Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.05.2020, Blaðsíða 46

Víkurfréttir - 07.05.2020, Blaðsíða 46
ég fann fyrir svo miklum verkjum í brjóst- holi og efra baki. Á bráðamóttökunni var ég mynduð og þá kom í ljós vatn á lungum. Ég fékk fúkkalyf og við það hófst mitt bataferli en þá varð Paul mjög veikur. Nú eru liðnar sex vikur frá því að við urðum veik. Ég er nánast alveg orðin eins og ég á að mér að vera, þó ég finni af og til fyrir eftirköstum, og Paul er við það að ná sér. Það tók mun lengri tíma fyrir hann að komast almennilega á fætur, enda er hann astmasjúklingur.“ Lífsreynsla sem setti allt annað í nýtt samhengi Sigrún segir að þessi lífsreynsla hefur skilið mikið eftir sig og sett allt annað í nýtt sam- hengi. „Ég er viss um að hefðum við ekki lent í þessu værum við eflaust miklu uppteknari af áhyggjum af atvinnunni okkar og áhrifum veirunnar á daglegt líf og framtíðarsýn en eins og stendur erum við ótrúlega þakklát fyrir það sem er. Við eigum yndislegt heimili þar sem við höfum öll nóg pláss til þess að eiga okkar einverustundir sem og samverustundir. Við erum með stóran garð þar sem við getum dundað okkur, grillað og haft það notalegt.“ Hún segir í gamansömum tón að fjöl- skyldunni komi vel saman enn sem komið er. „Sjáum hvernig ég svara þegar vikunum fjölgar en ofar öllu, við erum á lífi.“ – Hvað með áhugamálin og hefur ástandið haft áhrif á þau? „Ég er nú svo heppin að aðaláhugamál mitt er matargerð svo nú snýst lífið aðallega um spekúlasjónir um hvað ætti að hafa í kvöld- matinn. Það er líka svolítið áhugavert hvernig COVID hefur haft áhrif á matarinnkaup. Það eru risavaxnar raðir fyrir utan búðirnar og enn er skortur á ákveðnum hlutum eins og hveiti og eggjum. Svo á spjallrás hverfisins skiptist fólk á vísbendingum um það hvar hægt sé að nálgast þessar lúxusvörur. Maður reynir því að elda með því sem maður á, frekar en að skjótast útí búð og kaupa það sem vantar. Það þarfnast svolítillar útsjón- Að auki urðum við Paul fyrir þeirri hrikalegu lífsreynslu að verða alvarlega veik með COVID­19. Þó við höfum ekki verið lögð inn á sjúkrahús þá stóð ég mjög tæpt þar sem ég hætti að anda og féll saman ... FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS Smelltu hér til að hlusta! 46 // VíKuRFRÉttiR á SuÐuRNESJum í 40 áR Fimmtudagur 7. maí 2020 // 19. tbl. // 41. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.