Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.03.2020, Blaðsíða 27

Víkurfréttir - 26.03.2020, Blaðsíða 27
27 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR fimmtudagur 26. mars 2020 // 13. tbl. // 41. árg. — Hvernig ert þú að upplifa ástandið í kringum COVID-19? „Þetta er mjög erfitt og skelfi- legt hvernig þetta er að hafa áhrif á okkar daglega líf, atvinnu, þjóð- félagið og allan heiminn“. — Hefurðu áhyggjur? „Nei, ég hef ekki áhyggjur og þetta er eitthvað sem við tæklum saman“. — Hvaða áhrif hefur faraldurinn á þitt daglega líf? „Já, hann hefur hellings áhrif. Dagarnir eru rosalega mikil óvissa“. — Hefur þú þurft að gera miklar breytingar varðandi þína vinnu? „Já, ég hef þurft að gera víðtækar breytingar á mínu starfi þar sem ég rek verslunina Líkami & boost í daglegu starfi og nú með nýjasta banninu er verslun minni lokað tímabundið og færist allur rekstur minn yfir í netverslun og þar af leiðandi færist starfið mitt til“. — Hvenær fórstu að taka CO- VID-19 alvarlega? „Frá því að fyrstu smit voru farin að berast hingað til lands“. — Hvað varð til þess? „Allar umfjallanir í sjónvarpi, samfélagsmiðlum og fleira“. — Hvernig ert þú að fara varlega? „Ég passa hreinlæti í kringum mig og þar sem ég er“. — Hvernig finnst þér stjórnvöld standa sig í sóttvörnum? „Ég stend í þeirri trú að allir séu að reyna gera sitt besta í þessu ástandi“. — Hvað finnst þér mikilvægast á þessum tímum? „Samstaða“. — Finnst þér að sveitarfélagið þitt gæti gert meira? Hvernig finnst þér sveitarfélagið standa sig í þessum málum? „Ég stend í þeirri trú að allir séu að reyna gera sitt besta á þessum erfiðum tímum“. — Er samkomubannið að hafa áhrif á þig? „Já“. — Hvernig hagar þú innkaupum í dag? „ Ég nota ekki netið og fer í búðir en ekki að óþörfu“. — Hvað gerir þú ráð fyrir að ástandið muni vara lengi? „Talað er um miðjan apríl, eigum við ekki bara bíða og sjá og vona það besta“. — Þegar faraldurinn er yfirstaðinn, gerir þú ráð fyrir að ferðast innan- lands eða utan? „Ég get ekki svarað því. Það fer allt eftir hvað þetta mun vara lengi“. — Hvernig eru börnin að upplifa þetta? „Ég er með barn á heimilinu og honum finnst þetta leiðinlegt, sér- staklega að það sé verið að loka öllu og það er ekkert hægt að gera í því nema bara bíða. Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is HEIMSFARALDUR COVID-19 OG ÁHRIF HANS Á SUÐURNESJAFÓLK — Hvað finnst þér mikilvægast á þessum tímum? „Það er mikilvægast af öllu að halda í gleðina og reyna af öllum mætti að finna leiðir til að lágmarka stress á heimilinu. Ég reyni að fara út að hlaupa og anda að mér hreinu lofti og gef mér smá stund til að núllstilla mig. Það er mikilvægt. Við reynum líka að eiga góðar gæða- stundir með stúlkunum okkar“. — Finnst þér að sveitarfélagið þitt gæti gert meira? Hvernig finnst þér sveitarfélagið standa sig í þessum málum? „Ég held að sveitarfélagið sé að gera sitt besta á þessum erfiðu tímum og margt gott hefur verið gert. Reykjanesbær hefur nú þegar skipað neyðarstjórn Reykjanesbæjar og lagt fram viðbragðsáætlun vegna heimsfaraldurs veirusýkinga. Að mínu mati hefur verið vel staðið að því að skipuleggja skólastarf eftir að samkomubanni var komið á og það má þakka fyrir það. Við verðum hins vegar að vera undirbúin fyrir aukið atvinnuleysi hér á Suðurnesjum, því svæðið er lang verst sett fyrir áhrifum af minnkandi umsvifum ferðaþjónustunnar. Svæðið er of háð ferðaþjónustu og við verðum að taka höndum saman og fjölga atvinnu- tækifærum“. — Er samkomubannið að hafa áhrif á þig? „Já, að sjálfsögu, eins og það hefur áhrif á alla. Eldri dóttir okkar átti að fermast 23. apríl og hefur ferm- ingunni verið frestað til haustsins. Við hittum fáa, afar og ömmur eru ekki lengur í daglegum samskiptum og við höldum okkur mest megnis innandyra“. — Hvernig hagar þú innkaupum í dag? „Ekki enn sem komið er, en ég býst við því að það fari að aukast. Ég kaupi meira inn í einu og matarút- gjöld hafa aukist mjög mikið“. — Hvað gerir þú ráð fyrir að ástandið muni vara lengi? „Ég geri ráð fyrir tveimur mán- uðum til viðbótar“. — Þegar faraldurinn er yfirstaðinn, gerir þú ráð fyrir að ferðast innan- lands eða utan? „Ég þarf sjálf að ferðast mikið erlendis vegna vinnu og er það nauð- synlegt vegna starfs míns, ég tel því líklegt að það fari aftur í svipað horf og áður. Við höfum hins vegar engar ákvarðanir tekið um fjölskyldufrí á erlendri grundu og það verður bara metið þegar nær dregur“. — Hvernig eru börnin á heimilinu að upplifa þetta? „Já, við hjónin eigum tvær stúlkur. Þær eru bara ósköp duglegar og sjá það besta í stöðunni. Þær eru voða- lega ánægðar með að mamma er meira heima, en finnst líka erfitt að hitta sjaldnar vini og missa af tóm- stundarstarfi. Við reynum bara að njóta samverunnar eins og kostur er“. Ágústa Guðný Árna- dóttir er hóptímakennari í líkamsrækt og eigandi af LÍKAMI & BOOST, sem er verslun í Sport- húsinu með fæðubótar- vörur og boost-drykki. Hún upplifir ástandið sem mjög erfitt og skelfi- legt hvernig þetta er að hafa áhrif á daglegt líf, atvinnu, þjóðfélagið og allan heiminn. Ágústa Guðný svaraði nokkrum spruningum Víkurfrétta um COVID-19. ÁGÚSTA GUÐNÝ ÁRNADÓTTIR Allir að reyna gera sitt besta Ég hef þurft að gera víðtækar breytingar á mínu starfi þar sem ég rek verslunina Líkami & boost í daglegu starfi og nú með nýjasta banninu er verslun minni lokað tímabundið og færist allur rekstur minn yfir í netverslun og þar af leiðandi færist starfið mitt til.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.