Víkurfréttir - 26.03.2020, Page 39
39 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR fimmtudagur 26. mars 2020 // 13. tbl. // 41. árg.
• Umsjónarkennslu á yngsta- eða miðstigi
• Textíl
• Heimilsfræði
• Náttúrufræðikennslu
• Sérkennslu
• Smíði
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Leyfisbréf til kennslu, skal fylgja umsókn
• Kennslureynsla á því stigi sem sótt er um
• Frumkvæði, sjálfstæði og faglegur metnaður
• Færni í samvinnu og teymisvinnu
• Jákvæðni og sveigjanleiki í samskiptum
• Ábyrgð og stundvísi
• Áhugi á að starfa með börnum
Launakjör eru samkvæmt kjarasamning
Kennarasambands Íslands.
LAUSAR STÖÐUR
Í STÓRU-VOGASKÓLA
Stóru-Vogaskóli óskar eftir að ráða grunnskólakennara í eftirfarandi
stöður fyrir næsta skólaár:
Stóru-Vogaskóli er 170 barna grunnskóli þar sem skólastarf er í senn metnaðarfullt og faglegt.
Einkunnarorð skólans eru virðing, vinátta og velgengni sem endurspeglast í daglegu starfi í skólanum.
Í skólanum er góður starfsandi og hefur skólinn að skipa öflugu og áhugasömu starfsfólki.
Skólinn er staðsettur í einstöku umhverfi í nálægð við fjölbreytta náttúru.
Stóru-Vogaskóli er Grænfánaskóli.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamning Kennarasambands Íslands.
Fyrirspurnir og umsóknir skal senda á póstfangið skoli@vogar.is fyrir 4. apríl 2020.
Nánari upplýsingar veita Hálfdan Þorsteinsson skólastjóri
og Hilmar Egill Sveinbjörnsson aðstoðarskólastjóri í síma 440-6250.
Heilsuleikskólinn Skógarás og Leikskólinn Holt í Reykja-
nesbæ eru tveir af ellefu „eTwinning“ skólum landsins en
nú hefur verið tilkynnt hvaða skólar í Evrópu hljóta viður-
kenninguna ‚eTwinning skóli‘ til næstu tveggja ára.
Níu skólar hér á landi munu bera
titilinn og eru Heilsuleikskólinn Skóg-
arás og Leikskólinn Holt í Reykjanesbæ
þeirra á meðal. Hinir skólarnir sjö eru
Brekkubæjarskóli, Grunnskóli Bol-
ungarvíkur, Hamraskóli, Leikskólinn
Furugrund, Norðlingaskóli, Selásskóli
og Setbergsskóli. eTwinning skólar eru
nú 11 talsins hér á landi en í fyrra hlutu
Hrafnagilsskóli og Verzlunarskóli Ís-
lands sömu viðurkenningu sem er veitt
til tveggja ára í senn.
Titillinn ‚eTwinning skóli‘ er viður-
kenning á öflugu og góðu evrópsku
samstarfi í gegnum þátttöku í eTw-
inning verkefnum. Viðurkenningin
er þó ekki síður liður í skólaþróun því
eTwinning skólar eflast enn frekar í
notkun upplýsingatækni og alþjóða-
samstarfi og hafa tækifæri til styrkja
starfsþróun kennara og skólastjórnenda
og auka alþjóðatengsl skólans enda
verða þeir sýnilegri í skólasamfélagi
eTwinning, sem fer ört vaxandi en telur
nú yfir 200 þúsund skóla og tæplega
800 þúsund kennara.
eTwinning skólar fá jafnframt
tækifæri til að mynd tengsl við aðra
eTwinning skóla í Evrópu og verða
hluti af evrópsku neti eTwinning skóla.
Þar að auki hafa eTwinning skólar að-
gang að námskeiðum og vinnustofum
sem eykur á möguleika og tækifæri til
starfsþróunar og endurmenntunar fyrir
kennara og skólastjórnendur.
Þess má geta að þær Ingibjörg Lilja
Kristjánsdóttir og Katrín Lilja Hraun-
fjörð í Heilsuleikskólanum Skógarási
hlutu verðlaun á Erasmus deginum
síðasta haust fyrir verkefnið Eco Tweet:
Little Ecologist. Hér má sjá myndband
sem gert var að því tilefni: http://bit.ly/
skogaras-eco-tweet
Nánari upplýsingar um eTwinning
má nálgast á heimasíðu landskrifstofu
eTwinning á Íslandi, etwinning.is, og á
Evrópuvef eTwinning, etwinning.net.
Skógarás og Holt
„eTwinning skóli“
næstu tvö árin
Sjáðu sjónvarpsinnslög
um verkefnið í myndskeiðum
hér að neðan. Smellið til að horfa!
FIMMTUDAG KL. 20:30
HRINGBRAUT OG VF.IS