Víkurfréttir - 26.03.2020, Side 25
25 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR fimmtudagur 26. mars 2020 // 13. tbl. // 41. árg.
— Hvernig ert þú að upplifa ástand-
ið í kringum COVID-19?
„Mér finnst allt samfélagið og í
raun heimurinn allur lamaður vegna
veirunnar, það er pínu eins og það
séu einhver æðri öfl sem eru að
hægja á okkur og ná manni niður á
jörðina. Maður tekur bara einn dag
í einu“.
— Hefurðu áhyggjur?
„Maður hefur auðvitað áhyggjur
innst inni aðallega vegna óvissunnar
sem við erum í og maður gerir sér
ekki almennilega grein fyrir því
hversu mikið þetta getur orðið, þetta
er eitthvað svo nálægt manni“.
— Hvaða áhrif hefur faraldurinn á
þitt daglega líf?
„Þetta hefur alveg áhrif á okkar
daglega líf, öll rútína hefur breyst,
krakkarnir læra heima, vinnutíminn
örlítið öðruvísi, meiri tími til að
vera með fjölskyldunni og maður
er meira á tánum hvað varðar allt
hreinlæti og ég hef tekið eftir því að
ég kem óþarflega oft við krakkana
mína alveg ómeðvitað“.
— Hefur þú þurft að gera miklar
breytingar varðandi þína vinnu?
„Við höfum þurft að gera miklar
ráðstafanir í vinnunni hjá mér í
Íþróttamiðstöðinni í Garði og þar
eru hömlur og miklar takmarkanir.
Varðandi þjálfunina hjá mér þá
erum við búin að vera í fríi á meðan
samkomubannið er í gangi og við
fylgjum algjörlega fyrirmælum KSÍ
og tökum samfélagslega ábyrgð.
Krakkarnir slá ekki slöku við í
Reynir/ Víðir, þau gera heimaæfingar
af fullum krafti enda mikilvægt að
huga að hreyfingu og andlegri heilsu
sinni á þessum tímum“.
— Ert þú eða þitt fólk í sóttkví?
„Við erum ekki enn komin í
sóttkví og í raun þakkar maður
fyrir hverja klukkustund sem við
sleppum“.
— Hvenær fórstu að taka COVID-19
alvarlega?
„Ætli ég hafi ekki farið að taka
þessu alvarlega þegar það var sett á
samkomubann og tilfellunum fór
fjölgandi hér á landi. Maður óttast
hið versta en vonar það besta og
hugsar mikið til fólksins okkar, ég
óska þess að við Íslendingar sleppum
vel útúr þessu“.
— Hvernig ert þú að fara varlega?
„Ég fer varlega með því að reyna
að vera ekki að blandast mörgum
ólíkum hópum, hugsa um hreinlætið
og allt í kringum okkur sem getur
valdið smiti, einnig reynir maður
að fara eftir fyrirmælum yfirvalda
hvernig eigi að bera sig að á þessum
tímum“.
— Hvernig finnst þér stjórnvöld
standa sig í sóttvörnum?
„Stjórnvöld hafa staðið sig ótrú-
lega vel á þessum tímum, þau hugsa
um velferð okkar landsmanna og
hvetja okkur til að snúa saman
bökum og það er stórkostlegt“.
— Finnst þér að sveitarfélagið þitt
gæti gert meira?
„Suðurnesjabær hefur upplýst
okkur vel og stendur þétt við bakið
á okkur bæjarbúum og eru að leita
allra leiða til að létta undir á ýmsa
vegu fyrir það ber að þakka“.
— Er samkomubannið að hafa áhrif
á þig?
„Samkomubannið hefur alveg
áhrif á mann, öll rútína hefur farið
úr skorðum, enginn fótbolti eða
aðrar íþróttir í sjónvarpinu, maður
er í algjörri óvissu með framhaldið,
vinnuna sína og á sama tíma hafa
engar æfingar verið með krökkunum
mínum sem ég er nú þegar farin
að sakna mikið. Til stóð að ferma
Hebu Lind stelpuna okkar núna 19.
apríl n.k. Því hefur verið frestað til
betri tíma og Portúgalferð sem var á
áætlun í lok apríl líka allt á bið“.
— Hvernig hagar þú innkaupum í
dag?
„Innkaupin ganga sinn vanagang
enn sem komið er, maður reynir að
vera snöggur í gegnum búðirnar en
það fer að koma örugglega að því að
maður þarf að versla á netinu og fá
heimsendan matinn. Ég sakna þess
að Nettó sendir ekki í Suðurnesjabæ
og ég skora á þau að skoða þann
möguleika, því við viljum versla
heima“.
— Hvað gerir þú ráð fyrir að
ástandið muni vara lengi?
„Það er ómögulegt að segja hversu
lengi þetta ástand mun vara, ég vona
að þetta klárist sem fyrst og fótbol-
tasumarið geti hafist á nýjan leik
með kossum og knúsum í góðra vina
hópi“.
— Þegar faraldurinn er yfirstaðinn,
gerir þú ráð fyrir að ferðast innan-
lands eða utan?
„Við munum klárlega ferðast
innanlands og elta Víðismenn í
sumar um landið og aldrei að vita
hvort það sé utanlandsferð næsta
haust. Látum tímann leiða það í ljós“.
Hilmar Bragi Bárðarson
hilmar@vf.is
HEIMSFARALDUR COVID-19 OG ÁHRIF HANS Á SUÐURNESJAFÓLK
Stjórnvöld hafa staðið sig ótrúlega vel
á þessum tímum, þau hugsa um velferð
okkar landsmanna og hvetja okkur til að
snúa saman bökum og það er stórkostlegt.
Eva Rut Vilhjálmsdóttir er starfsmaður íþrótta-
miðstöðvarinnar í Garði. Miklar hömlur hafa nú verið
lagðar á starfsemi íþróttahúsa en þau eru nú lokuð
ásamt sundlaugum í í harðara samkomubanni. Eva Rut
svaraði nokkrum spurningum Víkurfrétta um það hvernig
ástandið vegna COVID-19 leggst í hana.
Eins og æðri öfl séu að hægja
á okkur og ná niður á jörðina
EVA RUT VILHJÁLMSDÓTTIR
Til að einfalda málið getur þú farið inn
á vf.is og skráð þig á póstlista og fengið
Víkurfréttir glóðvolgar
í tölvupóstinn þinn í hverri viku!
www.vf.is/vikurfrettir/tolublod