Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.05.2020, Blaðsíða 31

Víkurfréttir - 07.05.2020, Blaðsíða 31
„Innskot slær upphafstóninn á minni veru hér sem safnstjóri og gefur innsýn í mínar áherslur og það sem koma skal hér hjá Lista- safni Reykjanesbæjar,“ sagði Helga við opnun sýningarinnar. Hún færði öllum þeim þakkir sem komu að sýningunni og hjálpuðu Lista- safni Reykjanesbæjar að vinna sýninguna Inn- skot, m.a með því að lána safninu myndverk af heimilum sínum og öðrum söfnum fyrir að bregðast fljótt við lánsbeiðni frá safninu. „Hver einasta sýning hjá Listasafni Reykjanes- bæjar verður nauðsynleg, ómissandi fyrir heims- listina. Safnið ætlar að byggja upp alþjóðlegt orð- spor þannig að eftir því sé tekið, t.d. með öflugu samstarfi við erlend söfn, listamenn og sýninga- stjóra. Allar sýningar safnsins eru og verða samtal við samfélagið, við fortíðina, við náttúruna, við íslenska listasögu, við heimslistina, við ætlum að varpa fram spegli af mannlegri samvitund bæði út frá „global“ og „local“ hugsun. Enda mjög við- eigandi þar sem við erum stödd í gömlum fiskibæ sem tók við kananum og gat af sér íslenska bítla- menningu,“ sagði Helga við opnunina og bætti við: „Í dag opnum við sýninguna Innskot sem varpar fram því ástandi sem við höfum öll verið að fara í gegnum sem manneskjur á heimsvísu. Þar er að segja, við vorum kölluð inn á heimil- inn og þurftum að horfast í augu við okkar eigið umhverfi bæði efnislega en líka sem persónur í okkar eigin rými. Þannig tel ég sýninguna vera beina útsendingu á eigin samtíma sem oftast þarf tíma til að skilja sjálfan sig. Sýninginn er innlegg, sem vísar ákveðna leið, mat á merkingu ástandsins. Sýningin Innskot er því sagan sjálf, svo tengt sem hún er eilífðartímanum, hreyfing bolta, matur í ofni, blúnda á stól. Virkni þess smáa í líðanda hverrar mannveru.“ Listasafn Reykjanesbæjar er opið að nýju með hefðbundnum hætti en með fjöldatakmörkunum samkvæmt reglum sóttvarnalæknis. Á föstudag- inn má fylgjast með umfjöllun um sýninguna Innskot þar sem Helga Þórsdóttir, safnstjóri, spjallar við listamenn sýningarinnar Innskot. Logi Höskuldsson, Helga Þórsdóttir, safnstjóri, og Áslaug Thorlacius. Fimmtudagur 7. maí 2020 // 19. tbl. // 41. árg. VíKuRFRÉttiR á SuÐuRNESJum í 40 áR // 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.