Víkurfréttir - 26.03.2020, Síða 37
37 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR fimmtudagur 26. mars 2020 // 13. tbl. // 41. árg.
Verkalýðs- og sjómannafélag
Keflavíkur og nágrennisHÖ
NN
UN
: V
ÍK
UR
FR
ÉT
TIR
Móttaka VSFK lokuð!
Á meðan neyðarstig varir vegna útbreiðslu
COVID-19 munu stéttarfélögin Krossmóa 4
eingöngu veita félagsmönnum fjarþjónustu.
Þetta er gert með velferð félagsmanna
að leiðarljósi.
Öllum fyrirspurnum er svarað í síma 421-5777.
Eins má senda fyrirspurnir á netföngin vsfk@vsfk.is og á
Facebook-síðu VSFK og þeim verður svarað svo fljótt sem
unnt er.
Umsóknir er hægt að skilja eftir í póstkassa félagsins á 1. hæð.
Þjónustuþegar VIRK eru beðnir að hafa samband við ráðgjafa
sína í gegn um síma eða með tölvupósti.
Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu félagsins:
www.vsfk.is
ÓSK UM UMSÖGN
UM SKIPULAGSLÝSINGU
VEGNA FYRIRHUGAÐRAR BREYTINGAR
Á AÐALSKIPULAGI SANDGERÐISBÆJAR
2008-2024 OG GERÐ DEILISKIPULAGS
FYRIR NÝJAN LEIKSKÓLA Í SANDGERÐI.
Suðurnesjabær áformar að vinna tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Sandgerð-
isbæjar 2008-2024 sem felur í sér að skilgreina svæði fyrir samfélagsþjónustu
við Byggðaveg í Sandgerði sem ætlað er til uppbyggingar leikskóla. Samhliða
aðalskipulagsbreytingu verði unnin tillaga að deiliskipulagi fyrir leikskólann.
Suðurnesjabær óskar umsagnar um skipulags- og matslýsingu þar sem gerð
er grein fyrir skipulagsverkefnunum og hvernig staðið verði að umhverfismati
þeirra, sbr. 30. og 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 6. gr. laga um umhverfis-
mat áætlana nr. 105/2006.
Skipulagslýsingin er aðgengileg á heimasíðu Suðurnesjabæjar
https://www.sudurnesjabaer.is/
Umsagnir skal senda til Suðurnesjabæjar með tölvupósti
á Jón Ben Einarsson, sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs
á netfangið jonben@sudurnesjabaer.is.
Æskilegt er að umsagnir
berist fyrir 14. apríl 2020.
Jón Ben Einarsson,
Sviðsstjóri skipulags- og
umhverfissviðs Suðurnesjabæjar
Samkaup skora á
landbúnaðarráðherra
að auka grænmetis-
ræktun á Íslandi
Samkaup sendi Kristjáni Þór Júlíus-
syni landbúnaðarráðherra sérstaka
áskorun um að auka grænmetis-
ræktun á Íslandi. Í bréfi til ráðherra er
hvatt til þess að í boðuðum aðgerðum
stjórnvalda til þess að hamla gegn
efnahagskreppu verði sérstaklega ýtt
undir innlenda grænmetisframleiðslu
með opinberum ráðstöfunum. Þetta
kemur fram í tilkynningu.
Í bréfinu segir að framleiðsla á græn-
meti á heimsvísu kunni að dragast
saman þar sem framleiðendur ytra eigi
erfitt með að starfrækja fyrirtæki sín
á fullum afköstum. Nú þegar séu tafir
á fluningsleiðum farnar að hafa mikil
áhrif á framboð auk þess sem miklar
verðhækkanir eru í kortunum. Því
skipti mestu að hægt verði að tryggja
aukna framleiðslu innanlands.
„Stjórnvöld geta hvatt til þess að
innlend grænmetisframleiðsla verði
aukin og fylgt því eftir með hagrænum
hvötum og stuðningsaðgerðum. Þær
einstöku aðstæður sem við er að glíma
um þessar mundir kalla á að gripið sé
til framleiðsluhvetjandi aðgerða eins og
til að mynda niðurgreiðslna á raforku-
verði til grænmetisbænda, aukinna
beingreiðslna eða sölutryggingar af
einhverju tagi. Samkaup beina því til
ráðherra að stjórnvöld og aðrir opin-
berir aðilar geri sitt til þess að innlendir
framleiðendur geti sem best annað
spurn eftir grænmeti á Íslandi,“ segir
í bréfi Samkaupa.
Í ljósi heimsfaraldurs Covid-19 og fyrirmæla íslenskra yfirvalda um hert
samkomubann hefur Bláa Lónið lokað starfstöðvum sínum tímabundið til
og með 30. apríl nk. Lokunin tekur til starfsemi fyrirtækisins í Svartsengi
og verslana á Laugaveginum og í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
„Á tímum sem þessum er mikilvægt að við stöndum saman og gerum það sem
í okkar valdi stendur til að hefta útbreiðslu Covid-19. Við vonumst til að hægt
verði að opna fyrr en útilokum þó ekki framlengingu lokunar. Það mun koma í
ljós eftir því sem þróuninni vindur fram hérlendis og ekki síður erlendis næstu
vikur en um 98% af gestum Bláa Lónsins eru erlendir ferðamenn.
Hvað varðar áhrif lokunarinnar á störf þá verður reynt að verja þau eins og
hægt er. Verið er að meta stöðuna þessa stundina en horft verður til úrræðis
ríkisstjórnarinnar um greiðslu atvinnuleysisbóta vegna minnkandi starfshlut-
falls,“ segir Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins, í tilkynningu.
Bláa Lónið hefur virt í hvíhvetna tilmæli yfirvalda og viðhaldið nánu samstarfi
við sóttvarnarlækni frá upphafi, segir jafnframt í tilkynningunni. Neyðar- og
viðbragðsáætlanir fyrirtækisins hafa sannað gildi sitt. Öflugt öryggistreymi
hefur staðið vaktina dag og nótt til að tryggja að fyrirmælum yfirvalda sé fylgt
og þannig öryggi starfsfólks okkar og gesta.
„Með því að loka nú erum við ekki síður að horfa til þess að vernda starfs-
fólk og draga úr smithættu þess en hjá fyrirtækinu starfa tæplega 800 manns“,
segir Grímur.
„Þó að starfstöðvum verði lokað þá mun starfsemin ekki öll stöðvast. Við
munum einbeita okkur að innri verkefnum, viðhaldsmálum, viðskiptaþróunar-
málum, stafrænni þróun og markaðsmálum. Markmið okkar verður að bæta enn
upplifun gesta okkar og þjónustu þannig að þegar opnað verður á ný séum við
tilbúin í öfluga viðspyrnu,“ segir í tilkynningunni.
Bláa Lónið lokar
starfsstöðvum
tímabundið
PÓSTFANG AUGLÝSINGADEILDAR
andrea@vf.is