Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.03.2020, Page 33

Víkurfréttir - 26.03.2020, Page 33
33 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR fimmtudagur 26. mars 2020 // 13. tbl. // 41. árg. Dagur 1: …Það mætti svo sem halda útitónleika af svöl- unum. Ég fékk m.a.s. hljóðkerfi í jólagjöf og gæti því haldið uppi stemningu í öllu Akurhverfinu. Í versta falli myndu nágrannarnir borga mér fyrir að hætta….. Dagur 2: ….Í gær var ég nokkuð duglegur en í dag var ég svo latur að ég nennti bara að borða. Af hverju virkar letin ekki á hungrið? Það væri mikil blessun. Vá, þú ert búinn að grennast svo mikið! Já ég nennti ekki að borða…. Dagur 6: …Það er örugglega eitthvert tónskáld ákkúrat núna byrjað að semja óperu um Covid19; ég pant syngja Trump. Áður fyrr söng ég mikið af gaman- hlutverkum fyrir bassa en það eru oft klaufalegir einfeldningar sem fá að lokum makleg málagjöld. Það væri líka auðvelt að læra hlutverk Trump því ef maður ruglast eitthvað eða segir einhverja bölvaða vitleysu þá er maður að komast ansi nálægt fyrir- myndinni…. Dagur 8: …Hálfnað er verk þá hafið er segir máltækið. Já, einmitt. Það er greinilegt að máltækið hefur aldrei verið í sóttkví. Það hefur aldrei verið lokað inni vinalaust og þurft að takast á við félagsskapinn af sjálfu sér. Mikið nær væri að segja: Hálfnað er verk þá hálfnað er! Sóttkvíin mín er hálfnuð en það var samt ekki tekinn neinn hálfleikur; ég fékk ekki að fara af leikvelli og hitta fólk í korter og það sátu engir sérfræðingar í sjónvarpssettinu og ræddu um það hvernig ég hefði staðið mig. Já, þetta byrjaði vel hjá Bjarna en svo kom lélegi kaflinn…… Dagur 13: …Heimurinn verður ekki sá sami eftir veiruna því fólk verður miklu meira heima hjá sér. Banka- útibú hverfa, bílum fækkar, skrifstofuhúsnæði verður óþarft, Alþingishúsinu verður breytt í safn þar sem hægt verður að prófa ræðustólinn og hækka eða lækka púltið að vild. Þar verður svona selfie-myndabox og gestir geta fengið mynd af sér með mismundandi forseta Alþingis fótósjoppaða inn í bakgrunni. Á eftir er hægt að fara á Klaustur- barinn, sem verður líka safn og tala dónalega. Frá þeirri heimsókn fær maður hljóðupptöku. Já þetta verður breyttur heimur….

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.