Fréttablaðið - 05.06.2020, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 05.06.2020, Blaðsíða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —1 2 7 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R F Ö S T U D A G U R 5 . J Ú N Í 2 0 2 0 Töluverður fjöldi sótti laugar landsins í gær en gestir Sundlaugar Kópavogs svömluðu um í blíðskaparveðri og nutu geisla sólarinnar sem skein skært. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI ALVÖRU MATUR Á ÖRFÁUM MÍNÚTUM EFNAHAGSMÁL Fasteignagjöld á atvinnuhúsnæði í ár og á næsta ári hafa aldrei verið hærri. Á sama tíma er glímt við dýpstu niðursveif lu í 100 ár. Fyrirtæki munu greiða um 28 milljarða á þessu ári og aðra 28 milljarða á næsta ári. Skattarnir hafa hækkað um nær 50 prósent að raunvirði frá árinu 2015 og 20 prósent frá 2018 þegar niðursveiflan í efnahagslífinu hófst. Þetta kemur fram í greiningu Sam- taka iðnaðarins. „Það þarf að bregðast skjótt við vaxandi skattheimtu sveitarfélaga í ljósi þess hve niðursveiflan er djúp,“ segir Ingólfur Bender, aðalhagfræð- ingur Samtaka iðnaðarins, í samtali við Fréttablaðið. „Lækkun fasteignagjalda mun hjálpa til við að draga úr þessari djúpu niðursveiflu, verja fyrirtæki og leiða til þess að atvinnurekendur geti haft f leiri í vinnu. Sveitar- félögin geta ekki verið stikkfrí í hagstjórninni. Allir þurfa að leggja hönd á plóg,“ bætir hann við. Samkvæmt greiningu Samtaka iðnaðarins munu íslensk fyrir- tæki greiða rúmlega eitt prósent af landsframleiðslu í fasteigna- skatta til sveitarfélaga á þessu ári. Til samanburðar var skattheimtan ríflega 0,7 prósent fyrir fimm árum. Skattheimtan er jafnframt há í erlendum samanburði en hlutfallið er að meðaltali tæplega 0,4 prósent í iðnvæddum ríkjum. Ingólfur segir að það sé verkefni hins opinbera og Seðlabankans að draga úr niðursveiflunni og undir- byggja viðspyrnu hagkerf isins með því að draga úr álögum, auka útgjöld, lækka stýrivexti og auka útlánagetu bankakerfisins. „Sveitarfélög eru stór þáttur af umsvifum hins opinbera. Þau þurfa að aðstoða heimili og fyrirtæki við að takast á við efnahagsáfallið. Hærri fasteignaskattar gera hið gagnstæða,“ segir hann og nefnir að almennt sé leitast við að draga úr álögum í niðursveiflu. Ingólfur segir að sveitarfélögin hagi sér með þveröfugum hætti í þessari skattheimtu. „Sveitarfélögin ættu nú að lækka fasteignaskatta og fella niður gjald- daga til að mæta efnahagssam- drættinum,“ segir hagfræðingur- inn. – hvj Fasteignagjöldin aldrei hærri Aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins segir að sveitarfélög geti ekki verið stikkfrí í hagstjórninni. Þau þurfi að aðstoða heimili og fyrirtæki við að takast á við efnahagsáfallið. Hærri skattar geri hið gagnstæða. Sveitarfélögin ættu nú að lækka fast- eignaskatta og fella niður gjalddaga til að mæta efnahagssamdrættinum. Ingólfur Bender, aðalhagfræð- ingur Samtaka iðnaðarins FASTEIGNIR Fjármálaráðuneytið keypti umdeildan steyptan grunn á sumarhúsalóð í Þingvallaþjóðgarði á 35 milljónir króna. Framkvæmdir á staðnum stöðvuðust árið 2008 og hefur málið síðan reynst erfitt. „Þetta er niðurstaða sem byggir á þeim heimildum og samningum sem eru í gildi. Hún þýðir að það mun ekki rísa sumarbústaður þarna,“ segir Einar Á. E. Sæmund- sen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Næsta verkefni sé að ákveða hvað verði um grunninn. – gar / sjá síðu 2 Festu kaup á umdeildum húsgrunni Einar Á.E. Sæmundsen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.