Fréttablaðið - 05.06.2020, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 05.06.2020, Blaðsíða 18
Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Grillað grænmeti er mjög gott meðlæti og hægt að velja um allt það sem hugurinn girnist. Í þessari uppskrift er fennel, paprika, kirsuberjatóm- atar, laukur og kúrbítur. Krydd- blandan sem notuð er hentar alveg líka á kjúkling eða svínakjöt. Þessi máltíð getur ekki klikkað. Upp- skriftin miðast við fjóra. Grillað entrecôte 800 g nautaentrecôte 1 fennel, skorið í sneiðar 2 rauðlaukar, skornir til helminga 2 rauðar paprikur, skornar í grófa bita 1 kúrbítur, skorinn á lengdina 8 kartöflur 12 kirsuberjatómatar, helst á klasanum Ferskt basil, til skrauts Marineríng 1 dl ólífuolía 1 búnt ferskt basil 2 stór hvítlauksrif ½ sítróna, safinn Salt og pipar Grillkrydd 3 msk. reykt paprikuduft 2 msk. paprikuduft 2 msk. chilli-duft 1 msk. svartur pipar 1 msk. hvítlauksduft 1 msk. óreganó 1 tsk. cayennepipar 2 msk. salt 2 msk. púðursykur Chilli-smjör 200 g mjúkt smjör ½ - 1 chilli-pipar, fínt skorinn Grillveisla fyrir gestaboðið Þetta verður grillhelgi og margir hugsa sér eflaust gott til glóðarinnar að elda góðan veislumat. Hvernig hljómar nautasteik með grilluðu grænmeti og chilli-smjöri og tiramisù í eftirrétt? Grillað nautaentrecôte er sannkallaður veislumatur. MYND/GETTY Grillað græn- meti er mjög gott. Hægt er að nota hvaða eftirlætisgræn- meti sem til er. Tiramisù er í uppáhaldi hjá mörgum enda er þessi ítalski desert vinsæll. 2 stór hvítlauksrif ½ sítróna, safi og börkur Setjið allt sem á að fara í chilli- smjörið í blandara. Fólk getur ráðið hversu sterkt smjörið á að vera með meira eða minna chilli. Smakkið til. Setjið smjörið í plast- filmu og rúllið upp eins og pylsu. Geymið í ísskáp svo það stífni en smjörið er skorið í sneiðar þegar það er borið fram. Grænmetið Setjið allt niðurskorið grænmeti í skál með marineríngunni. Bætið við sítrónusafa ef þarf og salti og pipar. Látið standa í marineríng- unni í að minnsta kosti klukku- stund. Grillið grænmetið á beinum hita í nokkrar mínútur. Leyfið tómötunum að vera á grillinu líka í síðustu mínúturnar. Kartöflurnar Sjóðið kartöf lur í um það bil tíu mínútur. Hellið vatninu af og setjið þær á grillpinna. Ef not- aðir eru trépinnar skal leggja þá í bleyti í minnst 20 mínútur fyrir notkun. Penslið kartöf lurnar með olíu og grillið þær með öðru grænmeti. Kjötið Blandið öllu kryddinu í skál og hrærið vel saman. Það ætti að duga í nokkrar máltíðir og geymist auð- veldlega. Best er að geyma það í loftþéttum umbúðum. Skerið kjötið í fjóra álíka stóra bita. Nuddið kryddblöndunni á báðar hliðar nautabitanna og grillið í 2-3 mínútur á hvorri hlið. Takið kjötið af og látið það hvíla í 10 mínútur. Góð ráð Hafið allt tilbúið og niðurskorið áður en hafist er handa við eldun. Þá gengur allt snurðulaust fyrir sig. Það er vel hægt að bjóða gestum upp á þessa máltíð og jafnvel gott rauðvín með ef fólk vill. Tiramisù með jarðarberjum Tiramisù er frábær sumardesert, ferskur réttur með jarðarberjum sem hæfir öllum góðum gestum. Uppskriftin miðast við fjóra. 1 ½ dl espresso 2 eggjarauður 1 sítróna, rifinn börkur 1 ½ - 2 msk. sykur 1 vanillustöng, aðeins fræin 250 g mascarpone ostur 10-12 Lady Finger kex Kakóduft 250 g jarðarber 4 falleg glös eða desertskálar Hrærið saman eggjarauður og sykur þar til blandan verður létt og ljós. Bætið vanillufræjunum saman við ásamt sítrónuberki og mascarpone. Hrærið allt vel saman. Stundum er gott að hræra mascarponeostinn aðeins upp áður en hann er settur saman við blönduna. Skerið Lady Finger í bita. Setjið í botninn á fallegu glasi eða desert- skál. Dreifið smávegis kaffi yfir. Skolið jarðarberin og skerið í sneiðar og raðið ofan á kexið. Þar ofan á kemur mascarpone- blandan. Aftur kex og jarðarber, síðan mascarpone efst. Geymið í kæliskáp í minnst 3-4 tíma, helst yfir nótt. Þegar desertinn er borinn fram er kakói stráð yfir og puntað með jarðarberjum. 00000 www.veidikortid.is Gleðilegt veiðisumar! Fæst hjá N1 - OLÍS og veiðiverslunum Blaðið í dag og safn eldri blaða á frettabladid.is 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 5 . J Ú N Í 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.