Fréttablaðið - 05.06.2020, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 05.06.2020, Blaðsíða 30
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson, hlynur@frettabladid.is , Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is FÓLK/ SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@ frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is. FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Guðrún Inga Grétarsdóttir gudruninga@frettabladid.is ÞETTA ER SVO FULL- KOMIÐ FYRIR FÓLK SEM VINNUR INN Á SKRIF- STOFU, AÐ KOMAST ÚT Í SÓLINA OG FÁ HREYFINGU Í LEIÐINNI OG SKEMMTA SÉR Á MEÐAN. Þórdís Nadia “Doktor.is er ætlað að auðvelda aðgengi almennings að upplýsingum og ráðgjöf um heilsu, lífsstíl og forvarnir.,, Teitur Guðmundsson, læknir og ritstjóri doktor.is Ráðgjöf Fræðsla Forvarnir Dansdrottningarnar Þórdís Nadia Semic-hat og Margrét Erla Maack standa fyrir hönd K ramhúss-ins í samstarfi við Sumarborgina Reykjavík að fríum útidanstímum í allt sumar. Fyrsti tíminn fer fram í dag á Arnarhóli klukkan 12.10 þar sem Þórdís Nadia mun bjóða upp á kennslu í því sem hún kallar Hips don’t lie. „Hugmyndin að útidanstímunum kom upp í einhverju grínspjalli okkar á milli, eins og gerist svo oft. Á meðan samkomubanninu stóð vorum við með ókeypis danstíma á netinu sem vakti mikla lukku. Þetta er smá svona eins og áfram- hald af því verkefni. Núna megum við loksins hittast og svo erum við úti þannig að það er minna mál upp á fjarlægðina milli hvers og eins að gera,“ segir Margrét. Þær segja þetta vera í raun algjört tilraunaverkefni en vonast til að tímarnir festi sig f ljótt í sessi. „Já, þetta var í raun einmitt fram- hald af því sem við byrjuðum með vegna COVID-19. Þá byrjuðum við að hugsa í lausnum, hvernig eigum við að halda áfram með tímana ef það þarf til dæmis að loka húsinu? Þá kom upp þessi pæling um að við gætum mögulega haldið danstíma úti við,“ segir Þórdís Nadia. Verkefnið er stutt af Sumarborg- inni Reykjavík og er því þátttaka í tímunum opin öllum að kostnaðar- lausu. „Það eru svo margir á landinu og svo er Kramhúsið líka svo mikið miðborgarbatterí, g-blettur mið- bæjarins þótt það séu líka f leiri örvunarstaðir. Við erum líka hugsa þetta úr frá okkar uppáhalds- stöðum í borginni. Við byrjum í dag á Arnarhóli, síðan ætlum við að bjóða upp á afró-dans í Hljóm- skálagarðinum og jóga við Sólfarið,“ segir Margrét. „Já, við ætlum að nýta rýmin, koma smá lífi í borgina,“ segir Þór- dís Nadia. Mjaðmirnar ljúga ekki „Tíminn í dag er hugsaður til að losa um mjaðmirnar. Maður svitnar mikið og tónlistin er alveg ótrú- lega skemmtileg. Í lokin tek ég svo djúpar og góðar teygjur fyrir mjaðmirnar. Við gerum alls konar æfingar, þetta er blanda af dance- hall, magadans, afro-beat, afró og salsa,“ segir Þórdís Nadia. „Við veltum því fyrir okkur hve langir tímarnir ættu að vera. Lend- ingin var að tuttugu mínútur til hálftími væri fínt. Þá litar þetta en er ekki að trufla fólk,“ segir Margrét. Veðurspáin bendir til að það verði sólríkt í hádeginu en ekki sér- staklega heitt. „Það er ekki spáð þrjátíu stiga hita þannig að fólk getur alveg mætt í dragtarjakkanum, tekið tíma og hoppað svo í hádegismat með vinnufélögunum. Við ætlum að vera með morguntíma, hádegistíma og svokallaða „happy hour“ tíma. Um helgar ætlum við að hugsa tímana meira út frá fjölskyldufólki,“ segir Margrét. „Það er líka svo frábært við þessa tíma, að margir vilja hreyfa sig í hádeginu. Þetta er svo fullkomið fyrir fólk sem vinnur inn á skrif- stofu, að komast út í sólina og fá hreyfingu í leiðinni og skemmta sér á meðan. Fengið endorfín og D- vítamín á sama tíma,“ segir Þórdís Nadia. Kramhúshlaðborðið Í sumar verða mörg áhugaverð nám- skeið í boði í Kramhúsinu. „Vanalega förum við í smá dvala yfir sumarið en núna var bara svo mikil vöntun á námskeiðum, eftir að fólk mátti loks aftur hittast,“ segir Margrét. „Við opnuðum í júní og það er nú þegar uppselt á nokkur námskeið. Í sumar verðum við líka með barna- og unglinganámskeið. Rappsmiðju með Kött Grá Pjé og Steinunni Jóns- dóttur, Billie Eilish-námskeið, hipp- hopp-námskeið og Ævintýraheim barnanna,“ segir Þórdís. Stofnandi Kramhússins er Hafdís Árnadóttir. „Hún er algjör galdrakona. Allir héldu að hún væri alveg klikkuð á sínum tíma. Hún var að kenna í Leiklistarskólanum, var með lykla og stalst inn á kvöldin og var með tíma. Svo fann hún þetta einstaka húsnæði í bakhúsi á Bergstaða- stræti. Hún ákvað að vera með kennslu í afródansi og f lutti inn kennara frá Gíneu,“ segir Margrét. „Við erum að tala um fyrir 35 árum síðan,“ bætir Þórdís Nadia við. „Allir sögðu við hana að hún hlyti að vera rugluð. Í dag er hún 81 árs, það var hennar hugmynd til dæmis að byrja með nettímana. Hún er svo ótrúlega framarlega í dansmiðlun. Hún er ennþá að kenna, við höfum báðar farið í tíma hjá henni. Það var ekkert auðvelt,“ segir Margrét. „Nei, það er sko ekkert grín að fara í tíma til hennar,“ bætir Þórdís Nadia og þær hlæja báðar. steingerdur@frettabladid.is Dansað í gegnum fordæmalaust sumar Í dag stendur Kramhúsið í samstarfi við Sumarborgina Reykjavík fyrir danstíma á Arnarhóli, þangað sem allir eru velkomnir. Þórdís Nadia og Margrét Erla halda utan um verkefnið fyrir hönd Kram- hússins og til stendur að bjóða upp á fjölbreytta útitíma í sumar. Þórdís Nadia og Margrét eru spenntar fyrir fyrsta útidanstímanum á Arnarhóli í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK 5 . J Ú N Í 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R22 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.