Fréttablaðið - 05.06.2020, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 05.06.2020, Blaðsíða 2
Þetta er staðfesting á stefnu sem Þing- vallanefnd hefur markvisst unnið eftir og lýtur að því að það muni ekki rísa fleiri sumarbústaðir innan þjóðgarðsins. Einar Á. E. Sæ- mundsen, þjóð- garðsvörður á Þingvöllum Frestur til þess að senda ábendingu um Reykvíking ársins er til 15. júní næst- komandi. Veður Norðan 5-13 m/s í dag, en 10-18 austast. Skúrir eða slydduél norðaustan- og austanlands, léttskýjað sunnan og vestan til, annars skýjað en þurrt að kalla. Hiti 1 til 8 stig, en hiti að 14 stigum suðvestan til yfir daginn. SJÁ SÍÐU 14 Framkvæmdagleði í Vesturbænum Sumarið er tíminn til þess að lappa upp á götur bæjarins sem hafa látið á sjá eftir frosthörkur vetrarins. Verktakar voru í sannkölluðu sumarskapi þegar þeir fræstu malbikið á vígalegum ökutækjum sínum í götunum við Meistaravelli í Vesturbænum í Reykjavík í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR FASTEIGNIR Fjármálaráðuneytið hefur keypt umdeildan steyptan grunn á sumarhúsalóð í Þingvalla- þjóðgarði á 35 milljónir króna. Á Valhallarstíg nyrðri 7 við Þing- vallavatn er steyptur grunnur að 159 fermetra sumarhúsi sem til stóð að byggja eftir að bústaður sem þar hafði staðið var rifinn. Eftir að steyptur hafði verið upp grunnur stöðvaði byggingarfulltrúi fram- kvæmdir 3. október 2008 í kjölfar þess að byggingarstjórinn hafði sagt sig frá verkinu. Ekkert hefur síðan verið gert á staðnum. Hjónin Bogi Pálsson og Sólveig Lára Magnúsdóttir áttu grunn- inn sem fyrir um einu og hálfu ári komst í eigu föður Boga, Páls Samú- elssonar, eftir að Þingvallanefnd hafnaði því að neyta forkaupsréttar og ganga inn í kauptilboð Páls – upp á 70 milljónir króna – eða helmingi hærri upphæð en ríkið hefur nú greitt. Grunnurinn stendur á leigu- lóð í eigu ríkisins. Lögmaður þjóðgarðsins sendi byggingarfulltrúa Uppsveita Árnes- sýslu erindi í október síðastliðnum og spurðist fyrir um hvort bygging- arfulltrúinn gæti ekki beitt ákvæði í lögum um mannvirki vegna Val- hallarstígs nyrðri 7. „Umbjóðandi minn ítrekar að hann telur almenningi stafa hætta af umræddum grunni og einnig er grunnurinn veruleg lýti á þjóðgarð- inum og telur umbjóðandi minn eðlilegt að umræddur grunnur verði fjarlægður af lóðinni,“ undir- strikaði lögmaðurinn í næsta bréfi til byggingarfulltrúans í nóvember. Í desember spurðist Páll Samú- elsson fyrir um það hvað gera þyrfti svo hann gæti fengið endurnýjað byggingarleyfi á grunninum. Eignin væri í söluferli og að með bygg- ingarleyfi yrði auðveldara að selja. Þá kveðst Einar Á. E. Sæmundsen þjóðgarðsvörður hafa gripið inn í atburðarásina. Haft hafi verið sam- band við Pál sem tekið hafi jákvætt í að selja. „Þau samskipti enduðu á því að við fengum mat frá fasteignasala,“ segir Einar sem kveður þar með hafa verið kominn grundvöll til að ríkið næði til sín eigninni og niður- staða fengist í erfitt og langdregið mál. „Þetta er niðurstaða sem byggir á þeim heimildum og samningum sem eru í gildi. Hún þýðir að það mun ekki rísa sumarbústaður þarna. Og þetta er staðfesting á stefnu sem Þingvallanefnd hefur markvisst unnið eftir og lýtur að því að það muni ekki rísa f leiri sumar- bústaðir innan þjóðgarðsins,“ segir Einar. Næsta verkefni sé að ákveða hvað verði um steypugrunninn. „Viljum við nýta þetta mannvirki og breyta í aðstöðusköpun fyrir þjóðgarðinn eða förum við í mat á því að láta fjarlægja það? Í raun sé ég alveg möguleikann á því að geta nýtt þetta,“ segir þjóðgarðsvörður. gar@frettabladid.is Fengu Þingvallagrunn keyptan á 35 milljónir Samið hefur verið um kaup ríkisins á umdeildum steypugrunni á Þingvöllum fyrir 35 milljónir króna. Gengið var frá viðskiptunum þegar þjóðgarðurinn vildi láta kanna hvort ekki mætti fjarlægja grunninn á kostnað eigandans. Grunnurinn þykir hættulegur og lýti á þjóðgarðinum. FRÉTTABLAÐIÐ/GARÐAR SAMGÖNGUR Þýska flugfélagið Luft- hansa hefur ákveðið að hefja f lug á nýjan leik til Íslands í júlí. Þetta kom fram á vefsíðunni turisti.is. Þar segir að fyrsta kastið muni þotur Lufthansa f ljúga hingað vikulega tvisvar í viku frá Frankfurt og frá München. Andreas Köster, svæðisstjóri hjá Lufthansa, segir í samtali við vefsíð- una að fyrstu vikurnar verið flogið frá Frankfurt á fimmtudögum og laugardögum en frekari f lugáætlun hafi ekki verið negld niður. Það mun skýrast á næstu viku. Fyrir kórónaveirufaraldurinn f laug Lufthansa til og frá Íslandi allt árið um kring frá Frankfurt og yfir sumarmánuðina frá München. Ferðabanni til Íslands verður form- lega aflétt með skilyrðum 15. júní næstkomandi. – hó Lufthansa flýgur til Íslands í júlí SAMFÉLAG Reykjavíkurborg leitar nú að Reykvíkingi ársins 2020. Óskað er eftir ábendingum um borgarbúa sem hefur verið öðrum til fyrirmyndar eða sýnt af sér hátt- semi eða atferli sem kemur borginni til góða. Er þetta í tíunda sinn sem staðið er fyrir þessu vali en í fyrra var Helga Steffensen, stjórnandi Brúðu- bílsins, Reykvíkingur ársins. „Fjölmargir Reykvíkingar vinna óeigingjarnt starf í þágu borgar- innar án þess að það fari hátt. Þessu fólki ber að þakka. Ég hvet alla þá sem vita af slíkum einstaklingum að senda inn tilnefningu um Reyk- víking ársins 2020, “ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Hægt er að senda ábendingar um einstaklinga sem koma til greina ásamt rökstuðningi á netfangið hugmynd@reykjavik.is eða bréf- lega til skrifstofu borgarstjóra fyrir mánudaginn 15. júní. Að venju mun Reykvíkingur ársins renna fyrstur fyrir lax í Ell- iðaánum ásamt borgarstjóra í boði Stangaveiðifélags Reykjavíkur. – sar Reykvíkings ársins leitað Helga Steffensen var Reykvíkingur ársins 2019. FRÉTTABLAÐIÐ/BJARNI 5 . J Ú N Í 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.