Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.05.2020, Blaðsíða 24

Víkurfréttir - 07.05.2020, Blaðsíða 24
„Ég er fædd og uppalin Grind- víkingur og lít alltaf á Grindavík og Suðurnesin í heild sem mitt heimasvæði eftir að hafa verið það lánsöm að sitja í stjórn Sam- bands sveitarfélaga á Suður- nesjum samhliða því að vera for- seti bæjarstjórnar í Grindavík,“ segir hún í samtali við Víkur- fréttir. – Líturðu björtum augum til sumarsins? Já, verður maður ekki að gera það? Ég vona bara innilega að það verði gott sumar þannig að það sé hægt að ferðast auðveldlega innan- lands og skoða landið. Ég sé fyrir mér að geta heimsótt marga staði hérlendis sem hafa verið á heim- sóknarlistanum en ekki tími gefist tími til að heimsækja. – Hver eru þín áhugamál og hefur ástandið haft áhrif á þau? Körfubolti er áhugamál númer eitt, tvö og til hundrað og þetta hefur haft gífurleg áhrif á körfubolta. Ég er aðstoðarþjálfari í 1. deild kvenna hjá ÍR og liðið í öðru sæti í deild- inni í keppni um að komast upp í úrvalsdeild og svekkjandi að missa af úrvalsdeildarsæti svona. Hefði frekar viljað tapa inn á vellinum í úrslitakeppni. – Áttu þér uppáhaldsstað á Íslandi og hver er ástæðan? Ég er svo heimakær að ég mun alltaf segja Grindavík, Þorbjörninn og Bláa lónið en ef ég fer út fyrir heimabæinn þá er það Höfn í Hornafirði. Eitthvað svo skemmti- legt við bæjarfélagið og fólkið þar og vonandi gefst mér tækifæri í sumar til að gista þar í nokkrar nætur og skoða nágrenni svæðisins betur. – Hvað stefnirðu á að gera í sumar? Vinna, ferðast innanlands og von- andi get ég flogið til Liverpool og hitt systur mína og hennar fjöl- skyldu þar. Það er mjög erfitt að vita ekki hvenær ég fæ tækifæri til að sjá þau næst. Svo verja tíma með stórfjölskyldunni og vinum. – Hver voru plönin áður en veiran setti strik í reikninginn? Ég var aðstoðarþjálfari hjá U-20 kvenna í körfubolta og planið var að fara til Ísrael á Evrópumót ásamt því að heimsækja systur mína og hennar fjölskyldu til Liverpool. Það er búið að flauta Evrópumótið en vonandi kemst ég til Liverpool. – Hvernig hefur tilveran verið hjá þér undanfarnar vikur, hefur margt breyst? Já, þetta er mjög furðulegt ástand. Fyrst var allur körfubolti flaut- aður af og síðan var allur vinnu- staðurinn sendur heim og ég vinn því heiman frá mér. Þar sem ég bý ein þá er þetta mjög furðulegar aðstæður að fara frá því að vera umkringd fólki alla daga í það að vera ein heima og hitta fáa sem enga. – Finnst þér fólk almennt virða reglur tengdar samkomubanni? Já, ég held það, svona flestir. Ég, eins og fleiri, hef smá áhyggjur af unga fólkinu, þ.e.a.s. 18–29 ára en flest smit hafa fundist þar. Ég vona að sá hópur, eins og allir aðrir, fari eftir þeim reglum sem okkur eru sett því ástandið er örugglega farið að taka á fyrir þann hóp sem er fastur heima fyrir í verndarsóttkví. – Hvaða lærdóm getum við dregið af heimsfaraldrinum? Það er svo margt hægt að nefna hér en ég held að ef ég ætti að taka út helstu þrjú atriðin væri það í fyrsta lagi að heimurinn er lítill og það sem ógnar framtíð mann- kyns virðir engin landamæri, alþjóðasamstarf er því lausnin. Í öðru lagi er betri skilningur á aðstæðum hælisleitenda og flótta- fólks sem kemur til Íslands. Margir Íslendingar hafa kvartað yfir því að vera „fast heima“ og geta ekki gert allt sem það er vant að gera, svo sem fara í klippingu eða í ræktina en þessar aðstæður eru smávægi- legar í samanburði við þann hóp sem leggur lífið í hættu til að koma til Íslands til að forðast stríð og/ eða hungursneyð. Í þriðja lagi tel ég gott að Íslendingar hafi lært að hægja á sér, njóta þess að vera með sínum nánustu og ekki vera í enda- lausu kapphlaupi frá einum stað til annars. Núvitund hefur vonandi aukist hjá flestum. – Hvaða aðferðir ertu að nýta til að eiga í samskiptum við fólk? Gamli, góði síminn stendur alltaf fyrir sínu og síðan er það Mes- senger, Teams og Zoom. Vil samt hvetja fólk til að fara varlega þegar verið er að nota Zoom þar sem margir öryggisgallar hafa fundist þar. – Ef þú fengir bara að hringja eitt símtal í dag, hver fengi það símtal og hvers vegna? Sóldís, litla frænka í Liverpool, það er svo yndislegt að finna skilyrðis- lausa ást hennar til frænku sinnar. Markmiðið okkar er að fara að lesa bækur saman í gegnum Messenger og ég vil standa við það samkomu- lag okkar. – Ertu liðtæk í eldhúsinu? Nei, ég get ekki sagt það, ég kann að elda nokkra góða rétti, þar á meðal mjög góða humarpizzu, en lítið annað. Annars er lykillinn bara að fara eftir uppskriftum þá yfirleitt heppnast maturinn vel. – Hvað finnst þér skemmtileg- ast að elda? Mér finnst gaman að elda allan mat ef ég hef tíma til þess og góða vini sem koma í heimsókn. Eins og ég nefndi að ofan, lykillinn er bara að hafa góða uppskrift og nægan tíma. – Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Humar í öllu mögulegu formi, grillaður, á pizzu, í pasta o.s.frv. – Hvað geturðu ekki hugsað þér að borða? Ég er svo matvönd að það er langur listi en lifur og hjörtu eru þar efst. – Hvaða morgunmatur verður oftast fyrir valinu? Ég er eiginlega hætt að borða morgunmat en þegar ég fæ mér morgunmat þá er það haframúslí með súkkulaðihleðslu út á. – Hvað var bakað síðast á þínu heimili? Ég bakaði Brownie nýlega með piparlakkrískurli. – Ef þú fengir 2000 krónur, hvað myndir þú kaupa í matinn? Caj P’s folaldavöðva, sætar kart- öflur, gulrætur og papriku. Grilla svo allt saman og bera fram með Olifia ólífuolíu. Yndislegt að finna skilyrðislausa ást Sóldísar litlu frænku í Liverpool N etspj@ ll Bryndís Gunnlaugsdóttir er úr Grindavík en búsett í Kópavogi og starfar sem lögfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga ásamt því að þjálfa körfubolta. 24 // VíKuRFRÉttiR á SuÐuRNESJum í 40 áR Fimmtudagur 7. maí 2020 // 19. tbl. // 41. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.