kjölfarið?“.
AÐALFUNDI
FRESTAÐ!
Stjórn Starfsmannafélags Suðurnesja
hefur ákveðið að fresta aðalfundi sem
halda átti þann 15. apríl nk. um
óákveðinn tíma í ljósi aðstæðna.
Stjórnin.
HÖ
NN
UN
: V
ÍK
UR
FR
ÉT
TIR
www.vf.is/vikurfrettir/tolublod
Til að einfalda málið getur þú farið inn
á vf.is og skráð þig á póstlista og fengið
Víkurfréttir glóðvolgar
í tölvupóstinn þinn í hverri viku!