Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.05.2020, Blaðsíða 50

Víkurfréttir - 07.05.2020, Blaðsíða 50
– Hvernig stóð á því að þú fluttir til útlanda? „Ég komst inn í flugnámsprógram hjá Icelandair sem heitir „Flug- menn til framtíðar“. Icelandair er í samstarfi við flugskóla sem heitir L3 Harris Airline Academy og er með starfsstöð á Nýja-Sjálandi og var ég svo heppin að fá að flytja til Nýja- Sjálands til að stunda námið.“ – Saknarðu einhvers frá Íslandi? „Ég sakna fjölskyldunnar og vina mikið en allra mest sakna ég þó ömmu minnar.“ – Hve lengi hefurðu búið erlendis? „Ég flutti út í nóvember 2018 þannig það er komið eitt og hálft ár síðan.“ – Hverjir eru helstu kostir þess að búa þar sem þú býrð? „Nýja-Sjáland er frábært land og algjör náttúruparadís. Fólkið hérna er virkilega almennilegt, hjálpsamt og er ekki mikið að stressa sig á hlut- unum. Náttúran hérna er stórkostleg og hérna er að finna fossa, hveri og fallegar gönguleiðir hvert sem maður fer.“ – Hvernig er hefðbundinn dagur í lífi þínu? „Dagarnir hérna eru frekar óhefð- bundnir en ég get verið bókuð í flug hvenær sem er yfir daginn. Dagana sem ég á bókað flug byrja ég á að undirbúa flug dagsins. Ég þarf að plana hvaða leið ég ætla að fljúga, skoða veðrið, yfirfara flugvélina og fara yfir sem ég ætla að gera í fluginu með flugkennara. Dagarnir sem ég er ekki bókuð í flug eru vel nýttir í lærdóm og að njóta Nýja-Sjálands.“ – Líturðu björtum augum til sumarsins? „Hérna á Nýja-Sjálandi er sumarið á enda og haustið gengið í garð en já, ég er bara mjög spennt fyrir kom- andi tímum þó það væri gott að geta upplifað íslenska sumarið aðeins, þar sem það jafnast ekkert á við það.“ – Hver eru þín áhugamál og hefur ástandið haft áhrif á þau? „Aðaláhugamálið mitt er að fljúga og ástandið hefur gert það að verkum að ég hef ekki geta flogið en ég hef verið dugleg að stunda líkamsrækt og spila fótbolta með skólafélög- unum sem hefur stytt stundirnar helling. Ég hef einnig fundið nýtt áhugamál á þessum skrýtnu tímum en ég hef verið að baka óspart í þessu samkomubanni.“ FLUGNEMINN Sólborg Guðbrandsdóttir vf@vf.is sem fékk áhuga á bakstri Rut Helgadóttir er tvítug og býr á Nýja-Sjálandi þar sem hún leggur stund á flugnám. Rut er fædd og uppalin í Danmörku en flutti til Keflavíkur þegar hún var tíu ára gömul. Foreldrar hennar, ásamt tveimur yngri systrum, búa í Bretlandi. 50 // VíKuRFRÉttiR á SuÐuRNESJum í 40 áR Fimmtudagur 7. maí 2020 // 19. tbl. // 41. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.