Fréttablaðið - 05.06.2020, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 05.06.2020, Blaðsíða 6
Framhalds- aðalfundur Harpa tónlistar– og ráðstefnuhús ohf. heldur framhaldsaðalfund sinn föstudaginn 19. júní kl. 14:00 á Háalofti, 8. hæð í Hörpu. Dagskrá Almenn aðalfundarstörf F E R ÐAÞJ Ó N U S TA Samkeppnis- eftirlitið hefur veitt Kynnisferðum sem rekur f lugrútuna og Airport Direct undanþágu til samnýtingar á bifreiðaf lota fyrirtækjanna í ferðum milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins. Gildir undanþágan til áramóta en þörfin á samstarfinu verður endurmetin í lok ágúst. „Auðvitað munum við endur- skoða málin af okkar hálfu ef ferða- menn fara að koma til landsins í meira mæli og landamæri fara að opnast meira. Þá munum við reyna að sinna okkar viðskiptavinum eins og við getum sjálfir. Þetta er hugsað svona til að fara af stað,“ segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða. Flugrútan hefur ekki keyrt frá því í lok mars en fjöldi farþega sem fór um Kef lavíkurf lugvöllinn í apríl dróst saman um 99 prósent frá síðasta ári. Um miðjan mánuðinn verður opnað á ferðir til Danmerk- ur og stefnir Icelandair á níu f lug í viku til Kaupmannahafnar. Fleiri áfangastaðir gætu svo bæst við eftir því sem aðstæður leyfa. „Við munum auðvitað bara reyna að þjónusta þessi flug því við viljum að þjónustan sé góð fyrir okkar við- skiptavini. En að sama skapi þarf rekstrarumhverfið að vera í lagi. Þess vegna var hugsunin sú að fá undanþágu til að vinna þennan aksturshluta saman,“ segir Björn. Hann segir að áfram muni ríkja samkeppni um viðskiptavinina þótt þeir keyri með sömu rútunni. „Þegar við sjáum að það eru að fara koma ferðamenn til landsins þá munum við bjóða upp á þessa þjónustu. Við erum hlekkur í keðj- unni til að koma ferðaþjónustunni af stað.“ „Svo erum við líka að skoða með Samkeppniseftirlitinu aðrar ferðir. Við höfum til dæmis verið í þess- um hálendisferðum á sumrin inn í Landmannalaugar og Þórsmörk fyrir þá sem vilja ganga Laugaveg- inn og Fimmvörðuháls.“ „Við höfum óskað eftir því við Samkeppniseftirlitið að mega vinna í samstarfi við TREX sem hafa líka verið með svona ferðir. Hér gildir það sama og með f lug- rútuna. Það er ekki búist við að fjöldinn verði það mikill að það geti verið rekstrarhæft fyrir tvo aðila að bjóða þessa þjónustu,“ segir hann. sighvatur@frettabladid.is Samkeppni mun ríkja um þjónustuna Við munum auð- vitað bara reyna að þjónusta þessi flug því við viljum að þjónustan sé góð fyrir okkar viðskiptavini. Björn Ragnarsson Erfiðara hefur reynst fyrir marga að finna störf í sumar en oft áður. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK ATVINNA „Við vorum með 930 börn hjá okkur í fyrra og erum með rúm- lega 1.400 í ár,“ segir Svavar Péturs- son, verkefnastjóri hjá Vinnuskóla Kópavogs. Einhver fjölgun hafi verið síðustu ár en nú hafi orðið algjör sprengja. Svavar finnur fyrir því að ung- menni sem hefðu í venjulegu árferði starfað á öðrum vettvangi leiti nú í auknum mæli til Vinnuskólans sem ráði alla umsækjendur á aldrinum fjórtán til sautján ára. „Við höfum alltaf verið með háa prósentu af fjórtán ára krökkum hjá okkur en við erum líka með sautján ára krakka í Kópavogi. Þar erum við að sjá fjölgun úr þeim 120 sirka sem við vorum með í fyrra upp í 260.“ Samhliða rúmri tvöföldun í sautján ára hópnum hafi verið um 20 til 60 prósenta fjölgun í öðrum árgöngum samanborið við árið í fyrra. „Við sjáum fram á að fá 75 prósent allra barna á þessum aldri í Kópavogi til okkar í sumar.“ Fyrir Kópavogsbæ munar mestu um aukninguna í sautján ára hópn- um sem fær borguð lágmarkslaun samkvæmt kjarasamningi Starfs- mannafélags Kópavogs, eða 2.079 krónur á tímann. Til samanburðar fá fjórtán ára tæpan þriðjung af lágmarkslaunum, fimmtán ára börn 40 prósent og sextán ára því sem nemur helmingi þeirra, að sögn Svavars. Nýr kjarasamningur Starfs- mannafélags Kópavogs og Sam- bands íslenskra sveitarfélaga var undirritaður fyrr á þessu ári og færði starfsmönnum Vinnuskólans kjarabætur til jafns við aðra. Svavar segir að ákvörðun hafi verið tekin um að fækka vinnu- stundum hjá sautján ára úr 210 í 165 til að koma til móts við launa- hækkanir og aukna ásókn. „Þau lækkuðu samt ekki í launum, við pössuðum okkur á því. Tekjutalan hækkaði hjá þeim þó tímafjöldinn hafi minnkað.“ Ljóst er að þessi mikli liðsauki mun skila sér í auknum kostnaði fyrir bæjarfélagið. „Ég reiknaði með 1.200 [starfsmönnum] fyrir fjórum vikum. Þá gerði ég ráð fyrir að launakostnaður hjá okkur kæmi til með að hækka um allt að 60 til 70 prósent miðað við árið í fyrra ef ég miða bara við aukninguna.“ Eins og áður segir hefur fjöldinn nú náð yfir 1.400 manns og því hægt að gera ráð fyrir að kostnaðaraukn- ingin verði enn meiri. Þrátt fyrir óvenju mikla ásókn ættu að vera næg verkefni fyrir alla að sögn Svavars. „Við erum í raun- inni bara að búa okkur til verkefnin þessa dagana. Við reynum að vera í samstarfi við íþróttafélögin um að fá verkefni hjá þeim og síðan erum við bara að reyna að finna okkur verkefni alls staðar.“ eidur@frettabladid.is Umtalsverð fjölgun starfa í Vinnuskólanum í Kópavogi Töluvert fleiri munu starfa hjá Vinnuskóla Kópavogs í sumar en fyrir ári. Fjölgunin er mest hjá elstu krökkunum en rúmlega tvöfalt fleiri sautján ára ungmenni verða við störf í bænum í sumar en í fyrra. Búist við að um 75 prósent ungmenna á aldrinum fjórtán til sautján ára verði í vinnu þar næstu mánuði. D Ó M S M Á L E d M a r ond e d z e , st aðgeng i l l r í k i s s a k s ók n a r a í Namib íu, segir í samtali við Namibian Sun að hann búist við því að fleiri verði hand tekn ir vegna spillingar- og mútumálanna í nami- bískum sjávarútvegi, sem komu upp á yfirborðið síðastliðið haust, á næstu vikum. Marondedze álítur að þær hand- tökur muni fara fram annars vegar á Íslandi og hins vegar í Angóla. Einstaklingar í Namib íu hafa verið handteknir vegna máls ins en málið komst í hámæli hér á landi vegna tengsla ís lenska sjáv ar út vegs fyr ir- tæksins Sam herja við málið. Sakskóknaraembættinu i Nami- bíu hefur verið veittur aukinn frestur til þess að rannsaka málið en málinu sem áður hafði verið frestað til 29. maí síðastliðinn og nú er stefnt að því að gefa út ákæru í lok ágúst næstkomandi. – hó Sér fram á handtökur á Íslandi fljótlega NEYTENDUR Creditinfo hefur rift samningum við Almenna inn- heimtu. Getur innheimtufyrirtæk- ið, sem hefur sinnt innheimtu fyrir smálánafyrirtækið eCommerce 2020, þar af leiðandi ekki lengur sett fólk á vanskilaskrá. Danska fjármálaráðuneytið til- kynnti cCommerce2020 nýverið til lögreglu vegna gruns um brot á lögum um peningaþvætti. Hefur starfsemin verið seld til Íslands. Neytendasamtökin hafa undan- farið beitt sér gegn innheimtu smá- lánafyrirtækja hér á landi. Brynhildur Pétursdóttir, fram- kvæmdastjóri Neytendasamtak- anna, furðar sig á tímasetningunni. „Við höfum átt í samtali við Credit- info í eitt ár núna og furðum okkur á því að fyrirtækinu þyki í lagi að aðstoða smálánafyrirtækin í brota- starfsemi sinni. Það er gott að Creditinfo hafi loksins slitið samstarfi við Almenna innheimtu en það hefði átt að gera fyrir löngu og þessi seinagangur hefur kostað fjölda fólks háar upp- hæðir,“ segir Brynhildur. „Það má jafnvel spyrja hvort fólk sem hefur verið sett á vanskilaskrá að ósekju eigi ekki rétt á skaða- bótum.“ Creditinfo vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað í gær. - ab Creditinfo riftir samstarfi við innheimtufyrirtæki Bernhard Esau hrökklaðist úr emb- ætti vegna málsins. MYND/AFP Það má jafnvel spyrja hvort fólk sem hefur verið sett á van- skilaskrá að ósekju eigi ekki rétt á skaðabótum. Brynhildur Pétursdóttir Namibíska saksóknar- anum hefur verið veittur lengri frestur til þess að rannsaka málið frekar. Við erum líka með 17 ára krakka í Kópavogi. Þar erum við að sjá fjölgun úr þeim sirka 120 sem við vorum með í fyrra í 260. Svavar Pétursson 5 . J Ú N Í 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.