Víkurfréttir - 26.03.2020, Síða 32
32 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR fimmtudagur 26. mars 2020 // 13. tbl. // 41. árg.
En af hverju er Bjarni í sóttkví. Var
hann á skíðum?
Nei, ég var að syngja við óperuhúsið
í Parma á Ítalíu. Við áttum að frumsýna
um miðjan mars en viku áður lamaðist
allt á þessu svæði og við söngvaranir
rétt sluppum til okkar heimalanda áður
en það gerðist. Það var skrítið að fylgjast
með þessu gerast, svo að segja í nágvígi
og eins og allir vita varð ástandið mjög
snemma alveg hræðilegt. Þegar ég kom
heim flutti konan út og ég fór í tveggja
vikna sóttkví.
Hvernig hefur gengið í sóttkví? Er
þetta eins og að endurlifa föstudaginn
langa í hálfan mánuð?
Sóttkvíin hefur gengið mjög vel. Við
sem störfum sem óperusöngvarar í
lausamennsku erum vön að hafa ofan
að fyrir okkur á milli æfinga og sýninga
hér og þar um heiminn. Tilbreytingin
núna var sú að maður var heima hjá
sér, í sínu dóti og sínu rúmi. Það var
góð tilbreyting. Dagarnir hafa liðið
hratt enda hef ég haft ýmislegt fyrir
stafni. Það er ekki sniðugt að leggjast
bara í sjónvarpsgláp eða netnotkun,
það verður leiðinlegt strax og dregur
mann niður.
Dagbók í sóttkví. Af hverju?
Já, þetta var nú ekki planað. Eftir
fyrsta daginn setti ég inn færslu á
facebook og kallaði hana Dagur 1 í
sóttkví. Svo hélt þetta bara áfram dag frá
degi og lesendum fjölgaði og fjölgaði.
Ég ákvað strax í byrjun að taka sjálfan
mig ekki of hátíðlega og reyna að horfa
á skondnar og skemmtilegar hliðar á
ástandinu, sem auðvitað er ekkert grín.
Á sama tíma er ég líka að leita mér að
einhverju að gera því söngverkefnin
mín eru öll að detta út og þar sem ég
vinn nær eingöngu erlendis fell ég á
milli þilja þegar kemur að aðstoð hins
opinbera.
Hvaða vinnu fær miðaldra óperu-
söngvari sem er í sóttkví?
Það er auðvitað ekki um auðugan
garð að gresja en þó hef ég farið í bæði
hljóð- og myndprufur hér heima fyrir
ýmis verkefni. Í einni færslunni var ég
að grínast með það að gerast áhrifa-
valdur á netinu því auðvitað fell ég ekki
alveg inn í þá skilgreiningu. En þá hafði
fyrirtæki samband við mig sem selur
sokka. Í framhaldi af því þá fórum við
í samstarf; ég minnist á sokkana af og
til í skrifum mínum svo framarlega sem
mér líst á þá og í staðinn fæ ég hluta af
allri sölu sem fer í gegnum heimasíðu
fyrirtækisins. Síðan fékk ég nokkur
sokkapör til að prófa og spássera um
íbúðina alsæll á hverjum degi í nýjum
og fallegum sokkum. Þetta kemur sér
vel og hefur gefið mörgum sem lesa
pistlana mína daglega og skemmta
sér yfir þeim, tækifæri til að styrkja
mig örlítið og eignast vandaða sokka
í leiðinni.
Hvað tekur við eftir sóttkví?
Það á eftir að koma í ljós. Ég mun
halda áfram með pistlana mína svo
lengi sem mér dettur eitthvað skemmti-
legt í hug og fólk nennir að lesa þá.
Við óskum Bjarna velfarnaðar í sótt-
kvínni og verkefnaleitinni. Pistlana
hans er hægt að nálgast á facebókar-
síðunni hans og þeir sem vilja styrka
óperusöngvarann og pistlahöfundinn
með sokkakaupum geta farið á síðuna
www.socks2go.is
Gerir grín að
sjálfum sér í
sóttkvínni
Suðurnesjamaðurinn Bjarni Thor Kristinsson óperu-
söngvari er mörgum kunnur en hann hefur haldið sóttkvíardag-
bók á Facebook síðan hann slapp heim frá Ítalíu snemma í mars.
Færslur Bjarna hafa fengið frábærar viðtökur og nú er svo komið
að hann hefur náð sér í styrktaraðila í sóttkvínni en það er sokka-
fyrirtækið Socks2go. Fjórðungur af allri sölu á netsíðu fyrirtækis-
ins um þessar mundir renna beint í vasa Bjarna.
N
O
KK
U
R
BR
O
T
Ú
R
D
A
G
BÓ
KI
N
N
I
Hilmar Bragi Bárðarson
hilmar@vf.is
„Sóttkvíin hefur gengið mjög vel. Við
sem störfum sem óperusöngvarar í
lausamennsku erum vön að hafa ofan
að fyrir okkur á milli æfinga og sýninga
hér og þar um heiminn. Tilbreytingin
núna var sú að maður var heima hjá sér,
í sínu dóti og sínu rúmi“.