Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.05.2020, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 07.05.2020, Blaðsíða 14
mikilli uppsveiflu í nokkur ár. Hér hafa allmargir flugmenn lokið námi frá Keili. Við munum fljúga mikið í sumar og vonum að veðrið verði gott. Keilir keypti Flugskóla Íslands á síðasta ári, erum því stærsti flugskóli á Íslandi, með flottan flota og kenn- ara og góða stjórnendur. Við eigum eftir að sjá hverjar heimturnar verði í umsóknum en það er augljóslega frábært tækifæri fyrir þá sem vilja stefna á flugnám að fara í það núna.“ Aukið námsframboð Jóhann segir að stöðugt sé unnið í þróunarvinnu varðandi námsfram- boð og nú er ljóst að þörfin verður mikil þegar atvinnuleysi er í hæstu hæðum eftir COVID-19. „Við höfum verið að vinna í því að undanförnu að mæta svæðinu kannski meira. t.d. með námi í leik- skólafræðum og geta verið háskóla- setur. Einnig höfum verið áhuga á að setja aftur af stað Rannsókn og þróun sem var áður hér í Keili en datt niður þegar Tæknifræðiháskóli Íslands fór í Hafnarfjörð. Við viljum geta staðið undir merkjum okkar sem miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs. Þetta er m.a. það sem við höfum verið að vinna að í samvinnu við Háskóla Íslands. Þarna eru tækifæri í sam- starfi við sveitarfélögin. Við vitum að menntunarstig leikskólakenn- ara á svæðinu hefur verið lægra en við höfum viljað sjá það. Það eru kannski sóknarfæri líka fyrir fólk til að ljúka sínu námi í heimabyggð og þetta eru líka klár sóknarfæri fyrir Keili.“ Stór vinnustaður Keilir er ekki bara mikilvæg mennta- stofnun á Suðurnesjum heldur líka stór vinnustaður en um eitthundrað manns starfa hjá fyrirtækinu, fólk með fjölbreytta menntun og bak- grunn. „Eitt af því sem hefur einkennt starfið er kraftur og mikil samheldni hjá starfsfólki allt frá stofnun Keilis. Við erum bjartsýn þrátt fyrir að standa í þeim sporum að þurfa að berjast í fjárhagslegri endurskipu- lagningu á meðan það er óskað eftir því að við aukum námsframboð. Það er sérstök staða að vera í en það eru engu að síður spennandi tímar framundan þrátt fyrir allt og áhugi á námi er alltaf að aukast. Ef við lítum á Keili sem framsækinn ungling þá þurfum við kannski að fullorðnast aðeins og horfa enn lengra fram í tímann og móta stefnuna til lengri tíma en hefur verið gert. Það eru mjög spennandi tímar framundan. Áhugi á á námi er alltaf að aukast og við verðum að vera tilbúin.“ Menntunarstig hefur hækkað Menntunarstig á Suðurnesjum hefur hækkað með stofnun Keilis en Jóhann segir þó enn nokkuð í land og það sé langtímaverkefni að hækka menntunarstigið. „Það hefur alltaf verið mikil aðsókn í Háskólbrú og við sjáum áframhaldandi mikla aukning þar. Það sækjast færri eftir staðnámi, aðsóknin er meiri í fjar- námið og það er í takti við breyt- ingar í tækni og fræðslu almennt. Í Menntaskólanum okkar er 80% ungmenni héðan af Suðurnesjum og skiptist á milli sveitarfélaganna á Suðurnesjum. Sumir nemendur eru þó að koma langt að og gista þá í aðstöðu okkar, Keilisgörðum. Það er mikið fagnaðarefni að menntunar- stig hefur hækkað en Suðurnesin eru þó hálfdrættingur á við með- atalið á landinu. Þetta er langt og strangt verkefni sem mun taka lengri tíma og Keilir er þátttakandi í þeirri vinnu,“ segir Jóhann Friðrik. Við erum bjartsýn þrátt fyrir að standa í þeim sporum að þurfa að berjast í fjárhagslegri endurskipulagningu á meðan það er óskað eftir því að við aukum námsframboð. Það er sérstök staða að vera í en það eru engu að síður spennandi tímar framundan þrátt fyrir allt og áhugi á námi er alltaf að aukast. Nemendur í fyrsta áfanga í tölvuleikjagerð við upphaf skólans síðasta haust. 14 // VíKuRFRÉttiR á SuÐuRNESJum í 40 áR Fimmtudagur 7. maí 2020 // 19. tbl. // 41. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.